Friday, July 08, 2005
Hugsa út fyrir kassann...
Þegar ég var í 4 bekk í MR hringdi mamma í mig kl 10:30 og spurði hvort ég hefði tekið sjónvarpið með mér í skólann. Ég svaraði því að sjálfsögðu neitandi.. þar sem ég fer mjög sjaldan með sjónvarpið mitt í skólann. Ég sagði henni að hringja í afa og spyrja hann hvort hann hefði fengið það lánað. Nokkrum mínútum síðar hringdi hún aftur og sagði mér að afi hefði ekkert komið nálægt þessu og ekki pabbi heldur. Okkur fannst ferleg frekja að einhver hefði tekið sjónvarpið okkar án þess að segja okkur frá því en vissum samt að það kæmi í leitirnar seinna.
Þegar ég kom heim var sjónvarpið ekki komið svo ég hringdi í Dossu og spurði hana hvort hún vissi hver hefði fengið sjónvarpið lánað.. hún hafði ekki hugmynd um það og neitaði sjálf að hafa tekið það. Það var hringt í ömmu og Svövu frænku og Lögga og enginn vissi neitt um sjónvarpið.
Klukkan var að verða 5 og mamma komin heim. (en ekkert sjónvarp) Enginn enn búinn að hringja og segja okkur að viðkomandi hefði fengið það lánað...
Nokkru síðar tók mamma eftir því að síminn hennar (gsm) var líka hálf horfinn og þegar hún fór inn í herbergi var búið að róta upp öllum skartgripunum hennar.. það var á þeim tímapunkti sem við áttuðum okkur á því að við hefðum verið rænd!!
Ahh það er svo æðislegt hvað maður getur verið sjálfhverfur og vitlaus. Þjófurinn náðist því hann ákvað að nota símann sem hann rændi, 2 dögum eftir þetta frábæra rán. Við fengum allt til baka aftur, alla skartgripi og svona skemmtilegheit.... allt nema sjónvarpið!
Vona því að það sé einhver hamingjusamur sem nýtur þessa stolna sjónvarps..
.. lesson of the day: Muna að ef að stórir hlutir hverfa úr húsinu þínu þá er ekki víst að fjölskyldan þín hafi fengið þá lánaða!
:)
Comments:
Haha - þetta er góð saga, verst að sjónvarpið kom ekki í leitirnar... Alltaf nauðsynlegt að draga lærdóm af öllum þeim góðu og slæmu uppákomum sem maður lendir í ;) kv. Anna Sigga =)
símar eru alltaf að hálf hverfa...
... farsímar, heimasímar, vinnusímar, tíkallasímar....
Þetta er mikið vandamál skal ég ykkur segja!
... farsímar, heimasímar, vinnusímar, tíkallasímar....
Þetta er mikið vandamál skal ég ykkur segja!
Sem minnir mig reyndar á að ég hef heyrt að einhver hafi runkað sér á bekkina í útigufubaðinu í Garðarbæjarsundlauginni.
Post a Comment