<$BlogRSDURL$>

Saturday, December 24, 2005

Jól í hausinn á ykkur! 


Gleðileg jól mín kæru!
Takk fyrir öll gömlu jólin!







Það er svo sniðugt að vera með svart blogg. Þá sést allur hvíti ramminn á myndinni.....

(9) comments

Saturday, December 17, 2005

Dulketti 

Síðasta vetur eignaðist ég lítinn og sætan kettling. Ég hef reyndar átt marga ketti, eins og ó svo margir vita.. en þessi vitleysingur er alveg af fínustu sort. Án efa matsárasti köttur á Íslandi og heigull fyrir amk 10 ketti. Enda nefndi pabbi hann Monga af augljósum ástæðum. Þetta síður fallega nafn hefur því miður fests við hann þó ég vilji heldur kalla hann Krilla.
Núna er þessi litli vitlausi kettlingur orðinn stór og feitur köttur, alveg jafn matsár þó sérstaklega í kringum aðra ketti að sjálfsögðu. Hann hætti að urra á okkur þegar við vorum að gefa honum fisk og eitthvað álíka góðmeti þegar hann var 6 mánaða. Urraði mjög ógnandi á okkur og kom svo eftir máltíðina og lét klappa sér pínkulítið. Svar ætíð í andlitinu á manni og átti það til að sleikja uppí nasirnar ef honum leið voðalega vel. Hefur látið af því núna okkur til mikils léttis. Hann vill ekki vera einn, svo mikið er víst. Ef við liggjum öll uppí sófa kemur hann ávalt og leggst okkur til samlætis, skiptir um fólk eins og nærbuxur eftir því hver klappar best og mest.
Þegar kvöldmatur er situr hann ævinlega og glápir á mann með sínum feita hamstrahaus þangað til einhver lætur undan og gefur honum bita. Skiptir litlu af hverju bitinn er.. kartöflu, káli, kjöti, eggi..... súkkulaði, hnetu, svo lengi sem hann fær að vera með og borða það sem við erum að borða.
Hann var orðinn svolítið dulegur við að koma inn með fugla, sem féll ekki vel í kramið hjá heimilisfólki, en hefur, að okkur vitandi (..einmitt), látið af þeirri iðju og er frekar farinn að bera inn allskonar drasl. Hann kom fyrst inn með greinar og laufblöð. Óteljandi latexhanska (mjög æskilegt og hentugt) og plastdraslerí sem hann fann. Umbúðir utanaf kínamat og svona mætti lengi telja. Núna hefur hann skipt yfir í eitthvað sem krefst meiri þrautsegju og er án efa miklu meira spennandi. Hann kemur inn með hluti.. sokka, gleraugu, armbönd. Kom inn um daginn með gerviblóm og einhvern loðinn bláan bolta. Sokkurinn var td tandurhreinn og þurr. Hann hlýtur þar af leiðandi að fara inn til fólks og ræna því sem hægt er að bera og koma inn um fínu kattalúguna okkar. Svo rænir hann líka frá okkur. Stal td einum eyrnalokk frá mömmu og var komin hálfa leiðina út með gleraugun hennar um daginn. Reyndi líka að fela pennaveskið mitt undir rúmi.
Tækifæris- og þjófketti með meiru.

Þetta er líka eini kötturinn sem ég hef séð og vitað um sem getur annaðhvort vaknað úr djúpsvefni og samstundið farið að leika sér og veiða eða verið eins ógeðslega úldinn og hægt er í framan. Annað augað lokað og munnurinn opinn, með krumpufar í kinnunum og allur hálf skjálfandi.
Hann er líka með athyglissýki á háu stigi og ef hann fær ekki þá athygli sem honum finnst hann verðskulda, reddar hann því bara sjálfur. Leggst ofan á viðkomandi, yfir bækurnar eða þar sem hann sér hendur í klapp-færi.

Vá, þetta átti nú reyndar bara að vera færsla um alla skrítnu hlutina sem hann hefur verið að bera hingað inn!! Er ekki einusinni með mynd af dótinu því mamma henti flestöllu um daginn. Ahh jæja, hlýtur að hafa verið undirmeðvitundin að reyna að bægja mér frá próflestri.. nú er ég hætt og farin að reikna meira! Þetta var nú gleðilegt!!

(10) comments

Saturday, December 03, 2005

Evil Giraffe 

Aðventunámskeiðið er komið á fullt span. Lítur þokkalega vel út.. amk það sem búið er af því. Kennarinn okkar "Jim" er ótrúlega hress og skemmtilegur kall. Doctor í þokkabót. Ofboðslega klár og nær alveg þessu enska-fótboltabullu "looki". Appelsínugulir sokkar og Mikka-mús peysa.
Nú eru bara 2 vikur eftir af þeirri hamingju.. og hvað gerist svo?
(sá sem getur rétt ... fær smákökur)

Skrapp svo aðeins í vísindaferð í gær. Flugkerfi. Þar vorum við þrædd gegnum aðstöðuna og frædd (frædd og þrædd) um þetta fína fyrirtæki. Þarna er fólk sent út um víðan völl til að setja upp kerfi (ha.. flugkerfi!), þar á meðal til Afríku. Nokkuð dularfullt átti sér stað í einni ferðinni eins og maðurinn sagði ".. í þeirri ferð voru tveir hvítir étnir!" Það fylgdi ekki sögunni hvað þessir hvítu voru eða hvort það hefðu verið mannætur sem átu þá, ljón eða gíraffar. Við vitum nú öll hversu vondir gíraffar geta verið ;)

Hver segir svo að það sé ekkert spennandi og ævintýralegt að vera í tölvu-nörda-geiranum!

(16) comments

[Top]