<$BlogRSDURL$>

Thursday, November 09, 2006

Töfralyf 

Stundum er gott að gleypa eins og eina panodil þegar manni líður tuskulega. Bara til að koma einhverju í verk. Eftir því sem lyfið verður sterkara því meira eitur verður það víst og sum lyf eiga það til að skipta einum verk út fyrir annan... eða aðra!

Til að gera ekki upp á milli lyfja, ákvað ég að halda nafni þessa lyfs leyndu. En eitt get ég þó sagt, þetta er bakflæðis, sjúkdómalyf!

Algengar aukaverkanir:
Höfuðverkur, kviðverkir, niðurgangur, vindgangur, ógleði/uppköst, hægðatregða, svimi. (GLÆSILEGT)

Sjaldgæfar aukaverkanir:
Svimi, munnþurrkur, húðbólgur, kláði, ofsakláði, breytt húðskyn, svefnhöfgi, svefnleysi, tímabundið rugl, æsingur, árásarhneigð, þunglyndi og ofskynjanir, brjóstastækkun karlmanna... blóðfrumnafæð... regnbogaroðasótt... breytingar á bragðskyni ofr. (HOW SPLENDID)


Hahhahaa ... getið ímyndað ykkur hvað það væri þá gaman, eftir inntöku óskilgreindrar pillu, að bíða í eftirvæntingu eftir því hvaða aukaverkanir láta ljós sitt skína. Væri meira að segja hægt að gera smá leik úr þessu:

"Ef þú færð man-boobs þá skuldarðu mér bjór!"

(16) comments

[Top]