<$BlogRSDURL$>

Saturday, December 17, 2005

Dulketti 

Síðasta vetur eignaðist ég lítinn og sætan kettling. Ég hef reyndar átt marga ketti, eins og ó svo margir vita.. en þessi vitleysingur er alveg af fínustu sort. Án efa matsárasti köttur á Íslandi og heigull fyrir amk 10 ketti. Enda nefndi pabbi hann Monga af augljósum ástæðum. Þetta síður fallega nafn hefur því miður fests við hann þó ég vilji heldur kalla hann Krilla.
Núna er þessi litli vitlausi kettlingur orðinn stór og feitur köttur, alveg jafn matsár þó sérstaklega í kringum aðra ketti að sjálfsögðu. Hann hætti að urra á okkur þegar við vorum að gefa honum fisk og eitthvað álíka góðmeti þegar hann var 6 mánaða. Urraði mjög ógnandi á okkur og kom svo eftir máltíðina og lét klappa sér pínkulítið. Svar ætíð í andlitinu á manni og átti það til að sleikja uppí nasirnar ef honum leið voðalega vel. Hefur látið af því núna okkur til mikils léttis. Hann vill ekki vera einn, svo mikið er víst. Ef við liggjum öll uppí sófa kemur hann ávalt og leggst okkur til samlætis, skiptir um fólk eins og nærbuxur eftir því hver klappar best og mest.
Þegar kvöldmatur er situr hann ævinlega og glápir á mann með sínum feita hamstrahaus þangað til einhver lætur undan og gefur honum bita. Skiptir litlu af hverju bitinn er.. kartöflu, káli, kjöti, eggi..... súkkulaði, hnetu, svo lengi sem hann fær að vera með og borða það sem við erum að borða.
Hann var orðinn svolítið dulegur við að koma inn með fugla, sem féll ekki vel í kramið hjá heimilisfólki, en hefur, að okkur vitandi (..einmitt), látið af þeirri iðju og er frekar farinn að bera inn allskonar drasl. Hann kom fyrst inn með greinar og laufblöð. Óteljandi latexhanska (mjög æskilegt og hentugt) og plastdraslerí sem hann fann. Umbúðir utanaf kínamat og svona mætti lengi telja. Núna hefur hann skipt yfir í eitthvað sem krefst meiri þrautsegju og er án efa miklu meira spennandi. Hann kemur inn með hluti.. sokka, gleraugu, armbönd. Kom inn um daginn með gerviblóm og einhvern loðinn bláan bolta. Sokkurinn var td tandurhreinn og þurr. Hann hlýtur þar af leiðandi að fara inn til fólks og ræna því sem hægt er að bera og koma inn um fínu kattalúguna okkar. Svo rænir hann líka frá okkur. Stal td einum eyrnalokk frá mömmu og var komin hálfa leiðina út með gleraugun hennar um daginn. Reyndi líka að fela pennaveskið mitt undir rúmi.
Tækifæris- og þjófketti með meiru.

Þetta er líka eini kötturinn sem ég hef séð og vitað um sem getur annaðhvort vaknað úr djúpsvefni og samstundið farið að leika sér og veiða eða verið eins ógeðslega úldinn og hægt er í framan. Annað augað lokað og munnurinn opinn, með krumpufar í kinnunum og allur hálf skjálfandi.
Hann er líka með athyglissýki á háu stigi og ef hann fær ekki þá athygli sem honum finnst hann verðskulda, reddar hann því bara sjálfur. Leggst ofan á viðkomandi, yfir bækurnar eða þar sem hann sér hendur í klapp-færi.

Vá, þetta átti nú reyndar bara að vera færsla um alla skrítnu hlutina sem hann hefur verið að bera hingað inn!! Er ekki einusinni með mynd af dótinu því mamma henti flestöllu um daginn. Ahh jæja, hlýtur að hafa verið undirmeðvitundin að reyna að bægja mér frá próflestri.. nú er ég hætt og farin að reikna meira! Þetta var nú gleðilegt!!

Comments:
Ég veit það eru amk x>5 stafsetningarvillur þarna inní. Þar sem x = stafsetnigafvillurnar. En ég bara nenni ekki að leiðrétta þær!!!

:|

langar í smákökur!
 
Stór kökur > Smá kökur.
 
Hljómar eins og þessi kisi sé hættur veiðimennskunni og kominn í buisness í staðinn, kaupandi bláa bolta fyrir eyrnalokka og gleraugu :). Mjög fyndin þessi mynd sem hann situr á tölvunni eins og er frekar skrítinn allur.

Gangi þér vel að reikna meira en ekki þó reikna þig til óbóta :)

fleiri smákökur > færri stórkökur
 
Er þetta sami köttur og Erna og Jens voru að passa um daginn? Hann var fjörugur og átti það einmitt til að vera byrjaður að leika sér næstum áður en hann vaknaði úr djúpum svefni. Svo fljótur var hann.

-Dagur
 
haha já þetta er sami köttur. Hann getur verið frekar ofvirkur stundum.. en skemmtilegur karakter engu að síður :)

Og Ævar, það er kannski eitthvað til í þessu hjá þér.

fleiri smákökur > færri stórkökur
hahha :D

gæti samt verið = merki þarna á milli því 10 smákökur gætu verið jafn mikið og 5 stórkökur.

En þar sem við vitum ekki magnið skulum við bara halda okkur við skilgreininguna þina og tæta í okkur smákökur!!

AHHH.... bara 1,5 lærudagar eftir í próf!!! Crap shit fokk sko!
 
Ég hef mikla persónulega reynslu af þessum dulketti og finnst hann ææææææði og ætla að stela honum. (tæla hann með plasthönskum upp í Blásali) Hann er eins og lítill hundur sem eltir mann út um allt, fagnar manni þegar maður kemur heim og horfir með manni á sjónvarpið og er svo kelinn að það er nánast vandamál! ;) Svo er hann mesta villidýr í heimi og með betra viðbragð en hlébarði nó grínó! :) Sofandi eða ekki sofandi.. skiptir engu máli.
 
Haha! Fann stafsetningavillu í fyrsta kommentinu: "stafsetnigafvillurnar"
Hahahahaha!
 
deeem júúú!!

Ég get ekki hugsað um svoleiðis núna.. bara tölur og útreikninga!

...ætla samt ekki að laga þær. Þessi texti og þetta allt var skrifað í flýti og þunglyndi yfir prófalestri!
This may be a lesson to all of you! Aldrei skrifa neitt í prófum... (hohoho)
*deyr*
 
Hey! Að deyja eftir lélegan aulabrandara er mitt trademark!
 
víííhííí - á sama tíma á morgun þá ertu frjáls, frjáls segji ég, eins og svalan..... eða bara einhver jólapadda sem að þeytist um allt til þess að vinna upp allt það sem hún fékk ekki að njóta fyrstu 20 daga desember mánaðar. Frjálsar skólajólapöddur rúla og rokka feitt - amen og allt það!

Annars er ég bara enn heima með rassveikan hund, sem by the way er vegabréfslaus, og hann er stundum matsár (hvaðan kemur þetta orð eiginlega - meikar engann sens). Annars bara jibbíííí prófin að klárast og mini-alda þess til heiðurs :)

yes yes - tis all gúd!

-dossa
 
Post a Comment

[Top]