<$BlogRSDURL$>

Saturday, April 29, 2006

Hún á afmæli í daaaag... 


Í dag á rassgatið mitt hún Erna afmæli. Gamla geitin! Við erum orðnar hálf 44!
Til lukku með daginn Lois mín! :D

Það er ótrúlegt hvað ég er oðin háð Páskaöli og ís með lúxusdífu! Ég er líka með rispur á bringunni sem komu allt í einu áðan.. verí spúkí. Það er einhver skrattakollur í mér!

Afmæli í dag.. afmæli í dag... afmæli afmææliiii.... afmæli í daaaaaaaag!

(8) comments

Monday, April 24, 2006

Statustékk 

-Það er svo stutt í sumarið að ég finn lyktina af því... og sumralykt er góð lykt!
-Ég er líka búin í prófunum og er að byrja í verkefninu mínu.
-Svo er ég líka búin að komast að því, þó það sé ótrúlega bannað á þessum árstíma.. að Páskaöl og appelsín (aka Jólamalt og appelsín - > Malt/appelsín) er í uppáhaldi hjá mér ákkúrat núna! Þó það sé bara á jólunum og hálf dónalegt að drekka það á þessum tímapunkti... en samt ekki því það hættir ekkert að snjóa!! Svo ég er svosum alveg í rétti!
-Svo eru komnar 6 villiplöntur.... MAHAHAHA! >:D
-Síðan var ég að búa til myndablogg. Þar sem ég get dælt inn allskonar myndum úr símanum mínum! Ég sé frammá að það eigi eftir að vera notað mikið þar sem ég er ekki bloggfrömuður þessa lands!

Æhhj hvað það verður samt gott að fá sumarið og komast í nýju vinnuna mína! Fiðrildi, sólskin og kettlingar!

(7) comments

Tuesday, April 18, 2006

Læruskammtar 

Yöhöss.. ég er búin að gera læruskammtinn minn í dag! Ég gæti alveg unnið á læruskammt morgundagsins.. bara fyrir sjálfa mig, svo ég þurfi ekki að gera jafn mikið á morgun. Svo prógrammið sem ég er búin að búa til handa sjálfri mér verði ekki jafn stíft. Svo ég get nú létt undir og lært meira og upprifjað meira á morgun og hinn! Svo ég geti verið ógeðslega dugleg og skipulögð og fengið ótrúlega hátt á prófinu sem ég er að fara í á föstudaginn!

En þar sem ég er haldin sjálfspíningarhvöt, masokisti í eðli mínu og skapa sjálfri mér iðulega hálfgert læruvíti þegar ég hef nægan tíma til lærdóms.. ætla ég að gera eitthvað sem er miklu skemmtilegra!

Ég ætla að fara í sund!! >:D

(11) comments

Friday, April 07, 2006

Hugsanalestur 

Á netinu fann ég vél/forrit sem átti að geta lesið hugsanir. Ég hugsaði mér fíl.. stórir, krumpaðir, gráir með rana!
Ég er ekki viss um að þessi fína vél hafi verið að virka rétt.. eða hvað?



(16) comments

Monday, April 03, 2006

Staðreyndir 

* Það er alveg sama hvort það sé frí, skóli, vinna eða eitthvað annað. Það er alltaf, ég endurtek, alltaf gott þegar það er kominn föstudagur!

* Ef þú ert með lúku fulla af klinki og þér verður á að missa eitt klinkið (eitt klink = einn peningur) þá er það ávallt gullpeningur af einhverju tagi.

* Það skiptir engu máli hversu lítið þú reynir að fá þér af Royal súkkulaðibúðing, það mun alltaf vera of mikið. Það mun alltaf og ævinlega vera eitthvað eftir í skálinni þegar þú hefur gefist upp á átinu.

* Sú innsláttarvilla, að segjast vera "...8000 klónum fátækari!" en meina 8000 krónum, er ógeðslega fyndin og það er ekki hægt annað en að hlæja að henni.. amk flissa!

* Samtals hef ég átt 34 ketti. Þar af skírðum við 22:
Skrúbbur, Cleo, Búbba, Tóta, Potti, Mía, Mjallhvít, TwoFace, Dorrit, Skytturnar 3, Griffill, Lilli Au, Malur, Skræfa, Dúi, Keli, Tumi, Fjósa, Mosi og svo Mongi.

* Rafting er æðislegt.

* Kommentakerfið hennar Ernu hataði mig.

* Ef veðrið er gott, eru nokkuð miklar líkur á því að þú þurfir að sitja inni í próflestri.

* Það er gott veður úti!

* Já... prófin eru byrjuð og sit inni í próflestri!

(16) comments

[Top]