Thursday, November 09, 2006
Töfralyf

Til að gera ekki upp á milli lyfja, ákvað ég að halda nafni þessa lyfs leyndu. En eitt get ég þó sagt, þetta er bakflæðis, sjúkdómalyf!
Algengar aukaverkanir:
Höfuðverkur, kviðverkir, niðurgangur, vindgangur, ógleði/uppköst, hægðatregða, svimi. (GLÆSILEGT)
Sjaldgæfar aukaverkanir:
Svimi, munnþurrkur, húðbólgur, kláði, ofsakláði, breytt húðskyn, svefnhöfgi, svefnleysi, tímabundið rugl, æsingur, árásarhneigð, þunglyndi og ofskynjanir, brjóstastækkun karlmanna... blóðfrumnafæð... regnbogaroðasótt... breytingar á bragðskyni ofr. (HOW SPLENDID)
Hahhahaa ... getið ímyndað ykkur hvað það væri þá gaman, eftir inntöku óskilgreindrar pillu, að bíða í eftirvæntingu eftir því hvaða aukaverkanir láta ljós sitt skína. Væri meira að segja hægt að gera smá leik úr þessu:
"Ef þú færð man-boobs þá skuldarðu mér bjór!"
(16) comments