<$BlogRSDURL$>

Saturday, March 18, 2006

Alltaf að færa í búið.. 

Jáff, ég lofaði að setja inn mynd af þýfinu þeirra Monga og Mosa og hér kemur hún!
nb: þetta er ekki uppstillt. Það fyrsta sem þeir gerðu þegar þeir sáu dótið var að leggjast á stuttbuxurnar.

Þýfi:

* litlar rauðar stuttbuxur
* lítill hreinn sokkur (með hreinulykt og allt)
* ógeðslegur uppþvottahanski
* ýmisskonar bönd, misvel á sig komin
* tuska með olíulykt
* 5 vettlingar. 1 par af lopavetlingum, sama sort, með 2ja daga millibili. Annar töluvert skítugri en hinn.
* hálsól af, held ég, ketti.
* röndótt strokleður
* íluspíta, blár skítugur leikfangatrommukjuði úr plasti, spöng af gleraugum.
* hvít gerviblóm (svo áttum við eitt gult, þeir fóru með það út)
* litrík mynd, teiknuð af barni býst ég við.
* miði til hjálpar börnum í Pakista.

Svona eru kisurnar mínar nú duglegar að færa okkur hluti. Ég vildi óska að við hefðum ekki hent út haugnum sem var búinn að safnast upp fyrir jól. Við getum kannski gefið rauða krossinum eitthvað af því sem þeir koma með hingað inn!! Eða farið alveg öfugt að þessu og kennt þeim að ræna peningum og verðmætum skartgripum.

(14) comments

Tuesday, March 07, 2006

It's alive... IT'S ALIVE!!! 

Jólagjafirnar í ár voru af ýmsum toga! Þar á meðal fékk ég pakka sem innihélt búnað til að búa til mínar eigin kjötætuplöntur. Ójá.....KJÖTÆTUPLÖNTUR!

Strax eftir jólin sáði ég fínu fræjunum mínum í þar til gerða gróðurmold í afskaplega hátæknivæddu "growing dome-i" sem er átthyrnt og í laginu eins og gimsteinn. Til þess að carnivorurnar mínar yrðu nú ekki leiðar fylgdu með "3 bog buddies", sem eru tvær litlar eðlur og einn ormur, sem liggja á mjög vel völdum stöðum í dome-inu. Til að fullkomna meistaraverkið sáði ég yfir moldina bláum "swamp-rocks" til að gefa þessu náttúrulegan blæ. Svo var bara að bíða og vona í 8 - 10 vikur eftir því að eitthvað sniðugt færi að gerast og viti menn!! My baby!!

SJÁIÐI BARA... my evil plant! Það geislar alveg af henni illska og ógleði.
















Ég verð án efa einn farsælasti kjtötætuplöntuframleiðandi Íslands.. ég gef þessu svona 4 - 6 ár og verð komin með mitt eigið kjötætuplöntu fyrirtæki! Ég mun rækta hræðilegustu og grimmustu kjötætuplöntur sem sögur fara af!

Þetta er bara byrjunin. Þessi hræðilega planta sem er byrjuð að myndast á eftir að stækka og ég verð farin að fóðra hana með nautahakki í sumar, kótilettum og partýpylsum.
Gæti jafnvel hrætt mormóna og póstkarla í burtu með þeim!

Be afraid... be very afraid!!

(16) comments

[Top]