<$BlogRSDURL$>

Saturday, January 28, 2006

Góðar tilfinningar.. 

-sumar
-fjölskyldan mín
-vinirnir mínir
-froðubað
-bros
-heitt kakó þegar það er snjór
-góður matur
-uppáhalds veitingastaðir
-búa sér til flet
-kertaljós
-þegar verkefni klárast
-uppáhalds tónlistin mín
-kaffihús
-að kúra
-hlæja þangað til það verkjar
-útilegur og skemmtileg djömm
-ferðalög
-gott veður
-ógleymanlegar helgar
-þykja vænt um einhvern
-vera væntumþóttur
-kúlubúinn (illfyglið)
-kisurnar mínar
-þegar flugvélar taka af stað og þegar þær lenda
-gjafir
-wicked Paulsen ;D
-hamasteins, stomp, dishwasha, finmus
-norðurljós
-ná að laga villu í forriti
-bíó nachos
-fallegt útsýni/landslag/myndir....
-að losa bíl þegar hann er fastur í snjó
-teiknimyndir
-góðar myndir (..bífómyndir)
-jólarúntur
-heitur pottur... bláa lónið jafnvel
-tivoli

.
.
.

... ahh, og svo framvegis!

(13) comments

Sunday, January 08, 2006

Skóli á morgun 


Nú er jólafríið góða búið.. og ég voðalega ánægð með árangurinn! Þetta var í alla staði ótrúlega ljúft frí, enda er ég endurnærð og afskaplega vel út sofin! Ójá!
Mikið spilað, rúntað, bíóast, borðað, vídjóast, vinast og kúrt.. afslöppun alveg í hámarki.
Verður án efa mikil tilbreyting að þurfa að fara að hugsa eitthvað aftur og reyna á heilann.. hann sem er búinn að hafa það svo notalegt!

Mér til mikillar ánægju og gleði var ég að spila fyrstu skákina mína í kvöld. Ég tapaði mjög fagmannlega en græddi samt sem áður heitt kakó og góðan félagsskap. Og auðvitað tileinkaði ég mér alla siði mótspilara míns... ég verð ósigrandi héðanaf!

Gleðilegt nýtt ár öllsömul, þó seint sé og gangi ykkur vel að skólast!

(13) comments

[Top]