<$BlogRSDURL$>

Thursday, August 09, 2007

Hvað næst? 

Jæja elsku börnin mín, það sem á daga mína hefur drifið síðustu 2 vikur:


- Stór og feitur kúrusófi keyptur
- Hótel Hekla
- Spider pig.
- Mótorhjólatímar
- Ferð pöntuð til Boston í Nóvember
- Meiri mótorhjólatímar
- Bakaði um það bil 500 gerðir af allskonar bakkelsi... það var gott!
- Skemill við feita æðislega mjúka gúmfey kúrusófann keyptur
- MÓTORHJÓLAPRÓF


Og á morgun er ég að fara til London að hangsa, vera löt, borða... "góðan" mat, slappa af, skoða og vesenast almennt. Það verður æði.


Svo þarf ég bara að fara að huga að því að kaupa mér hjól til að nýta þetta nýfengna próf mitt...


hihihihihiiii

lesson of the day: Muna að gefa ekki stefnuljós með hægri hendi á mótorhjóli!

Comments:
Bíddu, afhverju má ekki gefa stefnuljós með hægri hendi?
 
Af því að stefnuljósatakkinn er vinstramegin á stýrinu. Má bara nota vinstri þumalputta til að stefnuljósa... dæs!
 
Er sófinn með tungu? Og ef svo er, er hún hreyfanleg?

-Dagur
 
Hahah :D

Ekki með tungu, hreyfanlegur skemill, heimta ykkur í mat bráðum!

:)
 
Aaahhhh...gott að sófinn er kominn í hús - "Dossa, þú þarft að sjá einn sófa" hefur hljómar frá því í byrjun árs (held ég ;)! Sófinn er kominn, sófinn er góður, sófinn er gúmmfey, allt er gott!

Mómópróf, til lukku :) Well done my little one - bara muna að passa sig veeeeeeeel!

London, London Baby yeah :) hef fönn!
 
Spiderpig..spiderpig.. doing whatever a spiderpig does.. Besta atriði myndarinnar án efa! ;)

Til hamingju með the próf! :) Nú þarftu að fara ótrúúúlega varlega!

Vonandi var gaman og rómó á hótel Heklu!

Knús frá Erns (sem er komin til Víetnam og getur nú skoðað blogspot síður í fyrsta sinn í rúman mánuð.. jei)
 
sælinú dóttir mín góð!
Varð að ljá þér eyra...og sendi þér einnig mynd af þýskum eyrnasveppi.Tek það fram að vibbi þessi ku vera ætur og graðga þýskir hann í sig af miklum móð!!euchchchhttp://choralnet.org/cat/Judasohr.gif
bara sonna í tilefni af þínu hráfæðisæðiskasti
 
Ohhhhhj hvað hann er ljótur!!
Minn eðalmunnur mun aldrei smakka þennan ljóta svepp.. nema hann sé kannski súkkulaðihúðaður!
 
Bloggadu kona god og tad sem fyrst!

Heimtufrekja frá Kambódíu eda odru nafni Erna.
 
hvað á þetta að þýða :P ekkert blog huhh :P
 
Post a Comment

[Top]