<$BlogRSDURL$>

Friday, January 07, 2005

Til hamingju með íbúðina Erna og Jens!! 

Vil nýta mér möguleika bloggsins míns og óska Ernu og Jens til hamingju með íbúðarkaupin. Skoðið samt síðuna hennar Ernu svo ég sé ekki að kjafta frá öllu....

Þetta ferli var vægast sagt afar skrautlegt og spennandi, og ekki síður spennandi fyrir mig, enda mikið um að vera. Eftir 3 daga íbúðartörn og 3 daga kvart og kvein frá okkur vinunum um að koma að spila var rykinu af pictionary/actionary loks sópað af og upp hófust miklir leikar. Erna fór á kostum sem kolkrabbi.. ógleymanleg sjón.. við mikil hlátrasköll viðstaddra!

Hér kemur svo mynd af tilvonandi matarboðsbjóðendunum okkar... ef þau matarboð verða ekki í ítalskari kanntinum, þá veit ég ekki hvað!!!

Ég vil deila því með fólki að þessi mynd var tekin með mínum sérlega myndavélasíma. Þeim einstaklingum sem dettur í hug að kaupa sér slíkt tól til þess eins að leggjast í ljósmyndun er hér með bent á að símar eru til þess að hringja úr en myndavélar til að taka myndir!!



Stoltir íbúðareigendur Posted by Hello

Comments:
jííííí, til lukku með þetta Erna og Jens! gaman gaman :)

dossa
 
ég nota alltaf símann minn f. skóhorn :(
 
Voðalega ert þú eitthvað gamaldags.. vissirðu ekki að það eru komnir skór á markaðinn með innbyggðum skóhornum? :o
 
Þetta er besta mynd af mér og jens sem ég hef séð! Stórkostleg jafnvel.. sérstaklega annað augað á jens! En já.. stuð í pokanum með skóhornum :)
 
kunigund.blogspot.com is very informative. The article is very professionally written. I enjoy reading kunigund.blogspot.com every day.
quick loan
online payday loans
 
Post a Comment

[Top]