<$BlogRSDURL$>

Sunday, March 04, 2007

Hver þekkir þetta ekki? 

Það er nánast undantekningarlaust í hvert skipti sem eitthvað mikilvægt er að fara að gertast, að myndarleg bóla geri vart við sig á mjög áberandi stað. Helst á nefbroddi eða milli augna. Þetta er greinilega mikil taktík hjá líkamanum, hvað tímasetningu varðar, því um leið og mikilvægi atburðurinn er liðinn þá hverfur hin hvimleiða bóla og líkaminn hugsar væntanlega "Ahhh, gott dagsverk að baki!".
Síðastliðinn föstudag var haldin árshátíð á vegum skólans, síðasta árshátíðin mín í HR, og viti menn, ég fékk Árshátíðarbólu á ennið! Það er líka algengt að fá Brúðkaups- og Afmælisbólu. Forsetabóla er sjaldgæf, þar sem ég hitti forsetann svo sjaldann að líkaminn hefur lítið sem ekkert tækifæri til að útbúa slíka. Það er í raun hægt að summa þetta saman í eina litla setningu: "Eitthvað ótrúlega mikilvægt að fara að gerast á morgun" bóla!
Hversdagsbólum tekur maður hinsvegar minna eftir því þær eru jú hversdags!

Það er þó hægt að ráða bót á þessum fúla félagsskap og reyna að drepa ódýrið með efnavopnum áður en atburður á sér stað. Ef það gengur ekki er best að fela bara helvítið á meðan atburði stendur og halda áfram pyntingum þegar hann er yfirstaðinn!

Annað í fréttum: Ernu var boðið í óvænta leyni-útlandaferð, skólinn er rétt rúmlega hálfnaður, ég elska engifer, ég hef það rassgatagott ef Árshátíðarbóla er mitt helsa áhyggjuefni!

Comments:
Yummy!

Það er slatti til í þessu... Þó hefur líkaminn ólíklegustu tól til að láta fyrirætlanir klúðrast! T.d. láta mann verða veikan þegar það er eitthvað geðveikt skemmtilegt að gerast! Og láta mann almennt líta geðveikt illa út þegar maður þarf virkilega á því að halda að líta vel út... Mesta ólíkindatól þessi líkami, svei!
 
Ugh. Árshátíð á föstudaginn.
 
get nú ekki beint sagt að ég hafi mikið lent í þessu, enda kannski hefur kvennþjóðin meiri áhyggjur af svona hlutum.. Reyndar lent alveg í því að verða veikur á vondum tímum.. oftast í fríum og um helgar .. sem kannski, núna allavega er skárra en í miðju verkefni á virkum degi.

Held þó samt að þetta sé náskylt sýningareffectinum góða.. þaes það klikkar allt þegar þú ert að sýna einhverjum eitthvað, og ekkert virkar eins og það á að gera
 
Hahaha, já, það virðist yfirleitt vera þannig að kvendýr hafi meiri áhyggjur af bólumálum en karldýr!

Annars þá er það rétt sem Ævar segir. Ef eitthvað á að virka þá virkar það ekki í sýningu eða ef eitthvað virkar ekki þá virkar það þegar þú þarft hjálp. Líka, ef þú heldur á brauðsneið og missir hana þá lendir hún sultumegin!

:)
 
Þetta er svo fyndið blogg!
Ég kíki reglulega hérna inn til þess að koma mér í gott skap.

Gaman að þessu.
 
So true!! Ég vissi einmitt á föstudaginn fyrir viku að eitthvað mikilvægt væri að fara að gerast daginn eftir því hin myndarlegasta bóla spratt upp og var greinilega engin hversdagsbóla. Þetta eru bara óskráð lög.. svona eins og þegar maður missir kæfubrauð þá lendir það alltaf á smurðu hliðinni. :)
 
Ég hef miklu meiri stjórn á mínum bólum - ég fékk bara bólu eftir árshátíðina ;)

En rosalega ert þú heppin - bara með leyndan aðdáanda! Ég hef ekki ennþá áskotnað mér þannig - alla veganna ekki neinn sem nennir að kommenta á bloggið mitt undir Anonymous. Ég þarf að fara gera eitthvað í þessu...
 
Erna: haha maður sér alltaf þegar ekki hversdagsbólur eru að myndast því þær líta alltaf svona út -> >:)

Þetta er svo einfalt Hannes! Bara finna einhvern sem þú þekkir og gefa honum smá pening og voila... þú ert kominn með Anonymusinn þinn!

En svona í alvörunni, þá væri frekar kúl að fá að vita hver anonímusinn er.. ég á ekki eftir að geta sofið á nóttunni út af þessu!
 
Post a Comment

[Top]