<$BlogRSDURL$>

Saturday, October 30, 2004

PHEW!! 

Ég sá svolítið dularfullt í sjónvarpinu í gær. Það var verið að auglýsa klósettstein, svona til að hengja á hliðina á klósettinu svo klósettinð verði algerlega tandurhreint og fínt. (*hóst*)Anywho..
Í byrjun auglýsingarinnar gengur kona inn á baðherbergið sitt. Þar tekur á móti henni klósett sem talar. (mjög fríkí) og segir eitthvað álíka : "uhh, viltu gera svo vel að fara út, ég er skítugur og það er vond lykt af mér, ég þoli þetta ekki lengur.. gersamlega ÞOLI ÞETTA EKKI!! " Konan bakkar út af klósettinu mjög undrandi.. svo auðvitað finnur hún þennan æðislega stein og þá er allt svo miklu betra og frábærara. Hún er á leiðinni á klósettið og það fagnar henni og segir svolítið, sem ég man ekki alveg en er á þessa leið: "óh, hæ. Velkomin, ég er svo hreinn og eitthvað ! " Í fyrstu er konan hissa, eins og í fyrra skiptið, en setur upp svona *hamana* svip og gengur inn á baðherbergið. Ekki fylgdi auglýsingunni hvað hún var að fara að gera... en PHEEEHHEEW!!!
Ég myndi pottþétt ekki vilja eiga heima í húsi þar sem væri talandi klósett! Hugsið ykkur ef það færi nú í fýlu og væri að blaðra í gesti og gangandi? Talandi klósett...... ég hef aldrei séð jafn creepy auglýsingu og vonast til þess að sjá hana aldrei aftur...
((((((((hrollur))))))))




phew! Posted by Hello

(17) comments

Thursday, October 28, 2004

Hvað er að ske 

Ég komst að því um daginn að mannskepnan var byggð til að kvarta. Það er aldrei neitt nógu gott, nema súkkulaði að sjálfsögðu, og nágranninn á alltaf e-d æðislegra og betra.
Þetta er óþolandi eiginleiki, ef eiginleika skyldi kalla.. og það sem verst er, þá gæti ég vel verið forsprakki kvörtunarfélagsins á Íslandi. Dæmigert er fyrir kvartara að kenna öðrum um það sem illa fer og smokra sér undar hverskonar áskorunum.
Sumir segja að maður sé einn ábyrgur fyrir hamingju sinni.. en ég segi... jú ókei það er nokkuð til í því .. en ég held mig samt við nöldur og kvart, þar sem neðangreind málsgrein er einstaklega vel orðuð og skemmtileg! :)

"Dear god.. if you cant make me thin, please make my friends fat !!! "


... amen! Posted by Hello



(14) comments

Monday, October 25, 2004

Næstum eins og nýtt . .  

Jæja . . var voða klár og fékk mér nýjan bakgrunn. Setti inn nokkra linka á aðrar bloggsíður, furðulega hluti og drög að myndaalbúmi. Hinsvegar, þar sem nýji bloggtitillinn minn er svo lýsandi, get ég ekki í augnablikinu sett inn commenta dót. Tölvulærlingurinn sjálfur! Svo þið verðið bara að gera grín að stafsetningarvillunum mínum í huganum sem stendur!
Frábærlega innanpíkubleika síðan mín er þó ekki öll, þar sem ég hélt örlitlum bút af henni í þessu líka fína bleika blómi í hægra horninu.

Af hverju er síðan svört, hugsið þið kannski. Jú, af því að ég stal henni af netinu frá e-r sem var búinn að leggja geðveika vinnu í hana . . . eða ekki, því það vantaði kommenta dót!



(16) comments

Friday, October 22, 2004

Googlaðu það ... 


The one.. the only.. Elín Helga aka Spanky!

Um daginn sagði Jakob, sérlegur skólabróðir og viskubrunnur mikill, mér frá svolítið merkilegu. Ef þú ert í vafa um eitthvert atriði Googlaðu það.. og treystu mér, þú finnur það sem þú ert að leita að í 90% tilfella! Hann var líka eitthvað að kvarta yfir því að ég væri ekki með neinar myndir, bara einhverjar myndir ... bætti úr því! Svo, í minni víðförlu leit á netinu að öllu milli himins og jarðar, ákvað ég að Googla sjálfa mig! What a surprise. Fyrst skrifaði ég nafnið mitt í gluggann og fékk þar upp áfanga í FG sem ég fékk metna og þá áfanga sem ég fékk ókeypisis, skemmtilegt það . . svo reyndar kom nafnið mitt upp í minningarlista Einars Arnar Birgissonar!! :|
Þar sem ekkert merkilegt poppaði upp við þá leit ákvað ég að reyna á myndahlekkinn og sjá hvort ég fyndi einhverjar subbulegar djammmyndir, en allt kom fyrir ekki! Þó ekki hafi verið mikið um myndir af sjálfri mér fann ég fullt af myndum af módelum í öllum stærðarflokkum, kisum, hundum, fjölskyldumyndir... af þreyttum húsmæðrum, litlum stubbum og svo þessar frábæru myndir sem þið sjáið hér að neðan. Ég veit að ég er mikill tölvusnillingur og er með 1 mynd í einu og svona . . . jújú, ég er frábær! En þið verðið bara að horfa fram hjá því og einbeita ykkur að því sem skyptir mestu máli. Allar þessar myndir tengjast nafninu mínu á einvhern hátt. Lamadýrið heitir td. Ella, hundurinn líka. Teikningin var skýrð Elín_the_candylady eða eitthvað álíka og svo þessi líka meistaralegi tómatur!!
Þarna sjáið þið hvað innviði internetsins geta verið stórmerkileg og meiriháttar æðisleg! *hóst* verð nú samt að viðurkenna... þetta lamadýr gæti vel verið fjölskyldumeðlimur!!Posted by Hello

(12) comments

Svo fín litamynd .. Posted by Hello

(0) comments

Mjög æðislegur tómatur Posted by Hello

(0) comments

MIB hundurinn ... eða svo gott sem! Posted by Hello

(3) comments

Lamaface ... Posted by Hello

(0) comments

Wednesday, October 20, 2004

Tíminn . . . 

Eins og alla aðra daga ákvað ég snemma í morgun að læra að eilífu til klukkan 9 til að geta skemmt mér og hlegið illyrmislega yfir væluskjóðunum í Americas Next top model. En auðvitað lét seinkunarpúkinn, sem situr btw á hægri öxlinni á mér, til skarar skríða og svæfði mig frá 2 - 6! Sem er nýtt heimsmet í letipúkaskap . . . eða svona næstum því!
Þegar ég vaknaði og fór að hugsa allt of mikið um hvað klukkan væri datt mér í hug tímann okkar Ernu. ÓJÁ ég sagði "tímann" okkar Ernu. Alveg frá því í Garðaskóla, nánast undantekningarlaust í hvert einasta skipti, þegar við lítum á klukkuna hefur hún verið 22:22. Frá því við lágum í hengirúminu heima hjá henni (spólur, Lion King í heimabíó og ryk-popp) til dagsins í dag og þá sérstakelga þegar maður á síst von á ... 22:22!!!
Fyrst um sinn var þetta svolítið 'spooky' en núna er þetta bara heimilislegt og kósí, hvernig sem á það er litið.
Allir þeir sem lesa þetta blogg og skilja hvert ég er að fara . . . endilega segja frá ykkar tíma! Ef ekki eruð þið enn týnd í mikilfengleika alheimsins þar sem það telst nauðsynlegt að finna sér sinn tíma. Eins og sinn innri mann, nema hvað tíminn er miklu skemmtilegri því hann getur bæði verið venjulegur .. og afstæður!

Vá, tveir bloggdagar í röð. Uff, kannski ég verði super-bloggari af guðs náð!

(13) comments

Tuesday, October 19, 2004

Hverjum hefði dottið það í hug . . . . 

Ég veit það ekki alveg ennþá! Og ég veit ekki alveg hvort ég vilji vita það. Ef ég á að fara að blogga verður það líklega fyrst á tveggja vikna fresti, þar næst annan hvern mánuð. Svo blogga ég kannski þegar ég man eftir því að blogga og loks gleymi ég lykilorðinu mínu!! Á eftir því man ég ekki eftir slóðinni á bloggið mitt þangað til það hverfur, gufar upp eða ... ef ég verð voðalega óheppin ... ég týni tölvunni minni. Þar sem ekki eru til fleiri tölvur í heiminum og ég er alveg örugglega ekki í skóla sem er uppfullur af allskyns tölvum og tölvufólki ... hætti ég að blogga!
En þar sem ég er nú byrjuð á þessu lofa ég að reyna að nota ekki alltof marga punkta og broskalla. Ég skal reyna að tala ekki um litinn á tannburstanum mínum (vitna hér í raftingfélagið Ernu, góður punktur samt sem áður) og reyna að skrifa um e-d uppbyggilega og vitsmunalegt. *hóst*

Hvað eru mörg blogg í því . . . .


(10) comments

[Top]