<$BlogRSDURL$>

Wednesday, November 24, 2004

Ég á mér hóp. 

Jæja mín kærustu.
Ég er officially búin í prófunum og gekk bara fínt. Mikið og feitt ( eða lítið og þröngt) próflokadjamm var haldið mánudaginn 22. nóvember hjá Hjalta þar sem bæði gítar og veik börn komu til sögu. Fúriúsir nágrannar, brennandi borg og misfagrar myndir sem Frank tók af partýgestum. Verð nú að viðurkenna, þrátt fyrir skyndilegt "hvarf" húsráðanda, að þetta var með betri partýum í langan tíma. (tek ekki með ónafngreint partý með brotinni rúðu)
Þó svo prófa-rassgötin séu búin er mikið eftir. Hið alræmda lokaverkefni bíður nú eftir því að láta leysa sig og síðan flytja 16. desember. Mikið stress var í sambandi við hópaniðurstöður hjá mörgum, þó sérstaklega varðandi "ljónið". Ég lenti í þessum líka fínasta hóp og er bara massa ánægð með. Á þessum 3 vikum verður mikil og þung keyrsla.. en án efa mjög skemmtilegt.

Uppskrift af góðum tölvunarfræðinemahóp í lokaverkefni á fyrstu önn!
(sem á eftir að finna nafn á)

1 stk. Anna Sigga
1 stk. Jakob
1 stk. Hrólfur
1 stk. Andri
... og ég!


Næstu þrjár vikur verða sko skemmtilegar... Posted by Hello

(31) comments

Sunday, November 21, 2004

... mig langar í meira snickers! 

Ég geri víst lítið annað þessa dagana en að tala um lærdóm og því fannst mér við hæfi að birta þetta samtal sem ég átti við Ernu fyrir 5 mínútum. Eins og kannski flestir sem lesa þetta blogg vita, er ég í tölvunarfræði og Erna er í lögfræði... það eru greinilega fleiri en ég sem kveljast! Bara á mismunandi vegu....


Erna:
að verða geðveik á þjóðarrétti

Ella:
ha... i´m completely lost
Ella :

Ella:
svoleiðis
Ella:
ég er að verða geðveik hérna... mig langar út að renna mér! EN.... tölvuhögun er svo miklu skemmtilegri!

Erna says:
já... ég er búin að vera að glósa þjóðarrétt í 14 daga
Erna says:
skemmtilegt? hvað er það aftur?

Ella:
ehheeewwww..
Ella:
veistu.. ég man það ekki alveg!
Ella :
ég er meira að segja hætt að hugsa að ég VERÐI að læra.. ég læri bara!


Lærdómslíf.. seinasta prófið á morgun og svo törn til 17 des. Ég hef sjaldan hugsað svona um lærdóm, enda er heilinn á mér mjög í líkingu við þessa mynd hér að neðan!





Ruglingur! Posted by Hello

(14) comments

Saturday, November 13, 2004

Jólalagasamkeppni... 

Bara því hitt var orðið svo yfirfullt af kommentum, og ég vil ekki týna þessum link, þá er hægt að hlusta á bringuhnetulagið fræga hér fyrir neðan. ÓJÁ.. ég sagði bringuhnetulagið!
Til að greiða úr öllum hugsanlegum og óhugsanlegum misskilningi þá er ég EKKI búin að hlusta á þetta yndislega jólalag... mjöög erfitt en ég held það út!
TIL ERNU: Passaðu þig að ýta ekki á linkinn hér fyrir neðan.. verður virkur fyrir okkur 21. des ;)

Hér má hlusta á JÓLALAG JÓLALAGANNA!!!

Og lagið sem bringuhneturnar mínar eru að keppa við

Endilega hlustið á jólalögin og segið mér hvað ykkur finnst. Ég held ég eigi eftir að massa þetta sko!

En já.... búin að drepa smá tíma, ætla að halda áfram að narta utan af snickersinu mínu og læra meira ...


(25) comments

Sunday, November 07, 2004

Tækifærislæri! 

Jamm og já . . .
Eftir miður ánægjulega færslu hér síðast kemur önnur frekar óspennandi. Prófin eru eftir viku.. EFTIR EINA VIKU.. og ég er á kafi í að læra. Eftir prófin tekur svo við þriggja vikna verkefni, þannig við fáum eins dags hvíld á milli verkefna, sem er mikill og góður léttir. Ég ætla að nýta þann dag vel og taka til inni hjá mér þar sem herbergið mitt er eins og fordyri helvítis!!
Ég og Erna höfum ákveðið að bíða með að spila Chest-nuts (sem er jólalag jólalaganna (og ég veit ég er að skirfa bringu-hnetur)) þangað til 22. desember því þann heilaga dag klárar hún prófið sitt eftir mikla og þunga keyrslu. Kærkomin hvíld fylgir þvílíkum degi og munum við halda upp á hann með jólabíltúr, bringu-hnetum og jólanammi! Ohh, ég get ekki beðið.

Myndina hér fyrir neðan sendi Erna mér um daginn. Þykir mér hún lýsandi fyrir ástand margra nema á þessum tímapunkti hvort sem það eru tölvunar, viðskipta, lögfræði, lækna eða verkfræðinemar! Þyrfti kannski að hafa eina tölvu þarna fyrir okkur tölvunördana.. en það kemur varla að sök. Þessi mynd segir allt sem segja þarf....



Flott þetta.. Posted by Hello

(28) comments

Tuesday, November 02, 2004

Sorglegasti dagur... 

Í dag þurftum við að svæfa kisann okkar, hann Potta. Það er alveg ótrúlegt hversu vænt manni þykir um dýrin sín og hversu sárt það er að þurfa að kveðja. Ég er alveg ótrúlega leið yfir þessu, mér þykir þetta svo hræðilega ósanngjarnt og ömurlegt og veit hreinlega ekkert hvernig ég á að haga mér. Enda á ég voðalega erfitt með að lýsa því í orðum hvernig mér líður núna.

Okkur var tilkynnt það í síðustu viku að hann væri með beinkrabbamein. Við svoleiðis sjúkdóm kemur í raun ekkert annað til greina en að leifa dýrinu að fara, sem okkur var bent á og okkur fannst eðlilegast að gera. Þegar svona kemur upp á er alveg ótrúlegt hversu sjálfselskur maður getur orðið. Í raun eðlilegur hlutur því það er erfitt að sætta sig við hið óumflýjanlega og sleppa takinu af því sem manni þykir vænt um.. alveg ofboðslega erfitt. Ég bjóst í raun ekki við því að þetta yrði svona sorglegt og mikill söknuður því ég vissi að hann var veikur og leið hálf einkennilega. Það er líka svo erfitt að hugsa til þess að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað væri að fara að gerast. Ég veit að maður á ekki að hugsa svoleiðis því hvernig í ósköpunum ætti hann að vita það. Það er bara svo átakanlegt, eins og í morgun þegar við fórum með hann þurftum við að kalla á hann inn, þar sem hann var að spóka sig úti í morgninum og hann kemur hlaupandi til okkar (eins og hann gerði alltaf) mjálmandi til að láta vita af sér. Dýrin þín reiða sig svo mikið á þig.. og svo gerir maður eitthvað svona. Fórum með hann í bíl, sem hann er skíthræddur við, og á dýraspítalann og hann skilur ekkert af hverju við erum að þessu.
Þetta er líka svo sárt því ég veit að hann kemur aldrei aftur og það auðvitað stingur mann í hjartað, þessi saknaðartilfinning.. og biturleikinn.

En nú er Potti minn farinn á betri stað og sem betur fer er þetta yfirstaðið. Dýralæknirinni sá meira að segja á honum hvað hann var orðinn lúinn og þreyttur. Ég er því voðalega fegin að við fórum með hann í skoðun og komumst að þessu áður en hann var farinn að finna til. Við fundum fínan stað úti í garði handa honum hjá blómunum sem hann eyddi öllum sumrum í að borða þangað til ekkert var eftir af þeim, svo hann ætti að vera glaður núna.
Potti var æðislegasti kisi sem ég veit um og mér þótti alveg ótrúlega mikið vænt um hann. Það er ekki til neinn eins og hann. Hálfgerður hunda-kisi, stór, loðinn, feitur og latur og alveg sama hvað við hann var gert. Ég ætla ekki að fara að telja upp hans helstu kosti því þá fer ég að gráta meira.. ég veit hverjir þeir eru og þeir sem þekktu hann vita það líka og ég held að það sé best svoleiðis. Þetta er voða drama hjá mér, en ég bara varð að koma þessu frá mér.

Potti feiti hefði orðið 2 ára núna 5. desember næstkomandi. Hann átti um það bil 25 systkini, 4 jafngömul honum og svo 4 frændsystkini... verða mikil ættamót þegar þau hittast öll aftur :)





Pottinn minn! Posted by Hello

(17) comments

[Top]