Saturday, February 11, 2006
11.02.2006


Jáhá, nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er mættur á svæðið. Ég er svo ótrúlega ánægð fyrir ykkar hönd og get ekki beðið eftir því að sjá kúlu litlu.
Ég er nú samt búin að fá smá forskot á sæluna og ætla að setja inn þessar 2 ofursætu myndir af henni!! Ef þetta er ekki sætasta kúla í heimi þá veit ég ekki hvað!
Til lukku með þetta aftur, nú verðið þið bara að drífa ykkur heim svo ég geti farið að knúsa hana svolítið :D
Ohhh hvað hún er sæt!
(12) comments
Friday, February 10, 2006
Bara fyrir Dossuna og illfyglið... jú og Valdann!

Það er nú sjaldan sem ég tek þátt í klukki og slíkum æfingum. En ég geri undantekningu í þetta skiptið því Dossan mín er komin uppá spítala.. sko útaf kúlu :D og hún klukkti mig.. here I go!
Fernt sem að ég hef unnið við
- Gjaldkeri í banka
- American Style ((hrollur))
- Vaktstjóri í 11/11 (já há)
- Var á kassa í Nettó ((meiri hrollur))
Fjórar bíómyndir sem að ég gæti horft á aftur og aftur
- Forrest Gump
- Princess Bride
- Allar LOTR myndirnar
- Big fish (eru samt svo margar)
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér finnast skemmtilegir
- Scrubs
- Arrested Development/ little Britain
- Family guy/American Dad
- Friends eru alltaf góðir
Fjórar bækur sem ég gæti lesið aftur og aftur
- Bróðir minn ljónshjarta
- Lord of the rings/hobbit
- Harry potter
- Dolores Claybourne
Fjórir staðir sem ég hef búið á
- Móaflöt 47
- Hrísmóar 8
- Ásbúð 85
- Veit ekki ennþá.. en það verður flet!
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
- Danmörk
- England
- Spánn/Mallorca
- Ameríka
Fjórar síður sem ég fer daglega inn á
Fernt matarkynst sem ég held upp á
- kjúklingur, jájájá
- Kínamatur og hrísgrjón
- beyglur/ís/núðlur
- nóa kropp og fylltar appololakkrísreimar
Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
- Í sumarbústað með heitum pott.. eða í nuddi
- Þar sem mikið er af norðurljósum
- Frakklandi á vínekrunni minni
- Perú
Núna á ég víst að klukka einhverja 4 en ég held ég ætli bara að sleppa því!
Litla kúlan er að koma í heiminn og ég hef ekki tíma til að dúlla mér hérna.. ég er alltof stressuð yfir þessu! Ég veit alveg að ég á eftir að sjá hana mjög oft í framtíðinni.. en ég get bara ekki beðið eftir því að fá að skoða hana pínkulítið :D
(7) comments