Monday, July 18, 2005
Blindflug....
Já, ég og Egill gáfum Ernu listflugstíma í afmælisgjöf. Það vakti mikla lukku mér til ánægju. Þetta listflugsferli er búið að taka langan tíma að plana þar sem ekki er alltaf veður til slíkra æfinga. Ég var búin að ákveða að fara núna í júlí og panta tíma en var farin að halda að sólin ætlaði aldrei að láta sjá sig aftur. Bragi Flug góðvinur minn hjá Flugskólanum hefur staðið sig eins og hetja að þola amk 3 símhringingar frá mér á dag til að athuga með veður og vinda, flugfæri og lausar vélar.
Svo í dag (áðan) sótti ég Ernu og henti peysu yfir hausinn á henni, keyrði með hana í allskonar hringi til að rugla áttavitann sem hún geymir í hausnum á sér.. heppnaðist ágætlega því hún hélt að við værum í kringum skip þegar á leiðarenda kom.
Þessi fína ferð endaði svo á bragðaref og miklu handapati frá Ernu og útskýringum um fljótandi skip, Sessnur, timm og stall.... ahhh, ég hef ekki hugmynd um hvað það er en það hljómaði amk skemmtilega að sögn Ernu OG hún fékk að gera þetta alltsaman sjálf!
Hún hefur líka fundið upp "flugtegund", Blindflug. Ss, þegar flugvélin fer í hringi og er að djöflast eitthvað, lokarðu augunum, setur hökuna í bringuna og krumpar þig saman.....
Til hamingju með afmælið Erna.... 29. aprííl og takk Bragi flug fyrir mikla þolinmæði!!!
ps: Ég og Erna fórum líka í kúluna í tívolíinu.... very much the funness!!
Svo í dag (áðan) sótti ég Ernu og henti peysu yfir hausinn á henni, keyrði með hana í allskonar hringi til að rugla áttavitann sem hún geymir í hausnum á sér.. heppnaðist ágætlega því hún hélt að við værum í kringum skip þegar á leiðarenda kom.
Þessi fína ferð endaði svo á bragðaref og miklu handapati frá Ernu og útskýringum um fljótandi skip, Sessnur, timm og stall.... ahhh, ég hef ekki hugmynd um hvað það er en það hljómaði amk skemmtilega að sögn Ernu OG hún fékk að gera þetta alltsaman sjálf!
Hún hefur líka fundið upp "flugtegund", Blindflug. Ss, þegar flugvélin fer í hringi og er að djöflast eitthvað, lokarðu augunum, setur hökuna í bringuna og krumpar þig saman.....
Til hamingju með afmælið Erna.... 29. aprííl og takk Bragi flug fyrir mikla þolinmæði!!!
ps: Ég og Erna fórum líka í kúluna í tívolíinu.... very much the funness!!
Comments:
flaaaa.........maður getur nú móðgast! Eins og Erna í listflugi sé það merkilegasta um þessa helgi - ég býð þér aldrei aftur í brúðkaupið mitt og Valda með þessu áframhaldi ;=)
issss......pakkkkkkkkk :)
lof jú long tæm!
Post a Comment
issss......pakkkkkkkkk :)
lof jú long tæm!