<$BlogRSDURL$>

Sunday, May 21, 2006

Á hjóli skemmti ég mér trallallala.. la lallalala!! 

Held það sé alveg klárt mál að ungfrú Elín hafi ekki hjólað í mörg mörg... mörg mörg ár.
Í enda veturs ákváðum ég og minn einfaldi hugur að verða ofurElín í sumar og hjóla á hverjum degi í vinnuna. Það eru rúm 7 ár síðan ég hjólaði eitthvað af viti og í minningunni er þetta bara að ýta niður með hægri, svo með vinstri, svo renna.. ýta aftur niður með hægri.. skipta um gír og með þessum hætti kæmist ég hvert á land sem er.
Fyrir 20 mínútum fór ég til ömmu minnar að fá lánað hjólið hennar, þar sem hún notar það ekki mikið, svo ég gæti byrjað þetta svakalega sumar með trompi. Dekkin voru eilítið loftlaus svo ég ákvað að best væri að byrja að hjóla uppá bensínstöð til að pumpa í dekkin... ó hversu lítið ég vissi þá! Fyrstu petölin voru eins og hvarf aftur í tímann, þegar ég var yngri og gat farið hvert sem ég vildi á hjólinu mínu.. uppá fjöll og niður aftur. Þessi voðalega fíni hjóla-æsku-afturhvarfs-glans var fljótur að hverfa þegar ég þurfti að ýta mínum feita rassi upp oggulita brekku! Þegar ég loks komst uppá bensínstöð voru svitaperlurnar farnar að leka niður ennið, ég slefandi, rangeyg og másandi, blótandi sjálfri mér í hljóði að hafa verið að minnast á það við fólk að ég ætlaði einungis að nota hjól í sumar til að komast allra minna ferða!
Þetta var svo miklu auðveldara þegar ég var lítil!! Nema ég sé orðin svona voðaleg hlussa og gamalmenni að geta ekki hjólað smá spotta án þess að fá kökk í hálsinn og titrandi þreytt læri!
Ég lít á þetta sem áskorun... þegar þessu sumri líkur ætla ég aftur að vera komin með æsku-hjóla-fiðringinn í magann og svífa um götur Garðabæjar eins og fiðrildi!!! FIÐRILDI SEGI ÉG!!!

Þó svo ég haldi kannski þessari hjólaiðkun minni áfram núna í sumar held ég að ég haldi mig bara við bifhjól í náinni framtíð. Öll farartæki þar sem ég og mín læri eru ekki mótorinn eru vel þegin.

Svo væri ég líka svo kúl á svona gulu hjóli sem heyrist í .... wwwwwwoooooOOOOOOOOOOOM!!!! Allavega meira kúl en más og fruss!

(16) comments

Saturday, May 13, 2006

Sumarfrí 


Núna er skólinn búinn og hið langþráða sumarfrí gengið í garð! Ahhhh hvað það er gott!
Ég elska elska eeelska sumar og sumarfrí og það sem maður tekur sér fyrir hendur í slíkum fríum! Í sumar ætla ég að gera allt í heiminum... fara í magadans og rafting og til útlanda og í útilegur og í marga góða göngutúra og á hestbak og borða mikið af ís og fara í sumarbústað og sitja úti á svölum í langan tíma á góðum sumarkvöldum og liggja í grasi og fara á trampolínið í Húsafelli og.....!

Í gær var svo ótrúlega skemmtilegt og hressandi skólalokadjamm og í kvöld verður ofur-afmælisveisla hjá Ernu sem inniheldur ógeðslega feitan og yndislegan eftirrétt!
Á morgun ætla ég að slappa almennilega af og gera ekki rass í bala!!!

Æhhhjj hvað lífið er eitthvað gott ákkúrat þessa stundina.. :)

(11) comments

Wednesday, May 03, 2006

Firefly 

Fyrir rúmri viku byrjaði ég að horfa á þætti sem heita Firefly. Þetta eru þættir um kúrekageimfara!! *dúmm dúmm*
Ég veit það hljómar kjánalega og treystið mér, fyrstu tveir þættirnir eru ekkert til að hrópa húrra yfir! Geimfarar í kúrekafötum með ryðgaðar byssur! Og þetta er ekki geimveru geim-þáttur. Svo ef þið ákveðið að horfa líka þá skuluð þið ekki hætta eftir þá tvo. Því ótrúlegt en satt, þá festast þessir þættir á manni eins og exemex. Persónurnar í þeim eru líka ótrúlega fyndnar og asnalegar og segja fyndna og asnalega hluti. Í uppáhaldi hjá mér ákkúrat núna er"Jayne Cobb" sem er dökkhærði kallinn á myndinni, lengst til vinstri. Ótrúlega siðblindur og vitlaus gaur eitthvað. Eins og pirraður orkur allan daginn.. Kemur alltaf með fyndin comment og er bara heimskur almennt! Æji, þið verðið bara að sjá sjálf...

Fóru einungis 9 þættir, minnir mig, í sýningar áður en Fox ákvað að leggja þá niður. Sem er enn verra fyrir repútasjónið.. en þeir eru samt skemmtilegir!!
Í þessum þáttum varð ég einmitt vitni að einu fyndndasta óvelferðar quote-i í heiminum.
Alltaf þegar ég verð reið út í ykkur mun ég óska ykkur þessa:

"...I wish you hundreds of fat children!".

Og hafiði það! Þið yrðuð útötuð í hundruðum feitra barna! Ég sé þetta svo ljóslifandi fyrir mér!

(62) comments

[Top]