<$BlogRSDURL$>

Monday, July 18, 2005

Blindflug.... 

Já, ég og Egill gáfum Ernu listflugstíma í afmælisgjöf. Það vakti mikla lukku mér til ánægju. Þetta listflugsferli er búið að taka langan tíma að plana þar sem ekki er alltaf veður til slíkra æfinga. Ég var búin að ákveða að fara núna í júlí og panta tíma en var farin að halda að sólin ætlaði aldrei að láta sjá sig aftur. Bragi Flug góðvinur minn hjá Flugskólanum hefur staðið sig eins og hetja að þola amk 3 símhringingar frá mér á dag til að athuga með veður og vinda, flugfæri og lausar vélar.
Svo í dag (áðan) sótti ég Ernu og henti peysu yfir hausinn á henni, keyrði með hana í allskonar hringi til að rugla áttavitann sem hún geymir í hausnum á sér.. heppnaðist ágætlega því hún hélt að við værum í kringum skip þegar á leiðarenda kom.
Þessi fína ferð endaði svo á bragðaref og miklu handapati frá Ernu og útskýringum um fljótandi skip, Sessnur, timm og stall.... ahhh, ég hef ekki hugmynd um hvað það er en það hljómaði amk skemmtilega að sögn Ernu OG hún fékk að gera þetta alltsaman sjálf!
Hún hefur líka fundið upp "flugtegund", Blindflug. Ss, þegar flugvélin fer í hringi og er að djöflast eitthvað, lokarðu augunum, setur hökuna í bringuna og krumpar þig saman.....
Til hamingju með afmælið Erna.... 29. aprííl og takk Bragi flug fyrir mikla þolinmæði!!!

ps: Ég og Erna fórum líka í kúluna í tívolíinu.... very much the funness!!

(3) comments

Friday, July 08, 2005

Hugsa út fyrir kassann... 

Þegar ég var í 4 bekk í MR hringdi mamma í mig kl 10:30 og spurði hvort ég hefði tekið sjónvarpið með mér í skólann. Ég svaraði því að sjálfsögðu neitandi.. þar sem ég fer mjög sjaldan með sjónvarpið mitt í skólann. Ég sagði henni að hringja í afa og spyrja hann hvort hann hefði fengið það lánað. Nokkrum mínútum síðar hringdi hún aftur og sagði mér að afi hefði ekkert komið nálægt þessu og ekki pabbi heldur. Okkur fannst ferleg frekja að einhver hefði tekið sjónvarpið okkar án þess að segja okkur frá því en vissum samt að það kæmi í leitirnar seinna.
Þegar ég kom heim var sjónvarpið ekki komið svo ég hringdi í Dossu og spurði hana hvort hún vissi hver hefði fengið sjónvarpið lánað.. hún hafði ekki hugmynd um það og neitaði sjálf að hafa tekið það. Það var hringt í ömmu og Svövu frænku og Lögga og enginn vissi neitt um sjónvarpið.
Klukkan var að verða 5 og mamma komin heim. (en ekkert sjónvarp) Enginn enn búinn að hringja og segja okkur að viðkomandi hefði fengið það lánað...
Nokkru síðar tók mamma eftir því að síminn hennar (gsm) var líka hálf horfinn og þegar hún fór inn í herbergi var búið að róta upp öllum skartgripunum hennar.. það var á þeim tímapunkti sem við áttuðum okkur á því að við hefðum verið rænd!!
Ahh það er svo æðislegt hvað maður getur verið sjálfhverfur og vitlaus. Þjófurinn náðist því hann ákvað að nota símann sem hann rændi, 2 dögum eftir þetta frábæra rán. Við fengum allt til baka aftur, alla skartgripi og svona skemmtilegheit.... allt nema sjónvarpið!
Vona því að það sé einhver hamingjusamur sem nýtur þessa stolna sjónvarps..
.. lesson of the day: Muna að ef að stórir hlutir hverfa úr húsinu þínu þá er ekki víst að fjölskyldan þín hafi fengið þá lánaða!
:)

(9) comments

[Top]