<$BlogRSDURL$>

Friday, December 10, 2004

Vika eftir og allt gengur vel.. 

Hellouu... það er búið að vera mikið að gera og Bón-Air er að verða fullgilt og frábært flugfélag. Núna er bara vika eftir af verkefninu mínu og mér finnst við bara rétt nýbúin með kerfisgreiningarhlutann. Ég er alveg að komast í jólafrí...
Já, þetta er búið að vera mikið ævintýr, á köflum erfitt en ógeðslega skemmtilegt. Mikið og margt hefur átt sér stað og mig langar að segja frá því öllu, en umhverfið er orðið svo gerjað af einkahúmor og bröndurum sem erfitt er að komast inn í að ég ætla að fara varlega í það.
Tvær vikur frá 8 -8, stundum lengur, af forritun innan um illa sofið fólk hefur sín áhrif og myndin hér að neðan staðfestir það nokkuð vel. Allir hópar eru komnir með einkennisnöfn sem yfirleitt eiga nokkuð vel við. Ég og Jakob ákváðum að buffin í okkar stofu (ss forritunar-buff, buff = mjög klár forritari) yrðu kölluð Buff-Air og teiknuðum því til staðfestingar mynd beint fyrir aftan borðið hjá þeim. Tók okkur rúman klukkutíma að teikna þessa fínu mynd, enda hið fínasta logo ;)
Núna er maður búinn að kynnast hópfélögum sínum (og örðum hópfélögum í öðrum hópum) og ýmsir hlutir eru að koma í ljós, allir frekar skondnir. Andrúmsloftið í stofunni minni er nógu dularfullt fyrir mig að marinerast í og sem betur fer eru allir frekar rólegir á því, með svipaðan húmor og hamingju.... stöku sinnum kemur ljónið í heimsókn og segir frá sínum hugarórum, en það er samt ekkert svo oft.
Fyrsta sunnudag verkefnisins var haldið Bingo-kvöld þar sem brjálæðisleg bingó-stemma var í gangi. Fólk var farið að flykkjast að til að fylgjast með undrinu og uppúr krafsinu fékkst rafmagns-scooter ,sem er svo sannarlega búinn að stytta okkur stundir, 1000 tómatsósubréf og dublo-drjólinn. Hjalti og Frank eru stofnendur fyrsta HR-Bingóliðsins og mun það seint gleymast....
Það hefur svo mikið gerst á síðustu tveimur vikum að ég hef hvorki vilja né pláss til að koma því öllu fyrir hérna í smáatriðum, hægt er að skoða myndir af fólki sem Jakob tók, svo og hans hlið á málinu, og fyljast með því hvernig við hægt og rólega forritum okkur í kaf. Það er líka hægt að skoða myndir sem Hjalti tók með aðeins öðruvísi sjónarhorni þar sem hann er þekktur af sumum sem uppáhaldsljósmyndari. En hann er ofboðslega flinkur... tók hann ekki 5 minutur að græja þessar myndir....!!!!

Ég veit ég er gegnsýrð af þessu og tala um lítið annað en Bón-Air inn minn, ég gæti setið hér í allt kvöld og sagt frá dónalegum bröndurum og frösum sem tengjast málinu en ætla heldur að sleppa því. Ég er enn á lífi... að einhverju leiti... og læt ykkur öllsömul prufa kerfið mitt áður en ég þarf að skila því!!




Súrrealiskt andrúmsloft... Posted by Hello

Comments:
Ég hefði áhuga á að fá að vita með hvernig myndavél og linsu þessar flottu svartvhvítu myndir voru teknar. Endilega komstu að því fyrir mig og settu í comment :)
-Dagur
 
Já það er sko geðveikislega gaman hjá mér líka sko ha sko!! Ég og lögskýringarbækurnar erum alltaf að stríða þjóðaréttinum, venjurétturinn fyllti rassafarið eftir mig í stólnum af skitlersi og lét mig setjast í það og svo var ég að klára að naga þriðja pennann minn til dauða í gær!! Geðveikt gaman!
Ég þarf greinilega að fá mér svona hóp..

>:(

*bara 9 dagar eftir í gleði hamingju,regnboga, hvolpa og konfekt*
 
Þá munt þú syngja: "Sunshine, lollipops and rainbows,
Everything that's wonderful is what I feel when we're together"

Sjálfur er ég búinn í skólanum í bili og fer ekki aftur að vinna fyrr en 17. Hvað á ég að gera þangað til? Uppástungur velkomnar.

-Dagur
 
Dagur þú getur farið inn á www.designplastik.com/h og kíkt á heimasíðuna hjá honum. Fullt af gagnlegum upplýsingum þar!

Þetta er aaalveg að verða búið hjá þér Erna, þá færðu allar djúsí upplýsingar og athugasemdir sem dunið hafa á fólki hérna!!!

.. chestnuuuts rooasting on an ooopen fiire...
 
Jebb I better!! Annars þá trúi ég ekki að það sé bara vika í að þetta verði búið... tíminn líður fáránlega hratt! :/ Mér finnst ég nýbúin í stúdentsprófum..
 
Post a Comment

[Top]