Friday, February 10, 2006
Bara fyrir Dossuna og illfyglið... jú og Valdann!

Það er nú sjaldan sem ég tek þátt í klukki og slíkum æfingum. En ég geri undantekningu í þetta skiptið því Dossan mín er komin uppá spítala.. sko útaf kúlu :D og hún klukkti mig.. here I go!
Fernt sem að ég hef unnið við
- Gjaldkeri í banka
- American Style ((hrollur))
- Vaktstjóri í 11/11 (já há)
- Var á kassa í Nettó ((meiri hrollur))
Fjórar bíómyndir sem að ég gæti horft á aftur og aftur
- Forrest Gump
- Princess Bride
- Allar LOTR myndirnar
- Big fish (eru samt svo margar)
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér finnast skemmtilegir
- Scrubs
- Arrested Development/ little Britain
- Family guy/American Dad
- Friends eru alltaf góðir
Fjórar bækur sem ég gæti lesið aftur og aftur
- Bróðir minn ljónshjarta
- Lord of the rings/hobbit
- Harry potter
- Dolores Claybourne
Fjórir staðir sem ég hef búið á
- Móaflöt 47
- Hrísmóar 8
- Ásbúð 85
- Veit ekki ennþá.. en það verður flet!
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
- Danmörk
- England
- Spánn/Mallorca
- Ameríka
Fjórar síður sem ég fer daglega inn á
Fernt matarkynst sem ég held upp á
- kjúklingur, jájájá
- Kínamatur og hrísgrjón
- beyglur/ís/núðlur
- nóa kropp og fylltar appololakkrísreimar
Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
- Í sumarbústað með heitum pott.. eða í nuddi
- Þar sem mikið er af norðurljósum
- Frakklandi á vínekrunni minni
- Perú
Núna á ég víst að klukka einhverja 4 en ég held ég ætli bara að sleppa því!
Litla kúlan er að koma í heiminn og ég hef ekki tíma til að dúlla mér hérna.. ég er alltof stressuð yfir þessu! Ég veit alveg að ég á eftir að sjá hana mjög oft í framtíðinni.. en ég get bara ekki beðið eftir því að fá að skoða hana pínkulítið :D
Comments:
:) ég skil hvernig nóakropp og lakkrísreymar, Family guy/American dad, Kínamat og hrísgrjón í sömu línu en hvað í ósköpunum hafa Beyglur, ís og núðlur sameiginlegt :) Myndi allavega ekki vilja fá þetta allt í einu.
Nauh... ekki saman. Ég hafði bara ekki meira pláss til að setja þetta, svo ég hafði þetta allt saman.. en þetta á að vera sér ;)
norðurljós - heitur pottur - nudd - froðubað - norðurljós - heitur pottur - nudd - froðubað - norðurljós - heitur pottur - nudd - froðubað - norðurljós - heitur pottur - nudd - froðubað - norðurljós - heitur pottur - nudd - froðubað ! Kommon það er sama hvar mann ber niður á þessari síðu þú ert alltaf að stönglast á essu og ég Big S er með þetta allt handa þér í næsta húsi. Eins og þú sért ekki velkomin þegar þú vilt ?! yes yes U R ! Ég er með þetta "í boði" mörgum sinnum í viku. Fyrst kveiki ég á norðurljósunum og svo pottinum síðan bæti ég smá froðu og kveiki svo á nuddinu. Og næst ...sem verður örugglega bara í kvöld þá hringi ég í þig. Og þá ...sko bara engar afsakanir og mæta bara með sinn "feita" rass og hlamma sér ofan í pottinn. Og ég get meira segja lánað þér kinibí því ég er nýbúin að kaupa mér 3 sett ;-) Maður verður að eiga til skiptana þegar maður á svona pott.
venlig hilsen
Big S
Post a Comment
venlig hilsen
Big S