Saturday, October 21, 2006
I made you a cookie but I eated it!

Það er ótrúlega ofurmikið að gerast í skólanum núna. Próf og ánægja eftir 2 vikur tæpar og þar á eftir 3ja vikna verkefnið mitt. Eftir verkefnið góða koma svo jólin... JÓLIN JÓLIN... og áramótin. Rúmum mánuði síðar er svo 23 ára afmælið mitt fína og þar á eftir fullt af páskaeggjum og samviskulausu súkkulaðiáti! Loksins kemur svo sumarið aftur og þá er hægt að pakka húfunni og lúffunum ofaní skúffu, fara endalaust oft til útlanda og stunda það að velta sér uppúr grasi í sveitinni. Miðað við hvað þessum hundi þykir það notalegt... getur það ekki verið annað en gott!
Jæja, látum það samt gott heita. Þetta blogg er tileinkað Einari Crane (you know who you are) og til að halda mínum innri bloggara heitum!
Og svo einn gleðilegan brandara í lokin í boði Wulffmorgenthaler.
Lag dagsins er "Dont worry be happy"! Þetta lag fer einfaldlega svo yndislega vel með mín brothættu og kvenlegu eyru! Ég segi það satt!
Comments:
Það er aldeilis... bara ný blogg-færsla.
Já, það er algjört rugl að það séu að koma jólapróf bráðum... fíla þetta ekki. Er ekki hægt að hægja aðeins á tímanum?
Já, það er algjört rugl að það séu að koma jólapróf bráðum... fíla þetta ekki. Er ekki hægt að hægja aðeins á tímanum?
Heima.. já heimumjólin!
Það væri ekki verra að hægja á tímanum. Mér datt í hug að sogast inn í svarthol (þar sem þá hægist á tímanum) sem myndi ekki virka þar sem að það væri betra að henda kennurunum inn í svartholið svo þeir viti ekki af tímanum...
...held ég sé nú samt búin að horfa aðeins of mikið á Star Gate >:/
Það væri ekki verra að hægja á tímanum. Mér datt í hug að sogast inn í svarthol (þar sem þá hægist á tímanum) sem myndi ekki virka þar sem að það væri betra að henda kennurunum inn í svartholið svo þeir viti ekki af tímanum...
...held ég sé nú samt búin að horfa aðeins of mikið á Star Gate >:/
Úff já.. jólapróf *magaspenna* ég verð að fá mér eitt svona stjörnugat til þess að stjórna tímanum aðeins betur. Núna flýgur þetta bara áfram og ég fæ engu við ráðið!
*VEIIIIN*
*VEIIIIN*
Ekkert mál er búinn að redda þessu með prófin, keypti 3 vikur á ebay fyrir lítið, koma á mánudaginn.
hahaha
Ég væri til í að kaupa svona eins og 2 mánuði og nota 1 til að ferðast ótrúlgea mikið fyrst! Ég myndi samt örugglega gleymda mér og ferðast bara og falla á prófunum... sem væri óráðlegt!
Þyrfti helst að fylja með þessum kaupum svona eins og einn siðgæðis-læru vörður!
Ég væri til í að kaupa svona eins og 2 mánuði og nota 1 til að ferðast ótrúlgea mikið fyrst! Ég myndi samt örugglega gleymda mér og ferðast bara og falla á prófunum... sem væri óráðlegt!
Þyrfti helst að fylja með þessum kaupum svona eins og einn siðgæðis-læru vörður!
NENNIRÐU AÐ BLOGGA Á MEIRA EN EINS MÁNAÐA FRESTI ÞARNA FELLINGIN ÞÍN!!
Þú verður af því að nú eru að koma próf og það eru lög að þá á maður að blogga ótrúlega mikið fyrir vini sína sem nenna ekki að læra sbr. vinalög 345/1902.
Þú verður af því að nú eru að koma próf og það eru lög að þá á maður að blogga ótrúlega mikið fyrir vini sína sem nenna ekki að læra sbr. vinalög 345/1902.
hahahaha fellingar og stjörnugöt
Ég skal blogga mucho bravo mikið núna. Því eins og þú segir, þá eru prófin að fara að byrja og hvað er þá betra en að eyða lærutíma í að blogga??
svar: EKKERT (nema kannski fá sér ís)
Post a Comment
Ég skal blogga mucho bravo mikið núna. Því eins og þú segir, þá eru prófin að fara að byrja og hvað er þá betra en að eyða lærutíma í að blogga??
svar: EKKERT (nema kannski fá sér ís)