Monday, January 24, 2005
Kattaþjófar!!!
Vá hvað þetta er algerlega óþolandi!
Í götunni fyrir neðan mína götu á heima fólk. Þetta fólk er bæði vitlaust og asnalegt og þar af leiðandi börnin þeirra líka. Þessi börn byrjuðu í sumar að áreita köttinn minn.. JÁ ÁREITA KÖTTINN MINN hann Mal. Elta hann út um allt, taka hann heim til sín og gefa honum að borða. Við buðum þessu fólki að taka Mal okkar að sér, þar sem krakkarnir virtust vera að fara úr límingunum yfir dýrinu, en móðirin á heimilinu neitaði afar pent og sagðist ekki vilja svona aldraðan kettling (hennar orð). Við ákváðum því að halda honum, okkur til ánægju því hann reyndist svo verða hinn ágætasti köttur með æðislegt skap, mikinn malara og frábær í alla staði.
Þegar leið á sumarið var þetta farið að fara svolítið í taugarnar á mér, þar sem þessi krakkarassgöt voru farin að ryðjast inn í húsið mitt án þess að banka eða fá leyfi fyrir því (nú til að ná í köttinn) og vekja okkur á morgnana, sparkandi, æpandi og veinandi fyrir utan að bíða eftir því að Malur færi út. Ég fékk þó algerlega nóg þegar þau héngu eins og ógeð inn um kattalúguna að kasta inn matarleifum enda hljóp ég út í bræðiskasti öskrandi, frussandi og baðandi höndunum í allar áttir.... ég vann, þau flúðu skríkjandi heim til sín aftur! Mánuði seinna sé ég þau í garðinum heima, að fela sig fyrir mér, að elta Mal uppi. Enn og aftur hljóp ég út og gargaði heiftarlega á þau.. en þau komu alltaf aftur og aftur og aftur.. og aftur... og aftur! Sama hvað ég gerði, endaði með því að ég fór og talaði við mömmuna.. en því miður reyndist hún vera jafn mikil loftkúla og krakkarnir og þau héldu áfram að veiða hann og fara með hann heim. Þau vissu samt að ég vildi ekki að þau væru að taka hann, því annars hefðu þau ekki verið að fela sig og hlaupa undan mér í flæmingi.... (hehe.. ég er best). Daginn eftir það kom mamman til mín (þar sem ég var búin að vera að kalla á köttinn í svona 10 min) með Mal og sagði:
Mamman: Krökkunum þykir hann svo æðislegur og frábær, geta ekki af honum séð.. og ekki ég heldur.
Ég: Já, mér líka, enda er þetta kisinn minn. Ekki værirðu til í að segja þeim að láta hann í friði í smá stund og ekki hleypa honum inn til þín? .
Mamman: HA, honum Kolamola, ohh það á eftir að verða erfitt. Væri alveg til í að eiga hann.
Ég: Hann heitir ekki Kolamoli, hann heitir Malur og þetta er okkar köttur.. þið eigið hann ekki og ég vil ekki að þið séuð að rugla hann í ríminu með að draga hann heim til ykkar á meðan hann er svona lítill.
Mamman: Já nei, Kolamoli passar betur við hann...
Þetta eru erkifífl... gæti vel trúað því að hún hafi ekki skilið orð af því sem ég var að segja við hana!!!
Loksins kom smá hlé á þessu stríði.. stríðinu um köttinn MINN!! Vissi ekki að maður þyrfti að berjast við nágranna sína til þess að halda dýrinu sínu heima. En núna er þetta byrjað aftur og enn verra. Eins og allir vita eru kettir tækifærissinnar alheimsins og ef þú ert góður við kött, gefur honum að éta og klappar honum.. þá kemur hann til þín! Núna er Malur hreinlega búinn að flytja inn til þeirra og þau gera ekkert í því. Þeim er alveg sama... (kannski ekki skrítið, þar sem þau eru búin að vera að tæla hann til sín í 7 mánuði). Ég hélt að fólk væri með aðeins meira á milli eyrnanna en þetta.. Svona gerir maður ekki!! Sérstaklega ekki við svona lítil dýr sem eru enn að þroskast og vita ekki baun í bala. Það virðist vera alveg sama hvað ég segi við þetta fólk, þau skilja ekki neitt. Þetta eru bévítans fauvitar og hafa ekki vit á einu né neinu...
Ég kallaði hann inn í dag og sá hann koma út um gluggann hjá þeim!!! Þau eru bara búin að eigna sér hann, hélt að fólk væri ekki svona... úúúúú hvað ég er reiið!! Ég er búin að tala við þau aftur og aftur en þau eru bara blöðruhausar og hugsa sem slíkir!
Maður stelur ekki annars manns dýri.. ég myndi aldrei gera svona. Ef það kemur ókunnur köttur til þín er allt í lagi að klappa honum og svona en ef þú ferð að hleypa honum inn og gefa honum að éta og knúsast í honum... sérstaklega þegar búið er að biðja þig að gera það ekki!!
ÉG ER FJÚKANDI REIÐ...... best að hætta að skrifa núna áður en ég skrifa eitthvað meira reitt!
Ég ætla að ganga inn til þessa fólks og æpa hástöfum í svona 5 mínútur þangað til eitthvað síast inn í hausinn á þessu liði.. þvílíkt og slíkt tillitsleysi og vanvitaháttur er ekki við lýði hér í Ásbúðinni!!!!!!! >:(
Comments:
those children are the spawn of the devils.....ohhh and their mama is the concupine of Lusifer!!
Nú festiru bara miða um hálsinn á Mal - varúð með þessum ketti fylgja alvarlegir smitsjúkdómar! Svo þarftu að stökkva út ÆPANDI OG GARGANDI í hvert sinn sem að þú sérð þessu börn horfa á húsið! Svo þarftu að skrifa bréf til kellingarinnar og segja henni að þú hafir sannanir fyrir að hún sé kattatælir og verðandi kattaþjófur og komi til með að vera kærð til lögreglunnar.....eða það sem að verra er til kerlingarinnar í Skrattholti!
Nú ef að allt þetta bregst þá þarftu bara að segja henni að Dossa sé frænka þín, það ætti að vegja ugg í brjósti hennar og hræða hana til þess að haga sér rétt!
Tis my plan!
-dossa
Nú festiru bara miða um hálsinn á Mal - varúð með þessum ketti fylgja alvarlegir smitsjúkdómar! Svo þarftu að stökkva út ÆPANDI OG GARGANDI í hvert sinn sem að þú sérð þessu börn horfa á húsið! Svo þarftu að skrifa bréf til kellingarinnar og segja henni að þú hafir sannanir fyrir að hún sé kattatælir og verðandi kattaþjófur og komi til með að vera kærð til lögreglunnar.....eða það sem að verra er til kerlingarinnar í Skrattholti!
Nú ef að allt þetta bregst þá þarftu bara að segja henni að Dossa sé frænka þín, það ætti að vegja ugg í brjósti hennar og hræða hana til þess að haga sér rétt!
Tis my plan!
-dossa
Ég hata svona fólk.. þeim er alveg sama um allt og alla nema rassgotans boruna á sjálfum sér! Að rugla svona í "öldruðum" kettlingi! Æ þetta fólk getur bara hoppað upp í kolamolann á sjálfum sér!
Viltu að ég sendi þeim afskorinn fingur í pósti svona til viðvörunar?
Viltu að ég sendi þeim afskorinn fingur í pósti svona til viðvörunar?
ég var einmitt í slíkum pælingum...
... var að hugsa um að fylla húsið þeirra af fuglspörtum, jafnvel fulgshræum og segja að honum þyki æðislegt að fela svona út um allt hús! Held samt að það sé hreinlegra að halda sig bara við puttann... myndi jafnvel virka betur að segja að hann komi stundum með parta af mannfólki inn!!
... var að hugsa um að fylla húsið þeirra af fuglspörtum, jafnvel fulgshræum og segja að honum þyki æðislegt að fela svona út um allt hús! Held samt að það sé hreinlegra að halda sig bara við puttann... myndi jafnvel virka betur að segja að hann komi stundum með parta af mannfólki inn!!
Verður önnur keppni um að klekkja á fólki? ;)
Þú gætir náttúrulega rakað köttinn þinn og sagt hórumömmunni og litlu hórunum hennar að hann hafi verið með lýs og önnur sníkjudýr í nokkra mánuði núna...og þ.a.l. væri húsið þeirra fullt af þeim.
-Skúli
Þú gætir náttúrulega rakað köttinn þinn og sagt hórumömmunni og litlu hórunum hennar að hann hafi verið með lýs og önnur sníkjudýr í nokkra mánuði núna...og þ.a.l. væri húsið þeirra fullt af þeim.
-Skúli
nágrannarnir þínir eru allavega ekki að kasta steinum í köttinn þinn til að losna við hann úr garðinum sínum. svo er krakkafíflið hennar(nágrannans míns) altaf í mínum garði og eitthvað yrði nú sagt ef að ég færi að negla grjóti í hana!! sumt fólk er bara vængefið
Post a Comment