<$BlogRSDURL$>

Saturday, April 16, 2005

Í minningu Perlu... 

Í minningu Perlunnar..
Perla var alltaf ung í anda og gerði marga hluti um ævina. Ég man fyrst eftir henni áður en ég flutti í Ásbúðina. Þá átti ég heima í Hrísmóum og við vorum að fara að flytja. Ég var að labba heim til ömmu ( sem átti þá heima á Móaflöt) og sá þar hund koma hlaupandi að mér og hann elti mig heim til ömmu. Við héldum að hann væri týndur svo við skutluðum honum heim, í Ásbúð 87. (þetta var ss Perla ) og þetta kom allt fyrir áður en ég kynntist Ernu. Nokkuð magnað..

Kom oft og mörgumsinnum í heimsókn til okkar hér í Ásbúð 85 til að kæla sig á flísunum þegar það var gott veður. Kom einnig í nokkrar kurteisisheimsóknir eftir að Erna flutti í Rjúpnahæðina...
.. kúkaði á umferðareyju (þar sem var mikil umferð og fullt af fólki ;)
.. horfði stíft á kött hjá læknum

Mun alltaf minnast hennar sem yndi og góðs félaga. Perla var einstök!

Samúðarkveðjur til Ernunnar minnar og fjölskyldu.

Comments:
Æi takk fyrir þetta Elín.. Ég vona að við þurfum ekki að kveðja fleiri (hvorki menn né dýr) í bráð :,(
 
Samúðarkveðja og knús til Ernu :/

-dossa
 
Post a Comment

[Top]