Saturday, December 03, 2005
Evil Giraffe

Nú eru bara 2 vikur eftir af þeirri hamingju.. og hvað gerist svo?
(sá sem getur rétt ... fær smákökur)
Skrapp svo aðeins í vísindaferð í gær. Flugkerfi. Þar vorum við þrædd gegnum aðstöðuna og frædd (frædd og þrædd) um þetta fína fyrirtæki. Þarna er fólk sent út um víðan völl til að setja upp kerfi (ha.. flugkerfi!), þar á meðal til Afríku. Nokkuð dularfullt átti sér stað í einni ferðinni eins og maðurinn sagði ".. í þeirri ferð voru tveir hvítir étnir!" Það fylgdi ekki sögunni hvað þessir hvítu voru eða hvort það hefðu verið mannætur sem átu þá, ljón eða gíraffar. Við vitum nú öll hversu vondir gíraffar geta verið ;)
Hver segir svo að það sé ekkert spennandi og ævintýralegt að vera í tölvu-nörda-geiranum!
(sá sem getur rétt ... fær smákökur)
Skrapp svo aðeins í vísindaferð í gær. Flugkerfi. Þar vorum við þrædd gegnum aðstöðuna og frædd (frædd og þrædd) um þetta fína fyrirtæki. Þarna er fólk sent út um víðan völl til að setja upp kerfi (ha.. flugkerfi!), þar á meðal til Afríku. Nokkuð dularfullt átti sér stað í einni ferðinni eins og maðurinn sagði ".. í þeirri ferð voru tveir hvítir étnir!" Það fylgdi ekki sögunni hvað þessir hvítu voru eða hvort það hefðu verið mannætur sem átu þá, ljón eða gíraffar. Við vitum nú öll hversu vondir gíraffar geta verið ;)
Hver segir svo að það sé ekkert spennandi og ævintýralegt að vera í tölvu-nörda-geiranum!
Comments:
úúúú......þið voruð þrædd, frædd og síðan hrædd með sögum um grimma gíraffa! Þetta er nú ill og grimm vísindaferð :)...... en varstu búin að spá í Gí-Raffi, þetta útskýrir af hverju Raffinn er svona svaka grimmur - yes yes!
-doss
-doss
Hahahaha... já mig grunaði alltaf að nördaheimurinn væri svona á bak við tjöldin! Var að vísu ekki búin að ganga svo langt að ímynda mér tölvunarfræðinga étna af evil giraffs en það mun ég svo sannarlega gera héðan í frá ;)
Hehe já þessi ferð var snilld, engir fyrirlestrar bara stuð og skemmtilegar sögur frá starfsmönnum, og þessi mynd af illa gírafanum er mjög góð, hljóta bara að líta svona út þeir illu gírafar.
Og ég er búinn með jólagjafainnkaupin! Bless klikkuðu mömmur og ofvirku krakkaskrattar! Múhahahahahahaa!
Æ ég ætla nú bara að njóta þess að kaupa jólagjafirnar og hanga á kaffihúsum með heitt kakó eftir prófin. EFTIR PRÓFIN!! Mér líður eins og það sé eftir mörg ár en ekki rúmlega 2 vikur :/
Ég er samt búin að plana eiginlega allar gjafir og svona.. jájá...
*dreymi dreymi um jólin*
Ég er samt búin að plana eiginlega allar gjafir og svona.. jájá...
*dreymi dreymi um jólin*
ohhh.. júlensí! Það verður ansi ljúft þegar skólastúss er búið. Samviskuleysið uppmálað.. eintóm leti og hamingja ;P
Post a Comment