<$BlogRSDURL$>

Sunday, February 27, 2005

Sumarbústaðurinn minn... 

Þegar ég verð rík og fræg verður þetta sumarbústaðurinn minn og ég mun bjóða ykkur öllum þangað til að grilla humar og truflur!!!

(9) comments

Wednesday, February 23, 2005

Svona er að eiga heima í skýi... 

Þá er þokan að fara. Búin að hangsa hérna hjá okkur í að verða 3 daga. Nokkuð magnað.. eins og það er nú notalegt að hafa þoku þá var þetta nú að verða of mikið af því góða. Ég er voðalega fegin að fá gluggan minn og útsýnið aftur. Sérstaklega þar sem ég er í miðjum miðannarpófum...
Núna veit ég hinsvegar upp á hár hvernig það er að eiga heima í skýi.. eða á hafsbotni.
Það er annars alveg æðislegt veður í dag. Enginn vindur og þónokkuð hlýtt, í furðulegum skilningi. Fór út í morgun og ég fann svona sumarlykt. Ég get ekki útskýrt. Þeir sem þekkja mig vita hvað ég er að hugsa... Fuglarnir voru að verða brjálaðir. Syngjandi í kapp við hvorn annan og ég gersamlega fylltist óendanlegri tilhlökkun til sumarsins. Vá hvað ég get ekki beðið...

grillboð,
allt grænt,
lykt af nýslegnu grasi og fullt af krökkum í unglingavinnunni í sólbaði,
sumarbústaðir,
sólskyn og gott veður,
útileguvesen,
fuglasöngur,
allir að hittast í sólbað og feitt í Ásbúðinni,
allir í góður skapi,
allir Íslendingar í stuttermabol,

... fyndið að þegar hitastigið hérna á Íslandi fer yfir 13°C ákkúrat, eru allir komnir í sumarföt! Sem mér þykir æðislegt, veit alltaf þegar sumarið er komið í Íslendinga...

Annars var ég að fá lítinn kisa. Vitum ekki enn hvað hann heitir. Skræfa er loksins hætt að pína hann .. lemur hann bara smá þegar hún labbar fram hjá honum ;) OG um daginn urðum við Egill vitni að svakalegustu norðurljósum sem ég hef séð í langan tíma. Þau voru SVAKALEG... þvílíka og slíka litadýrð hafa mín augu ekki litið síðan á Hrísmóunum, norðuljósin sem duttu í grasið! Þetta kvöld sagði Egill ógleymanleg orð: Vá Elín, þetta eru alveg eins og flöktandi gardínur!

Best að halda áfram að læra svo ég komist í köku til Ernu í kvöld!

(6) comments

Friday, February 18, 2005

Stórhættulegar eldspýtur... 

Ég fann þennan eldspýtnapakka heima hjá mér í dag.. af einskærri tilviljun fór ég að skoða hann nánar og rak augun í mjög æðislegan frasa...

... held að myndin segi allt sem segja þarf!


Danger - Fire Kills Children Posted by Hello

Kannski að maður ætti að nýta sér þetta. Kveikja í einum svona pakka og henda honum í djöflabörnin sem eru alltaf að ræna kisunum mínum....

(3) comments

Monday, February 14, 2005

Nördatest 



I am nerdier than 35% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!


Overall, you scored as follows:

54% scored higher (more nerdy), and
46% scored lower (less nerdy).

What does this mean? Your nerdiness is:

Somewhat nerdy. I mean face it, you are nerdier than about half the test takers.

Ég er að umbreytast...


(5) comments

Wednesday, February 02, 2005

Kattafár! 

Já.. ég var ekki fyrr búin að ná í skottið á kisanum mínum aftur að hann er tekinn í burtu frá mér fyrir fullt og allt. Ég er alveg ótrúlega leið yfir þessu, ekki alveg búin að fatta þetta ennþá held ég. Í gær var keyrt yfir Mal og núna er hann dáinn. Bara sisona... hringt í mig frá dýraspítalanum og mér tilkynnt að komið hefði verið með hann látinn í einhverjum svörtum ruslapoka! Ég þoli þetta ekki, við erum nýbúin að svæfa Potta og núna kemur þetta fyrir. Kannski maður ætti bara að hætta þessu kattastússi, það er alveg ótrúlegt hvað það er sárt þegar þau deyja!
Held nú samt að Malur hafi verið seinheppnasti köttur á Íslandi. Hann týndist frá okkur þegar hann var 2.5 mánaða og fannst 2 vikum seinna á kattholti. Þaðan fékk hann voðalega fínt kvef og þurfti þar af leiðandi að láta mæla sig og fleirra (sem er víst þónokkur niðurlæging fyrir kött) og láta troða ofan í sig pillum í 2 vikur. Ásóttur af djöflabörnum heilt sumar, og lengur.. kom einusinni inn rennandi blautur og vankaður, ískaldur og titrandi. Daginn eftir það náði pabbi minn að hlunka sér ofan á hann og ég þar á eftir. Valli ruggaði einusinni yfir skottið á honum.. svo týndist hann aftur í einn sólarhring í brjáluðu veðri. Loks var hann sviptur fress-mennskunni og geldur og núna náði eitthvað fífl að keyra yfir hann!
Þrátt fyrir allar hremmingarnar sem hann gékk í gegnum var hann alltaf ótrúlega slakur og kærulaus (ef ekki kærulausasti köttur sem ég hef séð og átt) og feitur og asnalegur og ótrúlega forvitinn. Ég á eftir að sakna hans svo ofboðslega mikið... oj hvað þetta er fúlt og ósanngjarnt!
Núna er Skræfan mín ein eftir, hefur verið hjá okkur frá því hún fæddist (eins og allar þær kisur sem við höfum átt fyrir utan Cleo, sem er móðir 3/4 allra katta á Íslandi). Ég ætla rétt að vona að eitthvað komi ekki fyrir hana því þá spryng ég úr vonsku og biturleika...
Jæja, hér kemur svo mynd af systkinunum...


Skræfa og Malur Posted by Hello

(11) comments

[Top]