<$BlogRSDURL$>

Monday, April 03, 2006

Staðreyndir 

* Það er alveg sama hvort það sé frí, skóli, vinna eða eitthvað annað. Það er alltaf, ég endurtek, alltaf gott þegar það er kominn föstudagur!

* Ef þú ert með lúku fulla af klinki og þér verður á að missa eitt klinkið (eitt klink = einn peningur) þá er það ávallt gullpeningur af einhverju tagi.

* Það skiptir engu máli hversu lítið þú reynir að fá þér af Royal súkkulaðibúðing, það mun alltaf vera of mikið. Það mun alltaf og ævinlega vera eitthvað eftir í skálinni þegar þú hefur gefist upp á átinu.

* Sú innsláttarvilla, að segjast vera "...8000 klónum fátækari!" en meina 8000 krónum, er ógeðslega fyndin og það er ekki hægt annað en að hlæja að henni.. amk flissa!

* Samtals hef ég átt 34 ketti. Þar af skírðum við 22:
Skrúbbur, Cleo, Búbba, Tóta, Potti, Mía, Mjallhvít, TwoFace, Dorrit, Skytturnar 3, Griffill, Lilli Au, Malur, Skræfa, Dúi, Keli, Tumi, Fjósa, Mosi og svo Mongi.

* Rafting er æðislegt.

* Kommentakerfið hennar Ernu hataði mig.

* Ef veðrið er gott, eru nokkuð miklar líkur á því að þú þurfir að sitja inni í próflestri.

* Það er gott veður úti!

* Já... prófin eru byrjuð og sit inni í próflestri!

Comments:
Ég er með nokkrar:

1. Ef þú ert svangur og færð þér epli.. þá verðuru ennþá svengri

2. Ef þú missir kæfubrauð þá lendir það alltaf á kæfuhliðinni

3. Bíópopp er betra en annað popp

4. Maður hefur alltaf áhyggjur af einhverju sama hversu asnalegt það er.

5. Það virkar ekki að fara í átak. Ég held því fram að það virki frekar fitandi en grennandi.

6. Ef maður rakar sig á löppunum þá eru strax komnir broddar daginn eftir.

7. Ég lofa sjálfri mér að vera ógeðslega dugleg næstu önn - fyrir hver eiiiiinustu próf!

:)
 
Kæfuhliðin og poppið eru góðir punktar... góðir punktar!
 
1. Ef Elín er að lesa fyrir próf, kemur blogg
2. Ef ég er að lesa fyrir próf les ég annara manna blogg
3. Ef þú ert svangur og færð þér 2 epli, verðuru saddur/södd
4. Sýndarrássir með sýndarrásarauðkennum eru ekki notaðar á internetinu.
5. Sama hversu snemma ég byrja á einhverju verkefni, ég skila þeim alltaf á síðasta snúning
6. Léttara er að sóla sig en skó.
7. Hagstæðara er að borga með glöðu geði en peningum.
8. Ég ætti að vera að læra fyrir próf
 
En eitt er alevg víst.
Mamma han bjögga er alltaf góð í rúminu;)
 
hahaha.. þetta er alltsaman gott og gilt! Og maður finnur sér alltaf eitthvað annað að gera en lesa þegar prófin byrja.. bloggið er góð lausn á því vanamáli!

Ætla að geta mér til um hver skógardýrið Húgó er.. Annaðhvort Hannes, Arni eða Svanur. Ef ekki þeir, þá bara Bjöggi sjálfur!
 
Ég er með nokkrar athugasemdir við þetta hjá þér.

Ég lendi oftast í því að það sé króna eða 5kr peningur sem dettur þar sem þeir eru svo litlir.

Ég get borðað Royal búðing sem er búinn til úr 2 pökkum af búðingsefni og 1 ltr af mjólk og það sem er eftir er bara svona sleikjudót.

Næsti föstudagur er svikaföstudagur því það er próf á laugardagsmorguninn svo sú regla stenst ekki í þetta skipti :(

Það er ALLTAF best að sofa út, nema þegar einhver sem maður þekkir þarf að vakna snemma, þá er það bestast því maður veit að maður getur sofið lengur en viðkomandi

Þegar það eru próf þá gerir maður hluti sem maður reynir að fresta aðra daga, svo sem þrífa íbúðina, passa að allur þvottur sé þrifinn o.s.frv.

Ef maður er niðurlútur er alltaf gott ráð að fá sér súkkulaði, súkkulaði framkallar nefnilega sömu borðefni í heilanum og fara af stað þegar maður er ástfanginn (endorfín)

Samkvæmt síðasta lið er leiðin að hamingjunni að borða súkkulaði á hverjum degi

Ég held það sé kominn tími á gott djamm þegar prófin eru búin
 
1. Ef ég held að eitthvað komi á prófi þá kemur það ekki.
2. Ef ég vona að eitthvað komi ekki á prófi þá kemur það pottþétt.
3. Ef mér gengur vel í prófi þá fæ ég alltaf u.þ.b. 1 lægra í einkunn en ég bjóst við.
Yep, you guessed it. Próf eftir 9 klukkutíma og 21 mínútu.
 
Já Skúli.. ég á við sama prófavandamál að stríða! Þó sérstaklega það að ef mér gengur vel.. fæ ég mun minna í einkunn en ég á skilið! (nú eða ekki skilið... arrrr)
 
Eina undantekningin frá þeirri reglu er H&H prófið þar sem ég bjóst við að fá 5,5 en fékk bara 4 og þar með þurfti að taka sumarpróf. *Hrollur*
 
Ef maður er niðurlútur er alltaf gott ráð að fá sér súkkulaði, súkkulaði framkallar nefnilega sömu borðefni í heilanum og fara af stað þegar maður er ástfanginn (endorfín)


.. jájá BORÐEFNI, heilinn í mér framleiðir það? :0


þú ert sérvitur Elín. og ég er farin að grenja yfir hárinu mínu, bæ ;)
 
Egilsdóttir þú ert furðulegt fyrirbæri og heilinn í mér framleiðir bara borðefni... and I´m proud of it!

(svo fólk viti þá er Svava hér að ofan litla gelgjusystir mín og hún kom úr klippingu í fyrradag með tárin lekandi niður kinnarnar yfir nýju klippingunni)
 
Haha! Fáðu þér súkkulaði.
 
Boðefni - borðefni, hvað er eitt `r´ milli vina ;o)
 
I´m da motha...
Hver sem Húgó er,þá held ég af mínu móðurlega hyggjuviti, að viðkomandi dýr hafi annaðhvort verið drukkið eða sérlega syfjað, þegar það póstaði kommentið sitt,ALEVG þottpétt!Hvurslags komment eru þetta um hvílubrögð mæðra...fussumzvei.Ég mæli með því að skógardýr haldi sig við síns eigin sort,takk fyrir.Þetta með súkkulaðið,borðefnin(HAHAHH)og ástina...OG HLUSTIÐI NÚNA---þegar fólk er komið á minn aldur,þá er það klárt mál, að engin borðefni myndast,heldur einungis mjaðmaspik og tannvandamál,merci beaucoup!
 
HAHAHAHAHA!
 
Ég er komin með mínar hugmyndir um hver skógardýrið Húgó gæti verið... Byrjar á H og endar á s. Vildi ólmur fá anga af villiplöntunum og er með mér í nýrri tækni!
En það er rétt, ættir að halda þig við þína.. you animal you!
 
Post a Comment

[Top]