<$BlogRSDURL$>

Saturday, February 11, 2006

11.02.2006 

Til hamingju elsku Dossan mín og Valdinn minn!!


Jáhá, nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er mættur á svæðið. Ég er svo ótrúlega ánægð fyrir ykkar hönd og get ekki beðið eftir því að sjá kúlu litlu.
Ég er nú samt búin að fá smá forskot á sæluna og ætla að setja inn þessar 2 ofursætu myndir af henni!! Ef þetta er ekki sætasta kúla í heimi þá veit ég ekki hvað!

Hún er 15 merkur og 53 sentimetrar og á afmæli í febrúar.. sem er auðvitað flottasti mánuður ársins! Svo á hún líka bestu foreldra í heimi held ég. Þetta er án efa með heppnari kúlum.. svo á hún líka svo æðislega frænku sko.. hoho!

Til lukku með þetta aftur, nú verðið þið bara að drífa ykkur heim svo ég geti farið að knúsa hana svolítið :D
Ohhh hvað hún er sæt!

Comments:
Jeij! Til hamingju! :)
 
æji hvað hún er sæt (meiraðsegja miðað við það hvað öll nýfædd börn alltaf eins út)
til hamingju :)
 
vei vei vei.. hún er mikið krútt! Sá hana áðan.. ahh, gleðilegt!
 
Til hamingju með frændann. Verðið nú samt að passa að „kúlan" festist ekki við hana :)
 
haha... þetta er frænkan! :D
hihihi
 
hehemm smá innsláttarvilla :%
 
Vá hvað hún er yndisleg!!! Ég hlakka agalega til að eiga eitt svona lítið krílakrútt sjálf =) innilega til hamingju með sætakrúttið! =)
 
Hún er mikið æði :)
 
úje... that's the best thing ever! :D
 
Jeyyyyy - okkur finnst þetta mikill heiður að fá tvö blogg í röð. Litla frænkan þín er afar stollt en kvartaði þó undan því að fá ekkert að sjá þig í gær!

Annars er spurning hvað sé helst í fréttum hjá nýbökuðum foreldrum? Jújú sú stutta er að hætta að kúka svona fósturkúk og er að færa sig yfir í gulan, meira smelly.....gleði gleði :-)

muhahaha
*knús*
Dossa og krillan
 
Hahaha! Barnakúkur er æðislegur!
Bíddu bara þar til hún kúkar það mikið að það flæðir uppúr hálsmálinu hjá henni! Systir mín varð rosa glöð þegar litla frænka mín gerði það.
 
Til hamingju milljón sinnum! Var bara að komast að þessu í gær og hef ekkert kíkt á netið lengi lengi! Hún er alveg fáránlega sæt litla skinnið. Til hamingju aftur og aftur.. :)
Ég verð að fá að knúsa hana þegar ég kem heim!!
 
Post a Comment

[Top]