Tuesday, June 20, 2006
Afmælisdagaveður

Man sérstaklega eftir einu skipti þegar búið var að gera allt klárt fyrir afmælið mitt. Kökurnar komnar á borðið, allt skrautið út um allt og ég í ofur fínum afmælisfötum ... með kórónu! Ójá! Ég átti heima á 2 hæð í Hrísmóarblokkinni minni og fram hjá glugganum fauk planki, eins og laufblað. Afmælið var löngu byrjað og enginn mættur. Nokkrir búnir að afskrá sig af kökulistanum og fá endurgreitt fyrir gjafirnar þegar allt í einu valt inn um dyrnar afmælisgestur. Sá hinn sami hafði fokið á húsvegginn og svo óstjórnlega út í garð. Eins og runnarnir í kúrekamyndunum. Hann byrjaði að gráta mikið og vildi sárlega komast heim til sín. Eftir sátu tveir litlir grátandi skumflasar.. Einn sem vildi komast heim og annar sem vildi ekki að hinn færi!
Að sögn foreldra og aðstandenda átti að hafa verið ófært á spítalann daginn sem ég fæddist. Fólk óð snjó upp í nös og þurfti að fara í afþýðingu þegar inn á spítalann var komið. Mér sýnist nú samt á þessu fína korti að þetta hafi bara ekkert verið svo slæmt! Ég gruna veðurfréttamenn um græsku.. alltaf að svíkja undan veðri!
Ef þið viljið sjá hvernig viðraði daginn sem þið fæddust klikkið hjör!
Ótrúlega hamingja að rekja afmælisdagaveðrin sín!
Hvað ertu annars að hugsa um svona vont veður þegar það er svona ofurgott veður! Ertu kannski að undirbúa okkur fyrir það að þú breytir afmælisdeginum þínum í 4. júní eða júlí svo þú getir átt afmæli aftur ;)
En þegar ég verð forseti ætla ég að snúa dagatalinu þannig að 4.feb lendi ákkúrat á þeim tíma þegar júlí er að byrja. Held að það sé góð lausn á þessu vandamáli mínu :)
"Yööössss það er að koma febrúar. SUMARFRÍÍÍÍ!!!"
Grípandi.. eyy!
hún á famæli í dag, hún á faaaaaamæli hún Fella, hún á famæli í dag =)
sneðugt, en isssss....ég hef alltaf komið í famælið þitt, líka þegar það hefur ekkert við haldið upp á það!
bið að heilsa Falda í finnunni :)
-dossa
Famælisdagur er einmitt það sem halda á uppá þegar ég er búin að snúa dagatalinu þannig að febrúar lendi á sumartíma.
Þá er sko famælisdagur!
þetta er skrifar sú sem kreisti þig í heiminn,nákvæmlega kl.09:13 að morgni laugardags þann 4.feb.´84.Skítviðrið brast á daginn eftir og varði vikuna út-pápi þinn komst ekki á sjóinn,loðnuvertíð í bullandi gangi og hann tapaði 50.00 kr.sem var bigg monní back in the day...
þessir afþÝddu...voru þeir þýddir á frönsku eða dönsku,þú ypsilon brenglaða famælisidjót!muhahahah
Núna er komyð gott. Ég ætla að setja y allstaðar þar sem heyryst y hljóð!
Famæly