<$BlogRSDURL$>

Thursday, November 09, 2006

Töfralyf 

Stundum er gott að gleypa eins og eina panodil þegar manni líður tuskulega. Bara til að koma einhverju í verk. Eftir því sem lyfið verður sterkara því meira eitur verður það víst og sum lyf eiga það til að skipta einum verk út fyrir annan... eða aðra!

Til að gera ekki upp á milli lyfja, ákvað ég að halda nafni þessa lyfs leyndu. En eitt get ég þó sagt, þetta er bakflæðis, sjúkdómalyf!

Algengar aukaverkanir:
Höfuðverkur, kviðverkir, niðurgangur, vindgangur, ógleði/uppköst, hægðatregða, svimi. (GLÆSILEGT)

Sjaldgæfar aukaverkanir:
Svimi, munnþurrkur, húðbólgur, kláði, ofsakláði, breytt húðskyn, svefnhöfgi, svefnleysi, tímabundið rugl, æsingur, árásarhneigð, þunglyndi og ofskynjanir, brjóstastækkun karlmanna... blóðfrumnafæð... regnbogaroðasótt... breytingar á bragðskyni ofr. (HOW SPLENDID)


Hahhahaa ... getið ímyndað ykkur hvað það væri þá gaman, eftir inntöku óskilgreindrar pillu, að bíða í eftirvæntingu eftir því hvaða aukaverkanir láta ljós sitt skína. Væri meira að segja hægt að gera smá leik úr þessu:

"Ef þú færð man-boobs þá skuldarðu mér bjór!"

Comments:
Ekki ónýtt, útúrofskynjaður á því með brjóst til að leika við .. hehe :p

Ég mundi vilja fá eitthvað meira en bjór í þessum leik, Benz kannski?
 
hahhaha :D

Með brjóst til að leika við.. Benz væri alveg fínt ef viðkomandi væri nógu ríkur. Kannski leikfangabenz og 2 bjórar?
 
Váááá.. ætli maður fái alltaf einhverjar aukaverkanir en taki ekki eftir þeim því þær núlla hvor aðra út? T.d. ef maður fær nú niðurgang og hægðatregðu á sama tíma..

That just.. cant work man!
 
hahah.. vá hvað það væri samt miklu betra að þær núlluðu hvor aðra út í staðinn fyrir að fá actually aðra þeirra.
Verra væri ef maður fengi nú allar aukaverkanir, bæði algengar og sjald.. gengar!

Óstöðvandi kúkavél með útbrot, man boobs, tímabundið rugl og munnþurrk! Falleg sjón það!
 
Með niðurgang og hægðatregðu á sama tíma jafnvel ?
 
Fínt að fá tímabundið rugl, árásarhneigð, ofskynjanir og smá æsing. Maður er örugglega góður þá... og pottþétt búinn að gleyma öllum verkjum sem voru að hrjá mann.

Maður væri örugglega ekki lengi að lenda í jail-inu með þannig blöndu.
 
Það væri flott blanda Hannes... breytist í Sideshow Bob á meðan pillan er að virka. Getur gert allan andskotann og kennt pillunni um!
 
Já þessar aukaverkanir eru alltaf frekar scary, ég væri líka til í að sjá prósentur tölur í staðinn fyrir algengar og sjaldgæfar,
Svo er eitthvað af þessum aukaverkunum eflaust tengdt samvirkni við önnur lyf og svona, held að málið sé að nota lyf sem minnst og helst bara eina tegund í einu. Gott er líka að muna að öll lyf eru eitur að einu eða öðru tagi, meiningin er bara að drepa vandræðin áður en þau drepa þig, og án þess að drepa þig :)



Hvernig er það eiginlega eru bara allir veikir? Er bölvaður dónaskapur af veikindum að ráðast svona á mann þegar maður er búinn að þræla sér út með mikilli vinnu , litlum svefni og miklu koffíni .
 
Og bara af því að prófin eru að byrja næsta miðvikudag og við þurfum að vera að læra! Þetta er rass!

Annars þá var amma mín sett á einhver magalyf.. út af einhverju sem hún vissi ekki alveg. En hún uppskar allskonar leiðindi og fann vont bragð af öllu sem hún borðaði. Ss það var eiginlega ekkert að henni fyrr en hún át pillurnar = wonderpill!
 
hehe Miðvikudag fyrir þig mánudag og þriðjadag fyrir mig :)
Merkilegar þessar aukaverkanir samt, sumir fá en aðrir ekki, erum með ólíkari líkamsvirki enn margur gæti haldið greinilega
 
Yes yes.... pillur eru ekki góðar! Þær eru bara slæmar, þurfti sjálf að taka litlar gular þegar ég var lille og þær voru neeeeeestí. Annars gott að sjá að þér lifið Ellan mín, þú ert mikill lærari og er hér með boðið í eitt stykki Doritos-kjúlla í þínum prófleiðindum þegar þér hentar, gemmér bara fyrirvara!

Lof jú long tæm!

-dossan og litla frænkið (sem er farin að standa upp við núna)
 
Eftir smá leit á veraldarvefnum, þá hef ég dregið eftirfarandi ályktanir um aukaverkanir:

* Algengar: Meira en 1% tilfella
* Sjaldgæfar: 0.1 til 1% tilfella

Algengt virðist að setja eftirfarandi í sjaldgæfa flokkinn, athugið kommusetninguna:

Tímabundið rugl og æsingur, þunglyndi og ofskynjanir

Því má við bæta að 4 efsta heimildin á google varðandi "tímabundið rugl" er einmitt bloggsíðan hennar Ellu :)
 
Ekki vill svo til að lyfið sé Nexium, Elín?
 
Ohh, ég hreinlega man það ekki. Fann þetta bara á netinu einhvernstaðar, doktor.is eða eitthvað :P
 
fffrrrppp...
Ekki gera lítið úr pillum...
Stones sungu af mikilli íþrótt um "mother´s little helper"s.s.prinsinn af valium, sem bandarískir doktorar sköffuðu frústreruðum húsmæðrum amrikönskum um miðjan sjötta og sjöunda áratug síðastliðinnar aldar.
Uppskera þeirrar lyfjagjafar varð kolstropaðar kellingar í miðvesturríkjum USA, sem átu Bibíuna sína í morgunverð,brenndu brjóstahöldin og fóru á Woodstock og stunduðu stóðlífi með falsspámönnum...
hehehe...mætti halda að ég væri búin að pillast eitthvað...
 
HAHAHA

Stóðlífi með falsspámönnum :D
 
Post a Comment

[Top]