<$BlogRSDURL$>

Sunday, May 21, 2006

Á hjóli skemmti ég mér trallallala.. la lallalala!! 

Held það sé alveg klárt mál að ungfrú Elín hafi ekki hjólað í mörg mörg... mörg mörg ár.
Í enda veturs ákváðum ég og minn einfaldi hugur að verða ofurElín í sumar og hjóla á hverjum degi í vinnuna. Það eru rúm 7 ár síðan ég hjólaði eitthvað af viti og í minningunni er þetta bara að ýta niður með hægri, svo með vinstri, svo renna.. ýta aftur niður með hægri.. skipta um gír og með þessum hætti kæmist ég hvert á land sem er.
Fyrir 20 mínútum fór ég til ömmu minnar að fá lánað hjólið hennar, þar sem hún notar það ekki mikið, svo ég gæti byrjað þetta svakalega sumar með trompi. Dekkin voru eilítið loftlaus svo ég ákvað að best væri að byrja að hjóla uppá bensínstöð til að pumpa í dekkin... ó hversu lítið ég vissi þá! Fyrstu petölin voru eins og hvarf aftur í tímann, þegar ég var yngri og gat farið hvert sem ég vildi á hjólinu mínu.. uppá fjöll og niður aftur. Þessi voðalega fíni hjóla-æsku-afturhvarfs-glans var fljótur að hverfa þegar ég þurfti að ýta mínum feita rassi upp oggulita brekku! Þegar ég loks komst uppá bensínstöð voru svitaperlurnar farnar að leka niður ennið, ég slefandi, rangeyg og másandi, blótandi sjálfri mér í hljóði að hafa verið að minnast á það við fólk að ég ætlaði einungis að nota hjól í sumar til að komast allra minna ferða!
Þetta var svo miklu auðveldara þegar ég var lítil!! Nema ég sé orðin svona voðaleg hlussa og gamalmenni að geta ekki hjólað smá spotta án þess að fá kökk í hálsinn og titrandi þreytt læri!
Ég lít á þetta sem áskorun... þegar þessu sumri líkur ætla ég aftur að vera komin með æsku-hjóla-fiðringinn í magann og svífa um götur Garðabæjar eins og fiðrildi!!! FIÐRILDI SEGI ÉG!!!

Þó svo ég haldi kannski þessari hjólaiðkun minni áfram núna í sumar held ég að ég haldi mig bara við bifhjól í náinni framtíð. Öll farartæki þar sem ég og mín læri eru ekki mótorinn eru vel þegin.

Svo væri ég líka svo kúl á svona gulu hjóli sem heyrist í .... wwwwwwoooooOOOOOOOOOOOM!!!! Allavega meira kúl en más og fruss!

Comments:
HAHAHAHAHA

She hjóls like a butterfly and fnæses like a bee!!

;)
 
hahaha... the bee fnæs!

Ég afrekaði það samt að hjólast í vinnuna... án þess að fá fyrir hjartað eða leggjast í kör og gráta!
 
Ella, þetta getur varla verið svona erfitt, ég er eldri og feitari en þú og ég hjólaði ofan af Vatnsenda í vinnunna allt síðasta sumar, fyrsta vikan er erfiðust en svo hættir maður að vera svona aumur í rassinum :P

Svo líður manni svo vel á eftir ;-)
 
tíhíhí, hvað er þetta nú aftur langt? Getur tekið alveg soldinn tíma að venjast því að hjóla svona eftir ekki mikið hjólerí, skiptir líka máli að hafa gott loft í dekkjum svo maður renni betur og þetta virki ekki eins og þrekhjól bara.
En jájá bifhjól eru mjög cool náttúrulega... gætir kannski fengið slíkt með pedulum svona til að hjóla inná milli :)
 
haha já.. til að halda mér við!

Þetta varð skárra eftir að loftið kom í dekkin, verð að viðurkenna það. Samt sem áður kemur más og hvæs við sögu! En það er bara betra.. um leið og það hverfur veit ég að fiðrildahamurinn er að taka við ;)
 
HAHAHAHAHAHAHAHA

...segi ég líka. Sjálfur var ég að spá í að hjóla í sumar en þrekvirkið að koma sér í það stuð er bara beyond anything. =)
 
muhahaha.....þetta gleður mig! Farðu nú að hundskast til að hjóla til mín (I have a tasty treat for u, Nýji Stílinn 2)......kom svo!

-doss
 
hehe já, það er ekki jafn auðvelt að djöflast svona eins og í minningunni! Greinilegt að maður þarf að taka sig smá hjólataki :)

úúú, nýji stýllinn2.. ertu búin að horfa? Er hún skemmtileg? Hvernig er hún á litinn?
úje
 
mu hahahahaha..vantar aldrei lýsingarnar hjá þér U fnæsing bee! -Gaman að heyra að þú sért að taka hana gömlu frænku þína þér til fyrirmyndar....ég er sko búin að hjóla oft og lengi og langt í vinnuna og líka í Hollandi í sumarfríinu...og athugaðu -litlu frænkur þinar líka ...450km sjáðu til ! ...en frekar flatir ;-)
I'll race U 2 work U little butterfly!
BigS
 
bara hótanir í gangi :0

en allavena, þú ert óvenju dugleg að blogga núna.
 
e-la-la-la.......kíktu og sjáðu: http://barnaland.mbl.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=4104831&advtype=6&page=1

Þetta er eins og lagið með Ellen og KK nema örruvísi texti: "when I think of pussies, I think of you"....hrmmfp hljómar nestí, skúlinn gerir sér sennilega mat úr þessu.

hætt, farin að sofa, en mér finnst þér vanta loðna pussy - yes yes

-dossan, muhahahaha svefngalsi
 
Watch out pussycat wooawooawooooaaaaooooooo!
 
ÞÝ yrt ylvyg ýpsylyn blynd Ylsku Ylla Mýn.
Þýn mýmmý
 
Mat? Þótt hundar séu borðaðir í asíulöndum þá hef ég aldrei heyrt um að kettir séu hafðir til matar.
Og Elín, textinn er "What's new pussycat?" ;)

Pussycat, pussycat, I've got flowers and lots of hours to spend with you!
 
Mat? Þótt hundar séu borðaðir í asíulöndum þá hef ég aldrei heyrt um að kettir séu hafðir til matar.
Og Elín, textinn er "What's new pussycat?" ;)

Pussycat, pussycat, I've got flowers and lots of hours to spend with you!
 
Já ég veit með lagið :P
Dossa var bara að sýna mér kisur sem ég hefði getað tekið með mér heim og þessvegna sagði ég "watch out... " ofr
 
Post a Comment

[Top]