<$BlogRSDURL$>

Saturday, March 18, 2006

Alltaf að færa í búið.. 

Jáff, ég lofaði að setja inn mynd af þýfinu þeirra Monga og Mosa og hér kemur hún!
nb: þetta er ekki uppstillt. Það fyrsta sem þeir gerðu þegar þeir sáu dótið var að leggjast á stuttbuxurnar.

Þýfi:

* litlar rauðar stuttbuxur
* lítill hreinn sokkur (með hreinulykt og allt)
* ógeðslegur uppþvottahanski
* ýmisskonar bönd, misvel á sig komin
* tuska með olíulykt
* 5 vettlingar. 1 par af lopavetlingum, sama sort, með 2ja daga millibili. Annar töluvert skítugri en hinn.
* hálsól af, held ég, ketti.
* röndótt strokleður
* íluspíta, blár skítugur leikfangatrommukjuði úr plasti, spöng af gleraugum.
* hvít gerviblóm (svo áttum við eitt gult, þeir fóru með það út)
* litrík mynd, teiknuð af barni býst ég við.
* miði til hjálpar börnum í Pakista.

Svona eru kisurnar mínar nú duglegar að færa okkur hluti. Ég vildi óska að við hefðum ekki hent út haugnum sem var búinn að safnast upp fyrir jól. Við getum kannski gefið rauða krossinum eitthvað af því sem þeir koma með hingað inn!! Eða farið alveg öfugt að þessu og kennt þeim að ræna peningum og verðmætum skartgripum.

Comments:
Ýluspýta.
 
Sko þú ert nú alveg makalaus, búinn að þjálfa kettina þína til að stela öllu steini léttara, ert að rækta mannætuplöntur sem þú getur svo sigað á fólk... þetta er eins og undarleg útgáfa af Oliver twist
 
blesssuð maður! hvurskonar ránketti hefurðu í hýbýlum þínum kona góð! Er þeir með stelsýki á háu stigi og komast ekki SA fyndi (stealing anonymous)!

en annars skulum við gjarnar hittast yfir bjór er það ekki babesí frænka!
 
Skvo..... ég er með ákveðna kenningu með þetta allt saman.

Þetta er frá því um jólin, mannstu jólalagið um Litla Trommarann (Little Drummer Boy). Litli trommarinn stóð á Garðatorgi og barði trommuna sína (með bláa kjuðanum sínum), og seldi gerviblóm og listaverk. Allt þetta gerði hann til hjálpar börnum í Pakistan. Hann var klæddur rauðum stuttbuxum (rautt er litur jólanna) en til þess að honum verði ekki kallt þá var hann með nokkra vettlinga og í hreinum sokkum.
Þá mætti Ásbúðargengið á svæðið, þeir rifu hann úr fötunum, átu gleraugun hans og Guð má vita hvað fleira. Kisugengið hefur að sjálfsögðu horft á CSI og notuðu uppþvottahanska til að skilja ekki eftir sig þófaför og notuðu olíutusku til að þrífa svæfið. Strokleður notuðu þeir svo til að eyða sönnunargögnum.
Rauða snærið? - tja einhvers staðar liggur grey trommarinn með rauðu snæri og ýluna af ýluspítunni fasta í rassinum.

Ferleg þessi pussy-gengi :-)

-dossa
 
össss..... átti að vera:

liggur grey trommarinn BUNDINN með rauðu snæri og ýluna af ýluspítunni fasta í rassinum.
 
Skúli.. fooin, ýýluspýta.. en hjá mér er það íluspíta! Yes, yest it is.

Ævar.. ég er búin að plana marga hluti!j You'll see!

Um að gera að hittast og spjalla yfir bjór.. ég held samt að kettirnir séu að leggja eitthvað lítið barn hérna í götunni í einelti! Koma inn með litla sokka og litar buxur.. afar dularfullt!

Svo er trommarinn alltaf að liggja með rauða snærinu sínu að gera eitthvað dónalegt.. dónalegi trommari! Með ýluspýtu í rassinum!

fjúh.. búin að svara ööllum! Ofurdugleg hérna!
 
Hahahahaha! AHAHAHAHAHAHAHAHAHAAAAA!
 
Hahaha.. þetta er svo fyndið :)
Mér finnst að þú eigir að þjálfa þá sem sérsveitarketti sem stela öllu verðmætara en 5000kr *thumbs up*
 
Hahahaha Dossa, þetta er afar góð kenning, held þú ættir að tala við lögguna og gá hvort þeim vanti ekki aðstoð við kenningarsmíð :D
 
hrmpfffh...ég er móðirin(da motha)
ég á bæði sprelluna og kettina...mæli ekki með sona blygðunarlausum þjófnaði og þaðanafsíður óforskammaðri gleði sprellu vegna síendurtekinna afbrota okkar fjórfættu skjólstæðinga.Hins vegar þekki ég trommuleikarann-menn skulu ekki gera lítið úr afrekum manna sem þjóta um með ÝLUSPÝTU í þarmi og gera perversa hluti með snæri-hephep þeir lengi lifi og þjóti sem mest.Jam.
 
hahahah.. ýluþarmur!
 
Þarmýla! Hljómar voðalega líkt skrækjandi bandormi.
 
Heimur versnandi fer!
 
Ertu til í að hafa samband soon, ég þarf aðeins að heyra frá þér.
 
Post a Comment

[Top]