<$BlogRSDURL$>

Saturday, June 30, 2007

Gott veður 

Mikil snilld er þetta sumar!
Vinnan mín er gleðin ein og dk ferðin var ó svo góð, þrátt fyrir mikla rigningu! Vægt til orða tekið...

Ég er búin að vera að rembast við að reyna að finna mér sófa. Þægilegan, feita, kúrulegan gúmfey sjónvarpssófa með tungu. Um daginn sá ég ansi góðan kandídat á móðursjúkutaugaveiklunarsíðunni barnaland.is. Í auglýsingunni var að finna símanúmer sem ég nýtti mér hiklaust og hringdi í fórnarlambið því ég vildi fá að vita hvort tungan á sófanum væri föst. Sófamennið sagðist ætla að hafa samband við mig seinna um daginn varðandi þetta mál, og ég gerði nú ekki ráð fyrir öðru en að hann myndi hringja í mig. Um það bil 4 klukkutímum síðar fæ ég sent sms frá númeri sem ég þekkti ekki og ég var auðvitað búin að steingleyma sófamanninum.
Samskipti okkar fóru fram á þennan hátt gegnum sms:

Sófamaður: Ekki er hægt að hreyfa tunguna...
Elín: (wtf???) Það er nú slæmt, því þá getur verið frekar erfitt að tala.
Sófamaður: Skiptir svosum ekki miklu máli ef maður er sófi.
Elín -> Ohhh doohh, hálfviti Elín... djísús!

Í öðrum fréttum er mótorhjólaprófið er komið á skrið og miðað við síðustu fréttir, og ef allt gengur vel, verð ég orðin lögleg mótorhjólakelling eftir tæpar 2 vikur. Mikið verður það hamingjusamt þegar ég get farið að þeysa um götur Garðabæjar... og jafnvel einhverjar aðrar götur líka!

Beware of the bikerchick!

Comments:
Mótorhjól...vóóóó! Ég tek hattinn ofan fyrir þér! Hvernig væri ef ég myndi láta skutla mér í GBÆ svo myndum við þeysast á fáknum og fá okkur bjór? Og við verðum að finna tíma ekki seinna en strax!
 
Geggjad madur! Hlakka til ad fara i hjolatur tegar eg kem heim.. :)

Eins gott samt ad tu farir varlega a tessu tarna!

Ernus
 
hoho nú fyrst mega garðbæingar fara að vara sig, líst mjög vel á þetta mótórhjólapróf.
Held ég fái mér svona sjálfur á allra næstu árum, jafnvel bara næsta sumar, held ég fái mér flugpróf líka :).
Ahh Hið ljúfa líf tölvunarfræðinga.
 
Erna: Ójá, þú neyðist til að koma með mér í hjólatúr þegar þið komið heim. (ótrúlegt en satt þá hlakka ég mikið til að fá ykkur heim, þó þið séuð bara búin að vera úti í viku ;P)

Ævar: Já, þú verður að drífa þig í þessu. Ég er officially búin að ná bóklega prófinu, bara verklegt eftir.. sem er gleði :D
 
Og Inam.. ekki seinna vænna, þú ert að fara að hverfa af Íslandinu í nokkuð mörg ár!! Verður að vera amk smá djamm :|
 
Já, þetta veður er búið að vera snilld - eins gott að það komi svona gott veður fljótlega aftur.

Alltaf gaman að lenda í svona SMS rugli :)

Jahá... ég er ekki viss um að maður ætti að hætta sér út fyrst að allir þessir vitleysingar eru að fara að þeysast um á mótorfákum ;)
 
Hae saeta! og til hamingju med b.scinn! :) fraenka thin (soffia) skildi eftir linu i gestabokinni a ofurhetjur.com og vildi fa emailid mitt en skildi ekki eftir sitt thannig ad eg aetla bara her med ad bidja thig ad lata hana hafa thad :) thad er ofurhetja@gmail.com :) knus til thin og palla fra okkur familyunni i Sloveniu!

kvedja Anna Sigga
 
Post a Comment

[Top]