<$BlogRSDURL$>

Tuesday, September 27, 2005

Klukk! 

Ég veit nú ekkert hvaðan þessi leikur kom eða hvar hann byrjaði. Ég vissi ekkert út á hvað hann gekk fyrr en í dag. Býst nokkurnvegin við því að ég þurfi að skrifa 5 frábærar staðreyndir um sjálfa mig svo ég læt bara vaða.

1.
Ég hef óendanlega ótrúlega óstöðvandi mikla löngun til að ferðast. Ef ég mætti ráða myndi ég ferðast um allan heim, skoða og sjá nýja hluti. Eyða miklum tíma í þessi ferðalög mín og njóta þess til hins ýtrasta að fá að gera það sem ég vil. David Attenborough stal t.d. draumastarfinu mínu!!!

2.
Ég er mjög heilluð af geimnum, öllu því óendanlega rými sem hann tekur og því sem lifir og hrærist í honum. Ég get endalaust velt mér uppúr þeim staðreindum sem til eru um þetta fyrirbæri, hvort sem þær eru sannar eða ekki og reynt að átta mig á því sem er þarna úti. Ég vil fara út í geim!!!

3.
Ég hef samanlagt átt, hugsað um og fætt 31 kött síðastliðin 4 ár. Af öllum þessum krillum tók ég að mér 3. Og mér þótti alveg jafn vænt um þær allar.

4.
Ég elska norðurljós. Þegar ég sé norðurljós vil ég að allir vinir mínir og allir fjölskyldumeðlmir séu með mér svo þau sjái líka. Finnast þau ofboðslega falleg.

5.
Ég er y blind. Ég set y allstaðar þar sem það ætti ekki að vera og þar sem það á að vera, set ég einfalt i.

Þetta var nú gaman.. veit ekki hvern ég ætla að klukka. Kemur allt í ljós með tíð og tíma, ef ég klukka einhvern það er. Held nú samt ég fari að gera stæ svo það sé búið :P

Comments:
6. Þú þjáist mjög sennilega af svefnsýki! Getur sofnað nánast hvar sem er, á mjög skömmum tíma og verið svo dauðrotuð að þú vaknar ekki þó að maður kalli á þig eða taki af þér myndir (sem sé sönnunargögn til staðar). Sofnar, sitjandi, standandi eða liggjandi eins og skjaldbaka. Skrítið en skemmtilegt.

Þú ert ekki bara klukkuð - líka klikkuð!

Elska þig samt ógó gegt mikið!

-dossan
 
Nei, hún er tvíklikkuð eins og Mæ Kompjúter ækonið.
 
hohohoho...

Ég er að minnsta kosti eitthvað... veit ekki hvað, það kemur kannski bara í ljós á næstu dögum.

Er hinsvegar búin með stærðfræði sem er súperfínt. Get ég farið að leggjast í videogláp!
 
Post a Comment

[Top]