<$BlogRSDURL$>

Wednesday, October 10, 2007

Hardkor staðreyndir 

Hafið þið tekið eftir því að í hvert skipti sem maður fær sér kínamat.. og það vill svo til að tilvonandi kínamatur sé kjúklingaréttur, þá er alltaf eins og kínamats-búa-tilararnir hafi notað rassinn á kjúklingnum, skinnið milli tánna nú eða endann á stélinu (sem btw. er ekki mikið kjöt á). Nú er ég ekki að gera lítið úr kínamats-kjúklingaréttum, og nei, ég er ekki vön að stúdera kjúklingarassa, en kjötið er í öllum tilfellum krumpað og í hverjum einasta rétti leynist eitthvað gúmmíkennt!

Svo komst ég líka að nokkuð mögnuðu í sumar. Sveppir, venjulegir útisveppir, hvernig sem er í laginu... ef það er sveppur einhvernstaðar í augsýn þá þarf sá hinn sami og sá sveppinn að eyðileggja hann með eins ofsafengnum hætti og dramatík og hugsast getur. Ég hef meira að segja staðið sjálfa mig að þessu, að geta ekki ráðið við mig, hlaupa í átt að sveppahrúgu og sparka sveppunum eins langt og fast og ég get.
Ég held að sveppir séu í útrýmingarhættu! Það skipti ekki máli hvert ég fór í sumar, það voru sveppahræ á öðruhverju götuhorni. Stundum voru meira að segja sveppahræ á stöðum sem einungis liprustu og klókustu sveinar og yndismenni, sem tala í gátum og leysa vandamál heimsins á hverjum degi, kæmust að. Mikill metnaður lagður í sveppatremma!
Svo er ekki nóg að trampa bara á sveppunum, það þarf helst að sprengja þá upp og skilja eftir 3ja metra radíus af sveppaleifum á slysstað.


Ég verð alltaf að hafa allar myndir hægramegin ... ergo, mynd hér til hægri!

Bumbubúinn hennar Þorbjargar var líka að kíkja í heiminn. Til lukku í krukku :)

Fullt að gerast hjá fullt af fólki, og fullu fólki, und októberfest um helgina.
Ég og Erna munum án efa brillera í bjórsölu og hattamálum! Tala nú ekki um yfirskeggin!

(6) comments

[Top]