Wednesday, January 02, 2008
Endalok?
Jæja strumparnir mínir. Ég mun nú leggja árar í/á/undir/yfir bát og enda Amen og allt það á hinu herrans ári 2008. Þið sem þekkið mig best njótið góðs af nærveru minni og skemmtisögum. Sögum af nýju úlpunni sem ég keypti mér, vonda kjúklingnum sem ég borðaði í hádeginu og litnum á tannburstanum mínum. Þið sem þekkið mig ekki... kemur það ekki við. >:)
Ekki örvænta... þó ég sé hætt að skrifa, þá er hægt að fylgjast með mér hér.
:)
(3) comments
Ekki örvænta... þó ég sé hætt að skrifa, þá er hægt að fylgjast með mér hér.
:)
(3) comments
Friday, December 28, 2007
Staðreyndir dagsins
1. Ég á afmæli á bolludegi árið 2008. Hversu kúl er það?
2. Egill skrifaði fyndna bloggfærslu.
3. Það verður djamm í kvöld.
4. Hlakka til að hitta danska, fráflutta vini.
5. Hádegismatur... núna.
6. ......
7. Profit
(5) comments
2. Egill skrifaði fyndna bloggfærslu.
3. Það verður djamm í kvöld.
4. Hlakka til að hitta danska, fráflutta vini.
5. Hádegismatur... núna.
6. ......
7. Profit
(5) comments
Monday, December 24, 2007
Gleðileg jól
Ótrúlegt en satt þá eru jólin mætt á svæðið. Tíminn gerir greinilega ekkert annað en að líða eins hratt og hann mögulega getur! Síðasti mánuður, eða svo, er búinn að vera æði, ég hlakka mikið til að snæða jólaöndina og grautinn í kvöld og get ekki beðið eftir að nýtt ár hefjist... held að 2008 verði gott ár :) (Erna og Jens.. úúúííí)
Asparás er byrjaður, Tási kominn til að vera og matarboð hverja helgi er vonandi næst á dagskrá.
Aftur, Gleðileg jól mín kæru, takk fyrir allt gamalt og gott og vonandi hafið þið það gott og feitt í kvöld...
... I know I will ;)
(2) comments
Asparás er byrjaður, Tási kominn til að vera og matarboð hverja helgi er vonandi næst á dagskrá.
Aftur, Gleðileg jól mín kæru, takk fyrir allt gamalt og gott og vonandi hafið þið það gott og feitt í kvöld...
... I know I will ;)
(2) comments
Monday, November 19, 2007
Thanksgiving
Í ljósi þess að aðeins 35 dagar eru til jóla, ákváðum við vinirnir, í klisjukenndri jólavímu, að halda thanksgiving eftir bókinni. Þar sem við höfum aldrei eldað kalkún fyrir 13 manns áður, hvað þá pumpkin pie og meðlæti fyrir alla þessa munna, var hnútur í maga í byrjun dags! Meðferð gegn thanksgiving hnút var auðvitað Súkkulaði Nóa Konfekt sem við hömsuðum græðgislega í okkur á meðan eldamennsku stóð ásamt nokkrum vel völdum jólalögum.
Eldun á kalkúnsófétinu hófst klukkan 13:00. Ég ætla ekki að lýsa því hversu slímugt og hræðilegt það er að koma við kaldan, lífvana, 7 kílóa kalkún. Hvað þá að setja í hann fyllingu. En það tókst að lokum að krydda hann og trodda í ofninn til grillunar. Ég og Erna vökvuðum svo ódýrið, á hálftíma fresti í 5 klukkutíma, með alvöru íslensku smjeri.
Með okkur í liði voru 11 hjálparkokkar sem lögðu sitt af mörkum við að búa til sæta-karföflu kartöflustöppu með smjörsteiktum sveppum, semi valdorfsalat, pecan-pie og pumpkin-pie.
Loks þegar matur var borinn á borð, og við bitum í .. ekki þurran kalkún, gúmmulaði meðlæti og vel heppnaða pumpkin-pie, komumst við Erna að því að við erum miklir listakokkar og afskaplega duglegar að skipa fólki fyrir! Alls ekki slæm útkoma miðað við fyrstu tilraun þó ég segi sjálf frá. Kalkúnninn leit meira að segja auglýsingalega út. Gullinbrúnn og glansandi fínn. Vantaði bara litlu kokkahattana sem eru alltaf settir á leggina!
Allt í allt var þetta frábær dagur. Vantaði reyndar í lið með okkur Dag og Gunna, en þar sem þetta mun að öllum líkindum verða árlegur viðburður héðan af, þá missa þeir ekki af þessu næst!
Takk kærlega fyrir góðan dag og alla hjálpina mín kæru! Good times...
Þar sem mikið af góðu fólki er safnað saman í eina hrúgu, undir einu þaki með gúmmulaði og jólatónlist, er gaman að vera!
Þar hafið þið það. Frægðarsaga af því hvernig við náðum að elda "fullorðinsmat" í risaveislu með mömmumeðlæti!
(3) comments
Wednesday, October 10, 2007
Hardkor staðreyndir
Hafið þið tekið eftir því að í hvert skipti sem maður fær sér kínamat.. og það vill svo til að tilvonandi kínamatur sé kjúklingaréttur, þá er alltaf eins og kínamats-búa-tilararnir hafi notað rassinn á kjúklingnum, skinnið milli tánna nú eða endann á stélinu (sem btw. er ekki mikið kjöt á). Nú er ég ekki að gera lítið úr kínamats-kjúklingaréttum, og nei, ég er ekki vön að stúdera kjúklingarassa, en kjötið er í öllum tilfellum krumpað og í hverjum einasta rétti leynist eitthvað gúmmíkennt!
Ég verð alltaf að hafa allar myndir hægramegin ... ergo, mynd hér til hægri!
(6) comments
Svo komst ég líka að nokkuð mögnuðu í sumar. Sveppir, venjulegir útisveppir, hvernig sem er í laginu... ef það er sveppur einhvernstaðar í augsýn þá þarf sá hinn sami og sá sveppinn að eyðileggja hann með eins ofsafengnum hætti og dramatík og hugsast getur. Ég hef meira að segja staðið sjálfa mig að þessu, að geta ekki ráðið við mig, hlaupa í átt að sveppahrúgu og sparka sveppunum eins langt og fast og ég get.
Ég held að sveppir séu í útrýmingarhættu! Það skipti ekki máli hvert ég fór í sumar, það voru sveppahræ á öðruhverju götuhorni. Stundum voru meira að segja sveppahræ á stöðum sem einungis liprustu og klókustu sveinar og yndismenni, sem tala í gátum og leysa vandamál heimsins á hverjum degi, kæmust að. Mikill metnaður lagður í sveppatremma!
Svo er ekki nóg að trampa bara á sveppunum, það þarf helst að sprengja þá upp og skilja eftir 3ja metra radíus af sveppaleifum á slysstað.
Ég verð alltaf að hafa allar myndir hægramegin ... ergo, mynd hér til hægri!
Bumbubúinn hennar Þorbjargar var líka að kíkja í heiminn. Til lukku í krukku :)
Fullt að gerast hjá fullt af fólki, og fullu fólki, und októberfest um helgina.
Ég og Erna munum án efa brillera í bjórsölu og hattamálum! Tala nú ekki um yfirskeggin!
(6) comments
Tuesday, September 11, 2007
Ze white lizzzzard
Jæja elskurnar, ungfrúin hefur eignast nýtt dót. Segi ekki meir... takk fyrir og bless!!
(12) comments
(12) comments
Friday, September 07, 2007
Það nýjasta í fréttum...
Ég þarf ekki að fara í skóla í haust... þetta er afskaplega dularfull tilfinning, dularfull í mjög svo góðum skilningi engu að síður. Mér líður pínkulítið eins og ég sé að svindla, en samt ekki. Í staðinn fyrir heimavinnu í hverjum mánuði fæ ég launaseðil, fríar helgar og kvöld sem ég get eytt í hvað sem er, annað en að hafa áhyggjur af prófum og skilaverkefnum. Þetta er náttúrulega bara djöðveikt!
Ég hlakka mikið til að geta undirbúið jólin og notið þeirra í botn án þess að hafa farið í gegnum jólapróf og lokaverkefni. Ég er meira að segja að fara til Boston þegar meint lokaverkefni hefði átt að vera í fullum gangi!
Þetta er bara eintóm gleði!
Erna og Jens fara svo að láta sjá sig eftir tæpan mánuð. Er nú farin að hlakka mikið til að fá þessi dýr heim. Þó þó séu "bara" búin að vera burtu í 4 mánuði, þá finnur maður alveg fyrir því hvað ákveðnir einstaklingar skipta mann miklu máli. Tek sérstaklega vel eftir því þegar ég hugsa að ég hafði "full access" að þeim hvenær sem mér hentaði áður en þau fóru. ;)
Samt svo mikið skemmtilegt að fara að gerast hjá þeim sem ég er mjög spennt yfir en ætla ekki að láta í ljós fyrr en þau eru búin að .. láta.. almennilega.. í ljós :|
Svo var illkettiseigandinn, ásbúðarforinginn og garðarótarinn hún móðir mín að búa sér til heimasíðu. Link á hana má finna hér hægramegin undir Múmfey! Mamma + gúmfey = Múmfey! Því gúmfey er gott og mamma mín er það líka.
Ekkert hefur heyrst af mótorhjólakaupum. Það er frekar óþolandi að vera með and******S prófið en ekkert hjól til að prófa! Ég ætla þó aðeins að mýkja höggið og kaupa mér gallann. Vera í honum alla daga, sofa í honum, sitja í nýja sófanum í honum, fara í gallanum í búðina og sérstaklega brúðkaup. Mikið búin að vera að nýðast á pabba, sem hefur verið afskaplega hjálplegur í þessu öllusaman. Þarf greinilega að baka margar kökur á næstunni!
Fullt af texta, fullt af upplýsingum, ég fer að heimta partý með fólkinu mínu bráðum og ég eeeeeeelska hnetu-, fræ og rúsínu mix með pínkulítið af salti!
(5) comments
Ég hlakka mikið til að geta undirbúið jólin og notið þeirra í botn án þess að hafa farið í gegnum jólapróf og lokaverkefni. Ég er meira að segja að fara til Boston þegar meint lokaverkefni hefði átt að vera í fullum gangi!
Þetta er bara eintóm gleði!
Erna og Jens fara svo að láta sjá sig eftir tæpan mánuð. Er nú farin að hlakka mikið til að fá þessi dýr heim. Þó þó séu "bara" búin að vera burtu í 4 mánuði, þá finnur maður alveg fyrir því hvað ákveðnir einstaklingar skipta mann miklu máli. Tek sérstaklega vel eftir því þegar ég hugsa að ég hafði "full access" að þeim hvenær sem mér hentaði áður en þau fóru. ;)
Samt svo mikið skemmtilegt að fara að gerast hjá þeim sem ég er mjög spennt yfir en ætla ekki að láta í ljós fyrr en þau eru búin að .. láta.. almennilega.. í ljós :|
Svo var illkettiseigandinn, ásbúðarforinginn og garðarótarinn hún móðir mín að búa sér til heimasíðu. Link á hana má finna hér hægramegin undir Múmfey! Mamma + gúmfey = Múmfey! Því gúmfey er gott og mamma mín er það líka.
Ekkert hefur heyrst af mótorhjólakaupum. Það er frekar óþolandi að vera með and******S prófið en ekkert hjól til að prófa! Ég ætla þó aðeins að mýkja höggið og kaupa mér gallann. Vera í honum alla daga, sofa í honum, sitja í nýja sófanum í honum, fara í gallanum í búðina og sérstaklega brúðkaup. Mikið búin að vera að nýðast á pabba, sem hefur verið afskaplega hjálplegur í þessu öllusaman. Þarf greinilega að baka margar kökur á næstunni!
Fullt af texta, fullt af upplýsingum, ég fer að heimta partý með fólkinu mínu bráðum og ég eeeeeeelska hnetu-, fræ og rúsínu mix með pínkulítið af salti!
(5) comments