Sunday, March 25, 2007
Holly Dolly
Ég komst að því um daginn, þegar ég er búin að vera að læra ofurmikið, hvað það er yndislega fínt að standa upp frá tölvunni, setja þetta vidjó í gang og dansa eins og rass út um allt! Mæli með þessu...
Þetta er officially nýja uppáhalds lagið mitt!
(18) comments
Sunday, March 04, 2007
Hver þekkir þetta ekki?
Það er nánast undantekningarlaust í hvert skipti sem eitthvað mikilvægt er að fara að gertast, að myndarleg bóla geri vart við sig á mjög áberandi stað. Helst á nefbroddi eða milli augna. Þetta er greinilega mikil taktík hjá líkamanum, hvað tímasetningu varðar, því um leið og mikilvægi atburðurinn er liðinn þá hverfur hin hvimleiða bóla og líkaminn hugsar væntanlega "Ahhh, gott dagsverk að baki!".
(8) comments
Síðastliðinn föstudag var haldin árshátíð á vegum skólans, síðasta árshátíðin mín í HR, og viti menn, ég fékk Árshátíðarbólu á ennið! Það er líka algengt að fá Brúðkaups- og Afmælisbólu. Forsetabóla er sjaldgæf, þar sem ég hitti forsetann svo sjaldann að líkaminn hefur lítið sem ekkert tækifæri til að útbúa slíka. Það er í raun hægt að summa þetta saman í eina litla setningu: "Eitthvað ótrúlega mikilvægt að fara að gerast á morgun" bóla!
Hversdagsbólum tekur maður hinsvegar minna eftir því þær eru jú hversdags!
Það er þó hægt að ráða bót á þessum fúla félagsskap og reyna að drepa ódýrið með efnavopnum áður en atburður á sér stað. Ef það gengur ekki er best að fela bara helvítið á meðan atburði stendur og halda áfram pyntingum þegar hann er yfirstaðinn!
Annað í fréttum: Ernu var boðið í óvænta leyni-útlandaferð, skólinn er rétt rúmlega hálfnaður, ég elska engifer, ég hef það rassgatagott ef Árshátíðarbóla er mitt helsa áhyggjuefni!
Hversdagsbólum tekur maður hinsvegar minna eftir því þær eru jú hversdags!
Það er þó hægt að ráða bót á þessum fúla félagsskap og reyna að drepa ódýrið með efnavopnum áður en atburður á sér stað. Ef það gengur ekki er best að fela bara helvítið á meðan atburði stendur og halda áfram pyntingum þegar hann er yfirstaðinn!
Annað í fréttum: Ernu var boðið í óvænta leyni-útlandaferð, skólinn er rétt rúmlega hálfnaður, ég elska engifer, ég hef það rassgatagott ef Árshátíðarbóla er mitt helsa áhyggjuefni!
(8) comments