<$BlogRSDURL$>

Wednesday, September 28, 2005

Ákvarðanir! 

Það er svo margt skrítið í lífinu sem ekki er hægt að sjá fyrir. Það eru svo margar leiðir sem hægt er að velja. Ég vil oft líkja þessum valkostum sem umlykja okkur dags daglega við tré. Greinarnar eru þær leiðir sem hægt er að taka hverju sinni, eftir hverja mikilvæga ákvörðun. (næstum eins og líkindatré í stæ, svo skemmtilegt) Hver einasta beygja sem tekin er, hvert einasta skref og hver einasta mínúta skiptir máli.
Ég hef gert mitt besta í lífinu til að vera heiðarleg manneskja og samvkæm sjálfri mér. Ég vil helst aldrei, ef ég mögulega kemst hjá því, valda fólki hugarangri eða vanlíðan. Tilhugsunin um það eitt veldur mikilli kvöl og pínu og því best bara að sleppa því alfarið. Þrátt fyrir það geta greinarnar sem við veljum okkur ollið miklum sárindum í garð manneskja sem okkur þykir vænt um. Það er ekki af vilja gert og oftar en ekki gert með trega, því það er ef til vill eina leiðin til að halda sjálfum sér á réttri braut. Það er gott að hugsa um aðra og sjá til þess að fólki líði vel í kringum sig, en stundum fer það út í öfgar og þá er eina leiðin að bakka og láta sig hverfa. Bara til þess eins að ná aftur taki á því sem lífið hefur uppá að bjóða. Þó hægt sé að byrgja inni marga kvilla koma þeir alltaf í ljós á endanum og gera vart við sig.
Við munum og eigum endalaust eftir að vera veljandi og hugsandi um þá möguleika sem liggja fyrir hverju sinni. Hvað hefði skeð ef ég hefði ekki gert þetta og hitt. Sumir vilja meina að það sé bara ein möguleg leið í hvert skipti og sú leið sem orðið hafi fyrir valinu séu okkar örlög. Við munum oft á okkar lífsferli taka kolrangar beygjur og fara aðeins of seint af stað. Stundum er hægt að breyta slæmum ákvörðunum í góðar og stundum eru vondu beygjurnar ein heljarstór mistök sem krefjast þá enn einnar ákvörðunarinnar. Hvort sú ákvörðun reynist rétt kemur í ljós með tíð og tíma. Ég hef það fyrir markmið að fylgja alltaf hjartanu, eðlishvötinni og þeirri rökhuksun sem mér var gefin til að reyna að velja alltaf sem réttast og best. Að vera trú mínum skoðunum og sjá til þess að valinu fylgi engir vondir fylgifiskar (vondu vondu fylgifiskar). Ég er afskaplega mikill pælari þegar kemur að stórum ákvörðunum og oftar en ekki hugsa ég langt fram í tímann áður en ég framkvæmi. Ég forðast allar uppákomur eins og eldinn. Ég get valið svo og svo margar greinar og þær leiða mig á margar mismunandi endastöðvar. Allar þessar hugmyndir ber ég svo undir gott og traust fólk og sé að hvaða niðurstöðu þau gætu komist. En á endanum er það bara ég sem get valið og hafnað. Ég hef tekið margar slæmar og margar góðar ákvarðanir um ævina. Stundum vill maður vel, telur sig hafa tekið góða og skynsama ákvörðun sem reynist svo koma beinustu leið í bakið á manni aftur. Svo og öfugt. Þetta er partur af því að vera til og því ekki hægt að gera annað en að taka því sem vera ber, læra af því sem betur hefði mátt fara og minnast þess sem vel fór. Hrósa fólki sem manni er kært og ávallt vera maður sjálfur. Koma jafn vel fram við kunnuga sem ókunnuga eins og þér fyndist að koma ætti fram við þig. (það er súperfín setning)
Þó sumir gætu haldið að þeir væru einir í þessari miklu ákvörðunartökubaráttu er stundum gott að líta í kringum sig og sjá alla sem eru tilbúnir að styðja og halda við bakið á manni. Ég á æðislegustu fjölskyldu í heimi, bestu vini sem óskast getur, er í frábærum bekk og þekki fullt af meiriháttar fólki. Þar af leiðandi tel ég mig vera heppnustu Elínu í Ásbúðinni sem stendur.

Góða nótt mín kæru, þarf að fara og ákveða eitthvað!

Comments:
*snökt* ég elska þig *þurrk auga*

vá!

-dossa
 
p.s. varstu að borða mikið af djúpum?? ;)
 
Ég á það til að borða djúpan svona 2-3 á ári. Það skeður ekki oft.. en það skeður stundum!

hohoho
 
þú ert æði! =)
..þitt tré er skemmtilegra en líkindatrén í stærðfræðinni ;)

- Annska
 
Mér þykir mitt tré líka skemmtilegt. Fullt af allskonar beygjum og skemmtilegheitum. Einstaka laufblöð og fullt af íkornum... því mér finnast þeir sætir.
 
Djúpt. Of djúpt. ;)
 
JÁJÁ.. VENJIST ÞESSU BARA. Ég mun héðan í frá kalla sjálfa mig Elexímenes og ég ætla núna alltaf að gera ráð fyrir því að grundvöllinn sé ekki að finna í efninu, heldur í forminu því hann býr í stærðfræðinni.

Ég fattaði uppá þessu sjálf!
 
Ó guð! Næst ferðu að ganga um í tóga og hlaupa síðan nakin um Laugarveginn öskrandi "Elíka!", rétt eins og Arkímedes (Var það ekki annars Arkímedes?) með sitt Eureka. A sight for sore eyes... Please carry on.
 
HAHHA.. jú!

Ég mun trylla niður Laugarveginn og bera út boðskapinn!
 
Síðan rekstu á rival nakinn heimspeking og þið farið í dance-off. Let's see you dance! Sucka, you got nuthin' on me!
Ætli það sé vont að breika nakinn á gangstétt?
 
Post a Comment

[Top]