<$BlogRSDURL$>

Saturday, November 13, 2004

Jólalagasamkeppni... 

Bara því hitt var orðið svo yfirfullt af kommentum, og ég vil ekki týna þessum link, þá er hægt að hlusta á bringuhnetulagið fræga hér fyrir neðan. ÓJÁ.. ég sagði bringuhnetulagið!
Til að greiða úr öllum hugsanlegum og óhugsanlegum misskilningi þá er ég EKKI búin að hlusta á þetta yndislega jólalag... mjöög erfitt en ég held það út!
TIL ERNU: Passaðu þig að ýta ekki á linkinn hér fyrir neðan.. verður virkur fyrir okkur 21. des ;)

Hér má hlusta á JÓLALAG JÓLALAGANNA!!!

Og lagið sem bringuhneturnar mínar eru að keppa við

Endilega hlustið á jólalögin og segið mér hvað ykkur finnst. Ég held ég eigi eftir að massa þetta sko!

En já.... búin að drepa smá tíma, ætla að halda áfram að narta utan af snickersinu mínu og læra meira ...


Comments:
þetta er auðvitað engin spurning... hitt lagið er algjört prump!! hahahahaha ;)
En í alvöru.. það er ekkert sem getur unnið bringuhnetur.. EKKERT!!!

ahhhh veistu hvað ég hata.. að sjá myndir af sjálfum sér á einhverjum myndasíðum hjá fólki út í bæ.. sem eru EKKI glæstar! Þú ert þarna líka góða.. og Jens og Gunnar E... miðað við þessar myndir ætti helst að loka oss inn á hæli..

>:(
 
Uhhuuhuuu.. brjálæðismyndir! Alltaf svo gaman að þeim. Verða samt yfirleitt miklu verri þegar maður loksins veit af þeim og fattar hvar þær eru.
But no worries my friend.. við erum alltaf æðislegar!!

*hóst*
ég er samt geðveikt forvitin um að fá vita hvar þessar myndir er að finna? :|
 
Mömmu finnst þetta lag þitt ömmurlegt, hún var að þrífa þegar ég spilaði þetta fyrir hana og hún langaði mest að fara uppí rúm að sofa eftor að hún heyrði það. jólin eiga að vera skemmtileg ekki þunglynd, eins og það séu ekki nóg af sjálfsmorðum um hátíðirnar.
-GB
 
HEY.... já ókei, jólin eru mjög skemmtileg og svona. En þau eiga líka að vera róleg og fólk á að slappa af og njóta þess að vera í kringum vini og vandamenn. Borða góðan mat og vera feitur. Svo er þetta ekki þunglyndislegt lag, það er gott að verða þreyttur ef maður hlustar á jólalög þarf ekki endilega að detta í þunglyndi yfir því. Svo er hann líka að lýsa tilfinningunni sem maður fær þegar jólin nálgast (í laginu okkar Ernu) og þetta er nákvæmlega eins og ég hugsa það. Arineldur og ískallt úti. Allir í hlýjum fötum og glaðir og svona.... svo mega líka alveg vera skemmtileg jólalög inn á milli. Þau eru samt að segja nákvæmlega það sama og þetta lag... þetta er bara svo ofboðslega fallegt lag!!
Dísus ég veit ekki hvað ég á að segja.. ég hef nefnilega svo margt að segja um þetta. Og ég held líka að ég hafi ekki komið neinu á framfæri með þessu.. HJÁLP E-R!!!
 
hurðu....ég sé að þið gleymið AÐALjólalaginu, en það er lagið sem að Helga Möller gerði ódauðlegt hérna um árið - myndbandið tekið upp í Kringlunni! Æji man ekki hvað það heitir en það er sungið við spænska sumardanssmellinn og textinn er einhvernveginn: Hurðaskellir, gáttaþefur blablabla blabla og stúúúúúfur!

LANGbest ekki spurning!! :)

*annarstakabringuhneturnarhittdrasliðírassgatið;)*
 
Ég segi bringuhnetulagið!!!
En heimsumból er JÓLALAG ALLRA TÍMA!!!!!!!!!!!!!!!!
Múhahahahahahahahaahh múhahahahahaahha múúúúhahahahaha
 
Það er bara slagur! Þið eruð samt að gleyma aðal jólalaginu, Snjókorn falla með Ladda! Það er langbesta lagið í öllum heiminum, bæði fyndið (aðallega af því að Laddi syngur það) og jólalegt!
En annars vinnur jólalagið hennar Ellu :)
Tin Tin
 
Jólalög þurfa alls ekki að vera geðveikislega hress eins og GB segir hér að framan. Nóg er nú um jólastressið, kaupæðið, þrifin og spennuna.. alvöru jólalög láta mann gleyma því öllu saman, róa niður sál og líkama og gefa manni hinn sanna jólaanda beint í æð.. jújú jólalög með smá tempói og skemmtilegheitum eru ekkert leiðinleg og góð til að spila undir þrifunum, á jólaböllum og í undirbúningi jólanna en þannig lög myndi ég t.d. ekki spila á aðfangadagskvöld.. þá taka við alvöru jólalög sem minna mann á heitt súkkulaði með rjóma, smákökur og grenilykt.. eins og Bringuhnetur...:)

Auk þess held ég að fólk sem er jafn illa ástatt andlega og þú talar um að ofan GB, þurfi ekki prumpandi jólalög heldur læknisaðstoð.. ;)
 
Ahaaa...
... vel orðað.. vel orðað!
Bringuhnetur standa alltaf við sitt!!
 
Hvar er Skúli annars?
 
hann var að kommenta hjá mér í dag.. annars ekki heyrt í honum in million years.. :/

sssssstrange...
 
hahahah.. þunglyndislegt lag? efast um að það séu margir sammála því (ekki einusinni Erna of all people), sérstaklega þar sem þetta er eitt allra vinsælasta, ef ekki vinsælasta jólalag allra tíma :|
 
Gangi þér vel í the próf!!!!
Mundu bara að stöðuskipti í samsetta stöðu jafngildir stöðuskiptum í upphafsstöðu undirstöðu!!

mjöööög mikilvægt ;)
 
AHAHAHAHAH.... takk! :D
Þetta kom á 2 stöðum á prófinu og ég fæ pottþétt 10!

*mjögmikillhlátur*
 
Riiight... Bringuhnetur. Hljómar klámfengið. Ætti ekki frekar að þýða það sem brjóstaeistu? Sé það fyrir mér í enskri alfræðiorðabók: Chestnuts = Boobie-testicles.
Ass. Titties. Ass n' titties. Ass ass titties titties ass n' titties.
-Skúli
 
SKÚÚÚÚLIIIII!!! Hann lifir.... víí!
 
úúúúú.......geðsjúka framhjáhalds mjónan lætur til skara skríða í kvöld - I cant waaaaaaaaaaaiiit :)

Mikið gaman, mikið slæmt gott sjónvarpsefni!

Gott að þér gekk vel í prófinu, þetta gera bragðarefir sko ;)

kv.the doss
 
Secret shames... and dirty TV. Evil Shandi...

need I say more!!
 
mig langar í snickers... eða bragðaref með snickersi og fleiru gúmmelaði.. mig langar líka í hamborgara og franskar (já þrátt fyrir hryllingssöguna þína Elín) eða deep and delicous köku!!

En jæja.. best að fara heim að borða fisk.. :/

;)
 
Jesús. Ég hætti að commenta í hálfa viku og allir fara að undrast um mig. What's wrong with you, people?!
-Skúli
 
Þú ert bara svo ómissandi Skúli minn!!

Ég á bara eftir að lesa nákvæmlega 40 bls. og þá er ég búin að lesa yfir allt efnið sem er til prófs..

Ég trúi eiginlega ekki að þetta sé að gerast..
Á samt eftir að glósa fullt og síðan læra þetta almennilega en HEY einn áfangi í einu sko ;)
 
Mér þykir þetta mikið afrek. Og það er hvað.. mánuður í prófið þitt!! Fullt af tíma til að fara yfir og læra af sér höfuðið og massa þetta bévítans próf....
... próf voru búin til af e-n sem var með geðveika minnimáttarkennt gagnvart e-m sem gerði eitthvað hræðilegt við þennan með minnimattarkenndina og próf eru hans leið til að hefna sín á alheiminum! Þau eru ógeðsleg!
 
já sko.. þau voru gerð af e-m sem hataði e-n gaur sem var að vinna sem e-r sendill hja e-u sona póst félagi sem í e-i nauð neyddist til að ráða e-a asna í vinnu og.....

and so on.. ;)
*það má alveg gera grín að Elínu þó hún eigi þessa síðu*

Próf = Rass og andskoti og tannskoti
 
Ahahah... þetta var samt allt planað. Atti að vera mikið af e-m og e-n og e-s... því próf eru , eins og þú sagðir, tannskoti!

Ætli það sé skoti með tennur eða einhvernskonar gerð af djöfli? Nema þá að allir skotar sem eru með tennur séu djöflar.... ábyggilega þeir sem bjuggu til prófin!!

.. mjööög flókið ...
 
Nema einhver ákvað að búa til byssu sem skýtur tönnum!
-Skúli
 
Post a Comment

[Top]