<$BlogRSDURL$>

Friday, September 07, 2007

Það nýjasta í fréttum... 

Ég þarf ekki að fara í skóla í haust... þetta er afskaplega dularfull tilfinning, dularfull í mjög svo góðum skilningi engu að síður. Mér líður pínkulítið eins og ég sé að svindla, en samt ekki. Í staðinn fyrir heimavinnu í hverjum mánuði fæ ég launaseðil, fríar helgar og kvöld sem ég get eytt í hvað sem er, annað en að hafa áhyggjur af prófum og skilaverkefnum. Þetta er náttúrulega bara djöðveikt!
Ég hlakka mikið til að geta undirbúið jólin og notið þeirra í botn án þess að hafa farið í gegnum jólapróf og lokaverkefni. Ég er meira að segja að fara til Boston þegar meint lokaverkefni hefði átt að vera í fullum gangi!

Þetta er bara eintóm gleði!

Erna og Jens fara svo að láta sjá sig eftir tæpan mánuð. Er nú farin að hlakka mikið til að fá þessi dýr heim. Þó þó séu "bara" búin að vera burtu í 4 mánuði, þá finnur maður alveg fyrir því hvað ákveðnir einstaklingar skipta mann miklu máli. Tek sérstaklega vel eftir því þegar ég hugsa að ég hafði "full access" að þeim hvenær sem mér hentaði áður en þau fóru. ;)
Samt svo mikið skemmtilegt að fara að gerast hjá þeim sem ég er mjög spennt yfir en ætla ekki að láta í ljós fyrr en þau eru búin að .. láta.. almennilega.. í ljós :|

Svo var illkettiseigandinn, ásbúðarforinginn og garðarótarinn hún móðir mín að búa sér til heimasíðu. Link á hana má finna hér hægramegin undir Múmfey! Mamma + gúmfey = Múmfey! Því gúmfey er gott og mamma mín er það líka.

Ekkert hefur heyrst af mótorhjólakaupum. Það er frekar óþolandi að vera með and******S prófið en ekkert hjól til að prófa! Ég ætla þó aðeins að mýkja höggið og kaupa mér gallann. Vera í honum alla daga, sofa í honum, sitja í nýja sófanum í honum, fara í gallanum í búðina og sérstaklega brúðkaup. Mikið búin að vera að nýðast á pabba, sem hefur verið afskaplega hjálplegur í þessu öllusaman. Þarf greinilega að baka margar kökur á næstunni!

Fullt af texta, fullt af upplýsingum, ég fer að heimta partý með fólkinu mínu bráðum og ég eeeeeeelska hnetu-, fræ og rúsínu mix með pínkulítið af salti!

Comments:
éggg svooooo forvitin! hringji í þig hringji í þig :)

þú mikill bakari, hjólari, afslappari og bostonari - cant wait :)

-knús í krús
dossan
 
Jeijj ég er svo glöð að þú ferð ekki í skóla .. þú verður hjá mér í staðinn :D jeijjjj
 
Þetta er allt afar furðulegt, fæ þessa svindltilfinningu líka, held henni í skefjum með að passa að vera alltaf að læra eitthvað nýtt :). En já það er ekkert ósvipað því að vera í fríi, og að vera ekki í skólanum og svo halda einhverjir að það sé auðvelt að vera í skóla.
 
Ólína: Já, nákvæmlega. Nú getum við ræktað eins og óðar og tekið grunnkerfin feitast í gegn ;)

Ævar: Nákvæmlega.. en þetta er svo ótrúlega mikil snilld. Það er svo gott að þurfa ekki að fara í skólann á morgnana. Þetta venst óvenju vel ;)
 
Ég hlakka svo geðveikt til að hitta þig kona! Það gerist líka núna bara eftir tæpan mánuð!!! Þá verður óendanlega mikið kjaftað og planað múhaha! Oh yes!

Feitt knús!
 
Post a Comment

[Top]