<$BlogRSDURL$>

Sunday, November 07, 2004

Tækifærislæri! 

Jamm og já . . .
Eftir miður ánægjulega færslu hér síðast kemur önnur frekar óspennandi. Prófin eru eftir viku.. EFTIR EINA VIKU.. og ég er á kafi í að læra. Eftir prófin tekur svo við þriggja vikna verkefni, þannig við fáum eins dags hvíld á milli verkefna, sem er mikill og góður léttir. Ég ætla að nýta þann dag vel og taka til inni hjá mér þar sem herbergið mitt er eins og fordyri helvítis!!
Ég og Erna höfum ákveðið að bíða með að spila Chest-nuts (sem er jólalag jólalaganna (og ég veit ég er að skirfa bringu-hnetur)) þangað til 22. desember því þann heilaga dag klárar hún prófið sitt eftir mikla og þunga keyrslu. Kærkomin hvíld fylgir þvílíkum degi og munum við halda upp á hann með jólabíltúr, bringu-hnetum og jólanammi! Ohh, ég get ekki beðið.

Myndina hér fyrir neðan sendi Erna mér um daginn. Þykir mér hún lýsandi fyrir ástand margra nema á þessum tímapunkti hvort sem það eru tölvunar, viðskipta, lögfræði, lækna eða verkfræðinemar! Þyrfti kannski að hafa eina tölvu þarna fyrir okkur tölvunördana.. en það kemur varla að sök. Þessi mynd segir allt sem segja þarf....



Flott þetta.. Posted by Hello

Comments:
Sýndu þig og sjáðu aðra.. af hverju kemur þetta ekki inn!
 
mér líður svo rosalega eins og þessi mynd sýnir að það er ekki fyndið.. <:O ... eða jú kannski soldið fyndið ;)

svo verð ég að segja þér eitt.... daddarada.. ég ruglaðist aðeins í dagatalinu OG ÉG VERÐ BÚIN 21.DES!!! WOOOHOOOO!!! :) Einum degi fyrr getum við jólakúlurnar því skellt okkur í bíltúr með kökum skrauti og brjósthnetum.... ;)

og já.. þú ert best í heimi fyrir að leggja það á þig að bíða svo lengi eftir mér með þetta allt saman!!!! :* ... 4 DAGA SKO!! ..my hero..

en já.. læra
*langt og undarlegt komment með mikið af táknum*
 
WOOHÍÍÍÍÍ... 21. des!! Það munar samt ótrúlega miklu svona einn dagur. Þó það sé ekki nema einn því það er næstum því alveg sama hversu mikið maður er búinn að læra fyrir próf (nema maður sé ekki búinn að læra neitt) þá er tilfinningin sem fylgir því að klára það algerlega ólýsandi!!! Tekur 2 mánuði að læra fyrir 3 tíma próf...
... roooasting on an oopen fire ... *tilhlökkun* !!!
 
Já þú ert nörd:O OoOoOoOoOo...>:)
 
HAHAH... ég var með vitlausan Dag hjá mér í bloggurum. Dísus, ég var meira að segja búin að kommenta hjá honum og segja takk fyrir að skrifa um kisann minn lolol
 
pahhh.....jól msól! Er farin að gera jólaskreytingar í vinnunni og er búin að vera að selja jóladót síðan í byrjun okt - held að ég verði bara hætt í jólaskapi þegar að jólin koma loks! Eða......*hugsi hugs* ætli ég komist bara í jólaskap í ammmeríkunni (hefuru tekið eftir að ég næ að snúa öllu uppá þessa ferð).

Annars fenguð þið tölvupóstinn sem að var sendur á kvenfólk eftir USAkosningarnar, þar sem að konur voru hvattar til þess að nauðraka sig að neðan "because we don´t need anymore BUSHes" tíhí

Dossa
 
ég held líka alltaf að ég klári hlakkið bara í lok nóvember eða e-ð en það gerist samt aldrei.. þegar maður byrjar að taka til fyrir jólin og kveikir svo eftir það á kanilkertum og fær sér smákökur með heitu súkkulaði, horfir á ljúfar jólamyndir og hlustar á jólalög.. þá er það allt öðruvísi en manni hefur liðið í gegnum aðventuna almennt..

ahhhh ég elska jólin :)=)
 
undarlegar samræður og já ég er búinn í prófum 20 des
GB
 
Þetta eru mjög almennar og opnar samræður herna Gunni minn. Jólin eru almennt mjög um-töluð hjá mér þegar prófin eru að koma. E-d svona til að hlakka til þegar hryllingurinn er afstaðinn!!! og já... HAHA ég er búin á undan þér í prófunum!
 
Ég hér með lýsi því yfir að downloada og installa WinXP SP2 er með því leiðinlegasta sem ég hef gert.
-Skúli
 
Við erum með áskorun á jólalagið þitt um hvað er besta jólalag ever, jólalagið okkar er það besta og verður jólalagið 2004,2005,......,20nn. her er það http://www.jibjab.com/play.asp?contentid=28 við mælum með könnun
GB og WuDDi
 
Já ég var búin að sjá þetta.. hehe!
Ég tek áskoruninni.. as we say: " I challenge you do a duel! " Hvernig sem það er svo skrifað :)
 
Men hvað þið eruð lengi í prófum, eða allavega búin seint. Ég er búinn 9. desember, suckers!

Ekki gleyma hitting heima hjá mér á laugardaginn?

-Dagur
 
Damn you evil one!!! >:# -beint til Dags sem er rassgat

mér finnst líka lagið þarna.. "the weather outside is frightful.. but the fire is so delightful.." ..mjög gott og set það hér með í pottinn.. Samt er bringuhnetu lagið alveg toppurinn á öllu jólalegu!! (enda bannað þar til 21.des)
 
Damn you evil one!!! >:# -beint til Dags sem er rassgat

mér finnst líka lagið þarna.. "the weather outside is frightful.. but the fire is so delightful.." ..mjög gott og set það hér með í pottinn.. Samt er bringuhnetu lagið alveg toppurinn á öllu jólalegu!! (enda bannað þar til 21.des)
 
Já, ég segi það með þér. Dagur.. you lucky bastardo!

Núna langar mig geðveikt í kakó og súkkulaðikökur því það er frekar skítlegt veður úti og ég er að læra af mér bæði höfuð og hendur...
.. og ".. weather outside is frightful... " hljómar mjög vel núna :)
 
ÉG er AÐ verða GEÐVEIK á ÞVÍ að LÆRA!!!!! Læra læra læra Læra leynigestur læra læra Læra læra læra Læra læra leynigestur læra Læra læra læra Læra læra leynigestur læra Læra læra læra Læra leynigestur læra læraLæra læra læra leynigestur Læra læra læra Læra læra læra Læra læra læra Læra læra læra Læra læra leynigestur læra Læra læra læra Læra læra læra Læra læra læra Læra leynigestur læra læra Læra læra læra Læra læra læra ... leynigestur

jæja.. back to the books.. ;)
 
jens lét mig fá ótrúhúlega skemmtilegt forrit sem getur gert djöflasöng... verð að sýna þér.. við tvær skemmtum okkur lengi eitt sinn við að reyna að gera svona á fornfálegan hátt :)

soooo fun!!!
 
Ég fékk kynningu á þessum skemmtilegheitum í gær...
... gæti komið sér vel í hinum ýmsustu aðstæðum!
 
:( Þú ert ekki búin að sertja link á mína síðu :(
 
Varstu nokkuð í djassballet??? Hún nefninlega hatar alla sem hafa æft djassballet og þegar hún komst að því að ég er ekki kölluð Erna Lipurtá fyrir ekki neitt þá tók hún mig strax út!! Ég þurfti að malda mikið í móinn til að vera tekin aftur í sátt..
 
Common ... hver er svona sorglegur að vera að biðja um að fá link inn á sína síðu, hjá einhverjum öðrum ..... waaaa,,waaa,, mig langar i nammi, þegar ég sit hérna í tíma ... mér var litið á Elínu og mig langaði allt í einu óstjórnlega í súkkulaði ... don't know why :)

Valli
 
*syngist við viðbjóðslegt drengjahljómsveitarlag*
Because she is soooo sweeet... sweet like chocolate!! oh oh oh yeeeeaaaaahhh!!
 
*lymskulegur hlátur*
.. drengjahljómsveitur eru yfrielitt frekar vibbalegar! Ég sé þetta alveg fyrir mér hérna...
.. uhhuuu, i love you almost as much as I love myself!
 
SVAKALEGT......Ella geriru þér grein fyrir að Valli horfir á þig og sér súkkulaði - það er ekki alveg í lagi með hann held ég ;)

Annars góða farðu nú að skirfa eitthvað nýtt inn, það er ekki eins og þú sért að gera neitt - eitthvað að feik læra!

*evil Dossa muhahahaha*
 
mig vantar linkinn á jólalagið þitt!
-GB
 
Nei ekki skrifa aðra færslu.. sláum kommentamet með þessari!! Ætli komment hafi farið yfir 100 á einhverri síðu??
 
Já þetta er magnað... so many comments. And about what?
Held að það sé leyndardómur alheimsins!
 
Post a Comment

[Top]