<$BlogRSDURL$>

Wednesday, February 02, 2005

Kattafár! 

Já.. ég var ekki fyrr búin að ná í skottið á kisanum mínum aftur að hann er tekinn í burtu frá mér fyrir fullt og allt. Ég er alveg ótrúlega leið yfir þessu, ekki alveg búin að fatta þetta ennþá held ég. Í gær var keyrt yfir Mal og núna er hann dáinn. Bara sisona... hringt í mig frá dýraspítalanum og mér tilkynnt að komið hefði verið með hann látinn í einhverjum svörtum ruslapoka! Ég þoli þetta ekki, við erum nýbúin að svæfa Potta og núna kemur þetta fyrir. Kannski maður ætti bara að hætta þessu kattastússi, það er alveg ótrúlegt hvað það er sárt þegar þau deyja!
Held nú samt að Malur hafi verið seinheppnasti köttur á Íslandi. Hann týndist frá okkur þegar hann var 2.5 mánaða og fannst 2 vikum seinna á kattholti. Þaðan fékk hann voðalega fínt kvef og þurfti þar af leiðandi að láta mæla sig og fleirra (sem er víst þónokkur niðurlæging fyrir kött) og láta troða ofan í sig pillum í 2 vikur. Ásóttur af djöflabörnum heilt sumar, og lengur.. kom einusinni inn rennandi blautur og vankaður, ískaldur og titrandi. Daginn eftir það náði pabbi minn að hlunka sér ofan á hann og ég þar á eftir. Valli ruggaði einusinni yfir skottið á honum.. svo týndist hann aftur í einn sólarhring í brjáluðu veðri. Loks var hann sviptur fress-mennskunni og geldur og núna náði eitthvað fífl að keyra yfir hann!
Þrátt fyrir allar hremmingarnar sem hann gékk í gegnum var hann alltaf ótrúlega slakur og kærulaus (ef ekki kærulausasti köttur sem ég hef séð og átt) og feitur og asnalegur og ótrúlega forvitinn. Ég á eftir að sakna hans svo ofboðslega mikið... oj hvað þetta er fúlt og ósanngjarnt!
Núna er Skræfan mín ein eftir, hefur verið hjá okkur frá því hún fæddist (eins og allar þær kisur sem við höfum átt fyrir utan Cleo, sem er móðir 3/4 allra katta á Íslandi). Ég ætla rétt að vona að eitthvað komi ekki fyrir hana því þá spryng ég úr vonsku og biturleika...
Jæja, hér kemur svo mynd af systkinunum...


Skræfa og Malur Posted by Hello

Comments:
Ææææj... en leiðinlegt ;(

Það er alltaf jafnleiðinlegt þegar góðir kettir deyja svona sviplega. Ég samhryggist þér innilega.
En af frásögninni að dæma var þetta sannarlega köttur með níu líf.
-Dagur
 
Þetta er svo ömurlegt... ég get ekkert sagt annað en það að mér þykir þetta óendanlega leiðinlegt og vona að þið fáið að halda í skræfuna ykkar lengi!

:,(
 
Takk fyrir.. <:(
Þetta er svo óendanlega sárt, kemur eitthvað hræðilegt fyrir allar kisurnar mínar alltafhreint.
En já, held hann hafi náð að klára síðasta, ef ekki síðustu 2 lífin sín í gær! Nú meira ástandið á þessu heimili..
 
æji....essskan mín! það er ekkert hægt að segja eða gera annað en að senda þér ***risaknús*** og segja að mér þykir þetta alveg óendanlega leiðinlegt og sorglegt :(

honum líður alla vega vel núna og Potti "móðurbróðir" hefur tekið á móti honum og þeir hlaupa um óðir af kæti - báðir komnir með kúlurnar sínar aftur :)

dossa
 
sammála þessu með kúlurnar...
en já ég samhryggist þér Elín mín.. þetta er voðalega ósanngjarnt.. :(

annars er ég að fara á morgun að rispa bílinn hjá gaurnum sem keyrði yfir hann eins og ég lofaði
 
Ég samhryggist, Elín mín og til hamingju með afmælið...
Hmm... Furðulegt að hafa samhryggist og hamingju í sömu setningu...
 
Hehe.. takk fyrir það og... og takk fyrir það!
:D

Nei nei, þar sem þetta er allt meint í góðu er þetta afskaplega sætt af þér. Ef þú værir hinsvegar að segja:

Ég samhryggist þér vegna andláts kattarins þíns og til hamingju með að vera laus við þetta illfygli... þá værirðu á hálum ís!

;)
 
Ohh. Mig langar á bretti í staðinn fyrir að sitja í fúlu herbergi að læra undir próf! Waaaaaaaah! Ekki bætir úr skák að pabbi kom allt í einu með tvennar brettabuxur sem hann keypti á útsölu. Great timing, pops.
-Skúli
 
Miðað við hversu sárt það var að missa kött úr elli þá get ég ekki ímyndað mér hversu sárt er að missa kött vegna slysfara.
 

 
Já.. það er ferlega fúlt... Aldrei gaman að missa dýrið sitt! <:,
 
Post a Comment

[Top]