<$BlogRSDURL$>

Monday, November 19, 2007

Thanksgiving 

Í ljósi þess að aðeins 35 dagar eru til jóla, ákváðum við vinirnir, í klisjukenndri jólavímu, að halda thanksgiving eftir bókinni. Þar sem við höfum aldrei eldað kalkún fyrir 13 manns áður, hvað þá pumpkin pie og meðlæti fyrir alla þessa munna, var hnútur í maga í byrjun dags! Meðferð gegn thanksgiving hnút var auðvitað Súkkulaði Nóa Konfekt sem við hömsuðum græðgislega í okkur á meðan eldamennsku stóð ásamt nokkrum vel völdum jólalögum.
Eldun á kalkúnsófétinu hófst klukkan 13:00. Ég ætla ekki að lýsa því hversu slímugt og hræðilegt það er að koma við kaldan, lífvana, 7 kílóa kalkún. Hvað þá að setja í hann fyllingu. En það tókst að lokum að krydda hann og trodda í ofninn til grillunar. Ég og Erna vökvuðum svo ódýrið, á hálftíma fresti í 5 klukkutíma, með alvöru íslensku smjeri.
Með okkur í liði voru 11 hjálparkokkar sem lögðu sitt af mörkum við að búa til sæta-karföflu kartöflustöppu með smjörsteiktum sveppum, semi valdorfsalat, pecan-pie og pumpkin-pie.
Loks þegar matur var borinn á borð, og við bitum í .. ekki þurran kalkún, gúmmulaði meðlæti og vel heppnaða pumpkin-pie, komumst við Erna að því að við erum miklir listakokkar og afskaplega duglegar að skipa fólki fyrir! Alls ekki slæm útkoma miðað við fyrstu tilraun þó ég segi sjálf frá. Kalkúnninn leit meira að segja auglýsingalega út. Gullinbrúnn og glansandi fínn. Vantaði bara litlu kokkahattana sem eru alltaf settir á leggina!

Allt í allt var þetta frábær dagur. Vantaði reyndar í lið með okkur Dag og Gunna, en þar sem þetta mun að öllum líkindum verða árlegur viðburður héðan af, þá missa þeir ekki af þessu næst!
Takk kærlega fyrir góðan dag og alla hjálpina mín kæru! Good times...
Þar sem mikið af góðu fólki er safnað saman í eina hrúgu, undir einu þaki með gúmmulaði og jólatónlist, er gaman að vera!

Þar hafið þið það. Frægðarsaga af því hvernig við náðum að elda "fullorðinsmat" í risaveislu með mömmumeðlæti!

Comments:
Já.. þetta var sko algjörlega day of awsomeness! Ég væri til í að hamast í öðrum veislumat strax um næstu helgi en ætla að geyma mig og hjálpa mömmu um jólin.

Guð hvað við erum fullorðins! :D
 
Við verðum bara að gera meira næst. Bjóða 20 manns og elda eitthvað exotískt.. eins og... hunangsgljáð krókódilakjöt með rjómalagaðri villibauna sósu og gufusoðnum radísum?

:|
 
jajajaja - þetta er náttúrulega allt gott og blessað! Sérstaklega ef manni er boðið að gæða sér á þessum kræsingum - en nei nei, heimilislausar frænkur fá engan mat. Þær eru bara slímsetur á hinum og þessum og enginn vil hafa þær :)

-dossa
 
Post a Comment

[Top]