<$BlogRSDURL$>

Saturday, April 16, 2005

Í minningu Perlu... 

Í minningu Perlunnar..
Perla var alltaf ung í anda og gerði marga hluti um ævina. Ég man fyrst eftir henni áður en ég flutti í Ásbúðina. Þá átti ég heima í Hrísmóum og við vorum að fara að flytja. Ég var að labba heim til ömmu ( sem átti þá heima á Móaflöt) og sá þar hund koma hlaupandi að mér og hann elti mig heim til ömmu. Við héldum að hann væri týndur svo við skutluðum honum heim, í Ásbúð 87. (þetta var ss Perla ) og þetta kom allt fyrir áður en ég kynntist Ernu. Nokkuð magnað..

Kom oft og mörgumsinnum í heimsókn til okkar hér í Ásbúð 85 til að kæla sig á flísunum þegar það var gott veður. Kom einnig í nokkrar kurteisisheimsóknir eftir að Erna flutti í Rjúpnahæðina...
.. kúkaði á umferðareyju (þar sem var mikil umferð og fullt af fólki ;)
.. horfði stíft á kött hjá læknum

Mun alltaf minnast hennar sem yndi og góðs félaga. Perla var einstök!

Samúðarkveðjur til Ernunnar minnar og fjölskyldu.

(2) comments

Saturday, April 09, 2005

Hef lært mig til enda... 

Það er búið að vera svo brjálað að gera í skólanum undanfarnar vikur að ég hef ekki haft tíma né nenn til að skrifa hér inn.. ég náði þó að búa til myndasíðu. Sem er kannski ekki merkileg.. en myndasíða engu að síður.
Svo er ég líka búin að bæta Degi mínum kæra hérna inn sem bloggvin.. myndabloggvin. Held að mannanafnanefnd ætti að taka Myndabloggvin til greina.. hljómar mannanafnalega! Hún gerir þá ekkert annað en að banna það... eins og Aðalbjörgvin!

Jæja.. ég hef svo lítið áhugavert að segja að ég er að pæla í að hætta þessu og fara að sofa. Ég var hinsvegar að borða eplaköku og þær eru svo góðar.. ohhh!! Sérstaklega með ís..

Nóg af því! Var samt að velta því fyrir mér hvort það sé hægt að læra á sig gat. Og ef svo er.. hvernig í ósköpunum maður fer að því. Ætli það sé ekki hægt að fara í sjúkrapróf út af slíku:

Heyrðu fyrirgefðu.. ég er hérna með gat sem ég virðist hafa lært á mig.. þetta er svolítið sárt! Má ég ekki taka sjúkrapróf??



Lærugöt Posted by Hello

Svo er CatPower lagið mitt.. Good Woman yndislegt!

(9) comments

[Top]