<$BlogRSDURL$>

Friday, October 22, 2004

Googlaðu það ... 


The one.. the only.. Elín Helga aka Spanky!

Um daginn sagði Jakob, sérlegur skólabróðir og viskubrunnur mikill, mér frá svolítið merkilegu. Ef þú ert í vafa um eitthvert atriði Googlaðu það.. og treystu mér, þú finnur það sem þú ert að leita að í 90% tilfella! Hann var líka eitthvað að kvarta yfir því að ég væri ekki með neinar myndir, bara einhverjar myndir ... bætti úr því! Svo, í minni víðförlu leit á netinu að öllu milli himins og jarðar, ákvað ég að Googla sjálfa mig! What a surprise. Fyrst skrifaði ég nafnið mitt í gluggann og fékk þar upp áfanga í FG sem ég fékk metna og þá áfanga sem ég fékk ókeypisis, skemmtilegt það . . svo reyndar kom nafnið mitt upp í minningarlista Einars Arnar Birgissonar!! :|
Þar sem ekkert merkilegt poppaði upp við þá leit ákvað ég að reyna á myndahlekkinn og sjá hvort ég fyndi einhverjar subbulegar djammmyndir, en allt kom fyrir ekki! Þó ekki hafi verið mikið um myndir af sjálfri mér fann ég fullt af myndum af módelum í öllum stærðarflokkum, kisum, hundum, fjölskyldumyndir... af þreyttum húsmæðrum, litlum stubbum og svo þessar frábæru myndir sem þið sjáið hér að neðan. Ég veit að ég er mikill tölvusnillingur og er með 1 mynd í einu og svona . . . jújú, ég er frábær! En þið verðið bara að horfa fram hjá því og einbeita ykkur að því sem skyptir mestu máli. Allar þessar myndir tengjast nafninu mínu á einvhern hátt. Lamadýrið heitir td. Ella, hundurinn líka. Teikningin var skýrð Elín_the_candylady eða eitthvað álíka og svo þessi líka meistaralegi tómatur!!
Þarna sjáið þið hvað innviði internetsins geta verið stórmerkileg og meiriháttar æðisleg! *hóst* verð nú samt að viðurkenna... þetta lamadýr gæti vel verið fjölskyldumeðlimur!!Posted by Hello

Comments:
Og bannað að setja út á stafsetningarvillur . . ég er y blind svona seint á kvöldin! ;D
 
Skiptir er með einföldu i-i, en ekki með y-i. Múhahahaha!
-Skúli
 
þegar ég googla mig þá fæ ég bara milljón linka með frænku minni sem hefur greinilega ákveðið að taka upp mitt nafn nema ég sé auðvitað fær jass-söngvari í svefni..
Síðast þegar ég vissi hét hún Kirstín Erna Blöndal en hún hefur greinilega fordóma gagnvart færeyingum og kallar sig nú bara Blöndal... Erna Blöndal..

that B****
 
For shaaaaame!!!
Ef ég gæti sett y allstaðar ... myndi ég örugglega gera það!

prufa: Þetta er yndyslegur heymur. Hann er fullur af sælgæty og NonnaByta!

.. en það er mukke ljótt að horfa á þetta. *eeekk*
 
Já, stórmerkilegt að googla sig.
Og já . . hel***** beyglan þar ;)
 
Googla sig? Það hljómar klámfengið: Að googla sig er góð skemmtun. Foreldrar og forráðamenn vinsamlegast virðið aldurstakmarkið.
 
HAHAH . . Googla sig er góð skemmtun. Ég heyri alveg í karlinum segja þetta . . .
 
Maður getur allavega bætt því við í FM-hnakkaorðaforðann, ásamt "nett sléttur og glenntur á kantinum" og "þetta platar sko klárlega hamsturinn!"
 
True .. true! Þetta er nú svolítið góð hugmynd.

persóna 1: ÆI góða . . farðu og googlaðu þig!
persóna 2: *innsog* og hneikslun!
 
Nákvæmlega. Ég er náttla gegt heitur á húddinu fyrir að fatta uppá þessu, ma'r! (Vinsamlegast skjótið mig áður en ég held áfram að tala í þessum máta.)
-Skúli
 
... skjót!

ahahahahah
 
Hehe. Minnir mig á atriðið úr Austin Powers 1: "I'm badly burnt but am still alive." *BANG!* "You shot me! You shot me in the arm!" *BANG! og löng þögn.*
-Skúli
 
Post a Comment

[Top]