<$BlogRSDURL$>

Monday, January 24, 2005

Kattaþjófar!!! 

Vá hvað þetta er algerlega óþolandi!
Í götunni fyrir neðan mína götu á heima fólk. Þetta fólk er bæði vitlaust og asnalegt og þar af leiðandi börnin þeirra líka. Þessi börn byrjuðu í sumar að áreita köttinn minn.. JÁ ÁREITA KÖTTINN MINN hann Mal. Elta hann út um allt, taka hann heim til sín og gefa honum að borða. Við buðum þessu fólki að taka Mal okkar að sér, þar sem krakkarnir virtust vera að fara úr límingunum yfir dýrinu, en móðirin á heimilinu neitaði afar pent og sagðist ekki vilja svona aldraðan kettling (hennar orð). Við ákváðum því að halda honum, okkur til ánægju því hann reyndist svo verða hinn ágætasti köttur með æðislegt skap, mikinn malara og frábær í alla staði.
Þegar leið á sumarið var þetta farið að fara svolítið í taugarnar á mér, þar sem þessi krakkarassgöt voru farin að ryðjast inn í húsið mitt án þess að banka eða fá leyfi fyrir því (nú til að ná í köttinn) og vekja okkur á morgnana, sparkandi, æpandi og veinandi fyrir utan að bíða eftir því að Malur færi út. Ég fékk þó algerlega nóg þegar þau héngu eins og ógeð inn um kattalúguna að kasta inn matarleifum enda hljóp ég út í bræðiskasti öskrandi, frussandi og baðandi höndunum í allar áttir.... ég vann, þau flúðu skríkjandi heim til sín aftur! Mánuði seinna sé ég þau í garðinum heima, að fela sig fyrir mér, að elta Mal uppi. Enn og aftur hljóp ég út og gargaði heiftarlega á þau.. en þau komu alltaf aftur og aftur og aftur.. og aftur... og aftur! Sama hvað ég gerði, endaði með því að ég fór og talaði við mömmuna.. en því miður reyndist hún vera jafn mikil loftkúla og krakkarnir og þau héldu áfram að veiða hann og fara með hann heim. Þau vissu samt að ég vildi ekki að þau væru að taka hann, því annars hefðu þau ekki verið að fela sig og hlaupa undan mér í flæmingi.... (hehe.. ég er best). Daginn eftir það kom mamman til mín (þar sem ég var búin að vera að kalla á köttinn í svona 10 min) með Mal og sagði:
Mamman: Krökkunum þykir hann svo æðislegur og frábær, geta ekki af honum séð.. og ekki ég heldur.
Ég: Já, mér líka, enda er þetta kisinn minn. Ekki værirðu til í að segja þeim að láta hann í friði í smá stund og ekki hleypa honum inn til þín? .
Mamman: HA, honum Kolamola, ohh það á eftir að verða erfitt. Væri alveg til í að eiga hann.
Ég: Hann heitir ekki Kolamoli, hann heitir Malur og þetta er okkar köttur.. þið eigið hann ekki og ég vil ekki að þið séuð að rugla hann í ríminu með að draga hann heim til ykkar á meðan hann er svona lítill.
Mamman: Já nei, Kolamoli passar betur við hann...
Þetta eru erkifífl... gæti vel trúað því að hún hafi ekki skilið orð af því sem ég var að segja við hana!!!
Loksins kom smá hlé á þessu stríði.. stríðinu um köttinn MINN!! Vissi ekki að maður þyrfti að berjast við nágranna sína til þess að halda dýrinu sínu heima. En núna er þetta byrjað aftur og enn verra. Eins og allir vita eru kettir tækifærissinnar alheimsins og ef þú ert góður við kött, gefur honum að éta og klappar honum.. þá kemur hann til þín! Núna er Malur hreinlega búinn að flytja inn til þeirra og þau gera ekkert í því. Þeim er alveg sama... (kannski ekki skrítið, þar sem þau eru búin að vera að tæla hann til sín í 7 mánuði). Ég hélt að fólk væri með aðeins meira á milli eyrnanna en þetta.. Svona gerir maður ekki!! Sérstaklega ekki við svona lítil dýr sem eru enn að þroskast og vita ekki baun í bala. Það virðist vera alveg sama hvað ég segi við þetta fólk, þau skilja ekki neitt. Þetta eru bévítans fauvitar og hafa ekki vit á einu né neinu...
Ég kallaði hann inn í dag og sá hann koma út um gluggann hjá þeim!!! Þau eru bara búin að eigna sér hann, hélt að fólk væri ekki svona... úúúúú hvað ég er reiið!! Ég er búin að tala við þau aftur og aftur en þau eru bara blöðruhausar og hugsa sem slíkir!
Maður stelur ekki annars manns dýri.. ég myndi aldrei gera svona. Ef það kemur ókunnur köttur til þín er allt í lagi að klappa honum og svona en ef þú ferð að hleypa honum inn og gefa honum að éta og knúsast í honum... sérstaklega þegar búið er að biðja þig að gera það ekki!!
ÉG ER FJÚKANDI REIÐ...... best að hætta að skrifa núna áður en ég skrifa eitthvað meira reitt!
Ég ætla að ganga inn til þessa fólks og æpa hástöfum í svona 5 mínútur þangað til eitthvað síast inn í hausinn á þessu liði.. þvílíkt og slíkt tillitsleysi og vanvitaháttur er ekki við lýði hér í Ásbúðinni!!!!!!! >:(
Malur Posted by Hello




(6) comments

Wednesday, January 12, 2005

Skólinn er byrjaður aftur! 

Jæja, um að gera að rífa sig upp úr letikastinu sem ég er búin að vera í og reyna að læra eitthvað. Það er erfitt að byrja á fullu aftur... en þetta verður gaman. Ég er búin að skipuleggja mig svo mikið að það verður skondið að sjá hvort skipulagið haldist! Skólinn alltaf búinn fyrir hádegi og planið er að læra þar til svona 5 eða 6 á daginn svo kvöldin séu frí fyrir eitthvað skemmtilegt.. eða meiri lærdóm ef svo ber undir!

Dagsrá næstu vikna er nokkuð skemmtileg.. amk helgardagsrkáin! Djamm á föstudaginn, var að hugsa um vísó, er samt ekki viss þar sem Egill er að hóta einhverju djammi.. bæjardjammi, en á því sviði er ég alls ókunn og væri jafnvel til í að kynna mér betur. Helgin þar á eftir er svo feitur og góður sumarbústaður með úrvalsfólki, singstar og Lord of the rings... gleði gleði!
Við fórum hinsvegar á National Treasure í gær og ég var að búast við frumskógum og pýramídum.. en allt kom fyrir ekki! Það skemmtilegasta við þessa bíóferð var þegar Egill reyndi, á mjög lúmskan hátt, að stela nærbuxunum hans Jens en þegar komst upp um hann sagði hann á mjög rólegan og yfirvegaðan hátt: "Hey, hvað er þetta.... oj" og kastaði þeim aftur á sinn stað. Ég fer ekki í frekari málalengingar um hvar þessar nærbuxur voru.. þar getið þið leift ímyndunaraflinu að njóta sín!

Kíkið annars á þessa slóð hér ef þið viljið sjá hvernig þið mynduð líta út sem kínverji, svertingi.. eða málverk! Vildi helst ekki setja inn mynd af mér sem gamalmenni eða barni þar sem það er of hræðilegt til að lýsa, hvað þá sjá með berum augum!



Ég í fyrirfram ákveðnu málverki... Posted by Hello

(4) comments

Friday, January 07, 2005

Til hamingju með íbúðina Erna og Jens!! 

Vil nýta mér möguleika bloggsins míns og óska Ernu og Jens til hamingju með íbúðarkaupin. Skoðið samt síðuna hennar Ernu svo ég sé ekki að kjafta frá öllu....

Þetta ferli var vægast sagt afar skrautlegt og spennandi, og ekki síður spennandi fyrir mig, enda mikið um að vera. Eftir 3 daga íbúðartörn og 3 daga kvart og kvein frá okkur vinunum um að koma að spila var rykinu af pictionary/actionary loks sópað af og upp hófust miklir leikar. Erna fór á kostum sem kolkrabbi.. ógleymanleg sjón.. við mikil hlátrasköll viðstaddra!

Hér kemur svo mynd af tilvonandi matarboðsbjóðendunum okkar... ef þau matarboð verða ekki í ítalskari kanntinum, þá veit ég ekki hvað!!!

Ég vil deila því með fólki að þessi mynd var tekin með mínum sérlega myndavélasíma. Þeim einstaklingum sem dettur í hug að kaupa sér slíkt tól til þess eins að leggjast í ljósmyndun er hér með bent á að símar eru til þess að hringja úr en myndavélar til að taka myndir!!



Stoltir íbúðareigendur Posted by Hello

(5) comments

Tuesday, January 04, 2005

Virkar Birgitta Haukdal ekki!!! 

Mér var bent á þessa umræðu á barnalandi fyrir stuttu og ég hreinlega get ekki hætt að hlæja!!
Þetta er það frábærasta sem ég hef lesið í langan tíma....

Hæ, ég er virkilega smeyk um son minn sem er 9ára.. hann hlustar á mjög grófa tónlist og ég er mjög hrædd um að hann verði sér að voða og lendi í rugli og vitleysu.. Ég fór um daginn inn til hans og gaf honum nýju Birgittu Haukdal plötuna, en ég hef ekki heyrt hann spila hana neitt... Hann segist ekki vilja hlusta á neitt annað en gróft rokk.. Hvað á ég að gera, ég fæ ekkert nema skammir og leiðindi þegar ég krefst þess að hann hætti að hlusta á svona tónlist... Hjálp!!

Birgitta Haukdal eru auðvitað þungur rokkari af guðs náð og ég efast ekki um.. vitna hér í Egilinn minn.. að strákurinn fatti af hverju hann er að missa og blasti Birgittu Haukdal þangað til kviknar í geisladisknum. Ég meina, hann hlustar nefnilega bara á grófa tónlist!!

Hér sést Birgitta í action.. hún fettir alveg upp á nefið af bræði!!


Birgitta Haukdal craazzy!! Posted by Hello

(9) comments

[Top]