Wednesday, February 23, 2005
Svona er að eiga heima í skýi...
Þá er þokan að fara. Búin að hangsa hérna hjá okkur í að verða 3 daga. Nokkuð magnað.. eins og það er nú notalegt að hafa þoku þá var þetta nú að verða of mikið af því góða. Ég er voðalega fegin að fá gluggan minn og útsýnið aftur. Sérstaklega þar sem ég er í miðjum miðannarpófum...
Núna veit ég hinsvegar upp á hár hvernig það er að eiga heima í skýi.. eða á hafsbotni.
Það er annars alveg æðislegt veður í dag. Enginn vindur og þónokkuð hlýtt, í furðulegum skilningi. Fór út í morgun og ég fann svona sumarlykt. Ég get ekki útskýrt. Þeir sem þekkja mig vita hvað ég er að hugsa... Fuglarnir voru að verða brjálaðir. Syngjandi í kapp við hvorn annan og ég gersamlega fylltist óendanlegri tilhlökkun til sumarsins. Vá hvað ég get ekki beðið...
grillboð,
allt grænt,
lykt af nýslegnu grasi og fullt af krökkum í unglingavinnunni í sólbaði,
sumarbústaðir,
sólskyn og gott veður,
útileguvesen,
fuglasöngur,
allir að hittast í sólbað og feitt í Ásbúðinni,
allir í góður skapi,
allir Íslendingar í stuttermabol,
... fyndið að þegar hitastigið hérna á Íslandi fer yfir 13°C ákkúrat, eru allir komnir í sumarföt! Sem mér þykir æðislegt, veit alltaf þegar sumarið er komið í Íslendinga...
Annars var ég að fá lítinn kisa. Vitum ekki enn hvað hann heitir. Skræfa er loksins hætt að pína hann .. lemur hann bara smá þegar hún labbar fram hjá honum ;) OG um daginn urðum við Egill vitni að svakalegustu norðurljósum sem ég hef séð í langan tíma. Þau voru SVAKALEG... þvílíka og slíka litadýrð hafa mín augu ekki litið síðan á Hrísmóunum, norðuljósin sem duttu í grasið! Þetta kvöld sagði Egill ógleymanleg orð: Vá Elín, þetta eru alveg eins og flöktandi gardínur!
Best að halda áfram að læra svo ég komist í köku til Ernu í kvöld!
Núna veit ég hinsvegar upp á hár hvernig það er að eiga heima í skýi.. eða á hafsbotni.
Það er annars alveg æðislegt veður í dag. Enginn vindur og þónokkuð hlýtt, í furðulegum skilningi. Fór út í morgun og ég fann svona sumarlykt. Ég get ekki útskýrt. Þeir sem þekkja mig vita hvað ég er að hugsa... Fuglarnir voru að verða brjálaðir. Syngjandi í kapp við hvorn annan og ég gersamlega fylltist óendanlegri tilhlökkun til sumarsins. Vá hvað ég get ekki beðið...
grillboð,
allt grænt,
lykt af nýslegnu grasi og fullt af krökkum í unglingavinnunni í sólbaði,
sumarbústaðir,
sólskyn og gott veður,
útileguvesen,
fuglasöngur,
allir að hittast í sólbað og feitt í Ásbúðinni,
allir í góður skapi,
allir Íslendingar í stuttermabol,
... fyndið að þegar hitastigið hérna á Íslandi fer yfir 13°C ákkúrat, eru allir komnir í sumarföt! Sem mér þykir æðislegt, veit alltaf þegar sumarið er komið í Íslendinga...
Annars var ég að fá lítinn kisa. Vitum ekki enn hvað hann heitir. Skræfa er loksins hætt að pína hann .. lemur hann bara smá þegar hún labbar fram hjá honum ;) OG um daginn urðum við Egill vitni að svakalegustu norðurljósum sem ég hef séð í langan tíma. Þau voru SVAKALEG... þvílíka og slíka litadýrð hafa mín augu ekki litið síðan á Hrísmóunum, norðuljósin sem duttu í grasið! Þetta kvöld sagði Egill ógleymanleg orð: Vá Elín, þetta eru alveg eins og flöktandi gardínur!
Best að halda áfram að læra svo ég komist í köku til Ernu í kvöld!
Comments:
Já og þeir líka.. ef ég hefði minnst á þá væri þessi færsla kannski ekki svona svakalega dramatísk! En það þarf alltaf að vera 1 dramatíks færsla.. hafa verið of fáar hjá mér!
já..dramatíkin ræður ríkjum!
Á ÞESSARI RÍMLAUSU SKEGGÖLD
þegar strútar stinga höfðinu niður í Sprengisand
og mörgæsir fljúga gegnum nálaraugað
þegar kyrtilskrýddur fóðurmeistari
vélmjólkar aumingja búkollu gömlu
þegar barnið er framleitt í tilraunaglasi
þegar náðarmeðulin eru orðin togleður og hanastél
sálin þota
hjartað kafbátur
hvernig skal þá ljóð kveða
ég segji nú ekki meir!
-dossa
Á ÞESSARI RÍMLAUSU SKEGGÖLD
þegar strútar stinga höfðinu niður í Sprengisand
og mörgæsir fljúga gegnum nálaraugað
þegar kyrtilskrýddur fóðurmeistari
vélmjólkar aumingja búkollu gömlu
þegar barnið er framleitt í tilraunaglasi
þegar náðarmeðulin eru orðin togleður og hanastél
sálin þota
hjartað kafbátur
hvernig skal þá ljóð kveða
ég segji nú ekki meir!
-dossa
sko.. þetta er ástæðan fyrir því að maður getur ekki notað þennan ágæta kall.. helvítis sjálfstæðismenn að skemma hann fyrir manni
Post a Comment