<$BlogRSDURL$>

Wednesday, January 12, 2005

Skólinn er byrjaður aftur! 

Jæja, um að gera að rífa sig upp úr letikastinu sem ég er búin að vera í og reyna að læra eitthvað. Það er erfitt að byrja á fullu aftur... en þetta verður gaman. Ég er búin að skipuleggja mig svo mikið að það verður skondið að sjá hvort skipulagið haldist! Skólinn alltaf búinn fyrir hádegi og planið er að læra þar til svona 5 eða 6 á daginn svo kvöldin séu frí fyrir eitthvað skemmtilegt.. eða meiri lærdóm ef svo ber undir!

Dagsrá næstu vikna er nokkuð skemmtileg.. amk helgardagsrkáin! Djamm á föstudaginn, var að hugsa um vísó, er samt ekki viss þar sem Egill er að hóta einhverju djammi.. bæjardjammi, en á því sviði er ég alls ókunn og væri jafnvel til í að kynna mér betur. Helgin þar á eftir er svo feitur og góður sumarbústaður með úrvalsfólki, singstar og Lord of the rings... gleði gleði!
Við fórum hinsvegar á National Treasure í gær og ég var að búast við frumskógum og pýramídum.. en allt kom fyrir ekki! Það skemmtilegasta við þessa bíóferð var þegar Egill reyndi, á mjög lúmskan hátt, að stela nærbuxunum hans Jens en þegar komst upp um hann sagði hann á mjög rólegan og yfirvegaðan hátt: "Hey, hvað er þetta.... oj" og kastaði þeim aftur á sinn stað. Ég fer ekki í frekari málalengingar um hvar þessar nærbuxur voru.. þar getið þið leift ímyndunaraflinu að njóta sín!

Kíkið annars á þessa slóð hér ef þið viljið sjá hvernig þið mynduð líta út sem kínverji, svertingi.. eða málverk! Vildi helst ekki setja inn mynd af mér sem gamalmenni eða barni þar sem það er of hræðilegt til að lýsa, hvað þá sjá með berum augum!



Ég í fyrirfram ákveðnu málverki... Posted by Hello

Comments:
hey ég hótaði engu! það var meiraðsegja þú sem stakkst uppá því að djamma á föstudaginn! og hvað varðar nærbuxurnar hans Jens.. þá neita ég að kommenta á það
 
Hihi.. YOU LIKED IT!!
Og ég stakk ekki upp á því.. ég ýjað að því og svo sagði ég of kors! :D
Hinsvegar hef ég áhyggjur af þessari hræðilegu mynd sem krummi vinur þinn var að stinga upp á!!
 
Verður ekki sumbarbústaður fyrr en eftir 2 vikur... en það verður samt gaman!! VEIII
 
Viðbrögð Egils voru stórkostleg og hann á mikinn heiður skilinn fyrir þau! Ég hef hinsvegar ákveðið eftir mikinn þrýsting, að nota nærbuxurnar hans jens sem jólaskraut í íbúðinni okkar næstu jól.
verði ykkur að góðu..
 
Post a Comment

[Top]