<$BlogRSDURL$>

Tuesday, November 15, 2005

Djöfull eru próf æðisleg!! 

Mitt fyrsta próf er yfirstaðið. Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða, það eru jólapróf hjá mér núna og ein önn í viðbót að klárast!! Gekk samt ofboðslega vel í morgun sem er einstaklega gleðileg fyrstaprófstilraun! Merkilegt nokk samt að þegar ég var í skólanum gat ég ekki beðið eftir því að komast heim og geta bara lært fyrir próf... núna eru prófin komin og ég vil komast í verkefnið sem fyrst.. ætli ég deyi ekki bara í þessu blessaða verkefni?
Get samt ekki beðið þar til 23. þegar prófin klárast. Fæ ég 5 daga frí í leti og svefn.. ætla mér að nýta það vel og byggja upp mikið af orku og nammiforða fyrir 3 vikna aðventunámskeiðið mitt.
Og svo koma blessuð jólin!


Já.. ég blótaði í titlinum!!

Comments:
Eins og landafræðikennarinn minn í gaggó sagði alltaf: „Allt í lagi að blóta svo lengi sem það er jákvætt". Ert heppin að fá 5 daga ég fæ bara 3.
En já áfram próflestur hóhóhó
 
Þú ert þó allavegana búin í þessu verkefni á skikkanlegum tíma.. þó svo að vikurnar fyrir séu ekki skikkanlegar ;)

Ég er búin 5mín í jól.. kl.17 þann 21.desember. Skrambi.
>:@
 
Ugh.. 5 min í jól. En hræðilega hræðilegt. Held samt að ég sé búin að voðalega svipuðum tíma. Verkefnið klárast minnir mig 18. En það er samt 2 dögum fyrr svo I compleetely understand!!

Og Ævar... 3 dagar??
 
helv....djö...ansk....rass.....bölv er þetta, er ekkert uppeldi á þér :-) Nú er Valdi kaldi búin að eiga amli og það þýðir bara eitt, ég má fara að jólaskreyta...yesyes

-dossa
 
Múhahaha! Ég er búinn í prófum 16. des. >:D
 
Post a Comment

[Top]