<$BlogRSDURL$>

Saturday, April 09, 2005

Hef lært mig til enda... 

Það er búið að vera svo brjálað að gera í skólanum undanfarnar vikur að ég hef ekki haft tíma né nenn til að skrifa hér inn.. ég náði þó að búa til myndasíðu. Sem er kannski ekki merkileg.. en myndasíða engu að síður.
Svo er ég líka búin að bæta Degi mínum kæra hérna inn sem bloggvin.. myndabloggvin. Held að mannanafnanefnd ætti að taka Myndabloggvin til greina.. hljómar mannanafnalega! Hún gerir þá ekkert annað en að banna það... eins og Aðalbjörgvin!

Jæja.. ég hef svo lítið áhugavert að segja að ég er að pæla í að hætta þessu og fara að sofa. Ég var hinsvegar að borða eplaköku og þær eru svo góðar.. ohhh!! Sérstaklega með ís..

Nóg af því! Var samt að velta því fyrir mér hvort það sé hægt að læra á sig gat. Og ef svo er.. hvernig í ósköpunum maður fer að því. Ætli það sé ekki hægt að fara í sjúkrapróf út af slíku:

Heyrðu fyrirgefðu.. ég er hérna með gat sem ég virðist hafa lært á mig.. þetta er svolítið sárt! Má ég ekki taka sjúkrapróf??



Lærugöt Posted by Hello

Svo er CatPower lagið mitt.. Good Woman yndislegt!

Comments:
auðvitað er það gott! enda senti ÉG þér það!! og segðu svo að ég kommenti ekki!

ps. ég er fullur

babar
 
HAHAHAHAHA lærugöt.. ég ætla að vinna í því að fá mér eitt núna strax!!

Allir synir minir munu heita Bloggvin Jenssynir.
 
Elín sagðist ætla að gefa mér nammi ef ég kommentaði á síðuna hennar.
 
hahahaha....

.. já nei. Núna talaðirðu af þér nammiréttinum Sjonni. Núna færðu bara strokleður!

Og mér lýst mjög vel á Bloggvin Jensson! Bloggvin og Bloggvina!
 
haha.. það er eins og ég sé að hóta öllum til að láta fólk kommenta hjá mér!

Monday.. tuesday...
 
úfff......fyrst hélt ég að þú hefðir verið að uppgvöta að þú værir með læragat (þ.e. gat fyrir ofan lærið) ætlaði að segja þér að þetta væri alveg normal hjá stelpum! Annars hef ég heyrt að þegar svona lærigöt myndast að þá sé hægt að gera auðveldlega við þau með bragðaref eða bara risanammi poka...

sel það ekki dýrara en ég keypti það :>

-dossa
 
Kommenti kommenti...

jæja.. nú er ég búin að kommenta hjá þér Elín.. *skjálf úr hræðslu* .... má ég fá gervifótinn minn aftur núna??
 
Yes... yes you can!
Svo lengi sem þú notar hann í eitthvað nytsamlegt (og ég er ekki að tala um að nota hann sem gönguverkfæri)

..hvernig ætli það sé að vera vondur... alltaf! :|
 
Ó! Arg! Parietal bein! Agh! Vondar minningar úr H&H! Arrr!
 
Post a Comment

[Top]