Tuesday, November 02, 2004
Sorglegasti dagur...
Í dag þurftum við að svæfa kisann okkar, hann Potta. Það er alveg ótrúlegt hversu vænt manni þykir um dýrin sín og hversu sárt það er að þurfa að kveðja. Ég er alveg ótrúlega leið yfir þessu, mér þykir þetta svo hræðilega ósanngjarnt og ömurlegt og veit hreinlega ekkert hvernig ég á að haga mér. Enda á ég voðalega erfitt með að lýsa því í orðum hvernig mér líður núna.
Okkur var tilkynnt það í síðustu viku að hann væri með beinkrabbamein. Við svoleiðis sjúkdóm kemur í raun ekkert annað til greina en að leifa dýrinu að fara, sem okkur var bent á og okkur fannst eðlilegast að gera. Þegar svona kemur upp á er alveg ótrúlegt hversu sjálfselskur maður getur orðið. Í raun eðlilegur hlutur því það er erfitt að sætta sig við hið óumflýjanlega og sleppa takinu af því sem manni þykir vænt um.. alveg ofboðslega erfitt. Ég bjóst í raun ekki við því að þetta yrði svona sorglegt og mikill söknuður því ég vissi að hann var veikur og leið hálf einkennilega. Það er líka svo erfitt að hugsa til þess að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað væri að fara að gerast. Ég veit að maður á ekki að hugsa svoleiðis því hvernig í ósköpunum ætti hann að vita það. Það er bara svo átakanlegt, eins og í morgun þegar við fórum með hann þurftum við að kalla á hann inn, þar sem hann var að spóka sig úti í morgninum og hann kemur hlaupandi til okkar (eins og hann gerði alltaf) mjálmandi til að láta vita af sér. Dýrin þín reiða sig svo mikið á þig.. og svo gerir maður eitthvað svona. Fórum með hann í bíl, sem hann er skíthræddur við, og á dýraspítalann og hann skilur ekkert af hverju við erum að þessu.
Þetta er líka svo sárt því ég veit að hann kemur aldrei aftur og það auðvitað stingur mann í hjartað, þessi saknaðartilfinning.. og biturleikinn.
En nú er Potti minn farinn á betri stað og sem betur fer er þetta yfirstaðið. Dýralæknirinni sá meira að segja á honum hvað hann var orðinn lúinn og þreyttur. Ég er því voðalega fegin að við fórum með hann í skoðun og komumst að þessu áður en hann var farinn að finna til. Við fundum fínan stað úti í garði handa honum hjá blómunum sem hann eyddi öllum sumrum í að borða þangað til ekkert var eftir af þeim, svo hann ætti að vera glaður núna.
Potti var æðislegasti kisi sem ég veit um og mér þótti alveg ótrúlega mikið vænt um hann. Það er ekki til neinn eins og hann. Hálfgerður hunda-kisi, stór, loðinn, feitur og latur og alveg sama hvað við hann var gert. Ég ætla ekki að fara að telja upp hans helstu kosti því þá fer ég að gráta meira.. ég veit hverjir þeir eru og þeir sem þekktu hann vita það líka og ég held að það sé best svoleiðis. Þetta er voða drama hjá mér, en ég bara varð að koma þessu frá mér.
Potti feiti hefði orðið 2 ára núna 5. desember næstkomandi. Hann átti um það bil 25 systkini, 4 jafngömul honum og svo 4 frændsystkini... verða mikil ættamót þegar þau hittast öll aftur :)
Okkur var tilkynnt það í síðustu viku að hann væri með beinkrabbamein. Við svoleiðis sjúkdóm kemur í raun ekkert annað til greina en að leifa dýrinu að fara, sem okkur var bent á og okkur fannst eðlilegast að gera. Þegar svona kemur upp á er alveg ótrúlegt hversu sjálfselskur maður getur orðið. Í raun eðlilegur hlutur því það er erfitt að sætta sig við hið óumflýjanlega og sleppa takinu af því sem manni þykir vænt um.. alveg ofboðslega erfitt. Ég bjóst í raun ekki við því að þetta yrði svona sorglegt og mikill söknuður því ég vissi að hann var veikur og leið hálf einkennilega. Það er líka svo erfitt að hugsa til þess að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað væri að fara að gerast. Ég veit að maður á ekki að hugsa svoleiðis því hvernig í ósköpunum ætti hann að vita það. Það er bara svo átakanlegt, eins og í morgun þegar við fórum með hann þurftum við að kalla á hann inn, þar sem hann var að spóka sig úti í morgninum og hann kemur hlaupandi til okkar (eins og hann gerði alltaf) mjálmandi til að láta vita af sér. Dýrin þín reiða sig svo mikið á þig.. og svo gerir maður eitthvað svona. Fórum með hann í bíl, sem hann er skíthræddur við, og á dýraspítalann og hann skilur ekkert af hverju við erum að þessu.
Þetta er líka svo sárt því ég veit að hann kemur aldrei aftur og það auðvitað stingur mann í hjartað, þessi saknaðartilfinning.. og biturleikinn.
En nú er Potti minn farinn á betri stað og sem betur fer er þetta yfirstaðið. Dýralæknirinni sá meira að segja á honum hvað hann var orðinn lúinn og þreyttur. Ég er því voðalega fegin að við fórum með hann í skoðun og komumst að þessu áður en hann var farinn að finna til. Við fundum fínan stað úti í garði handa honum hjá blómunum sem hann eyddi öllum sumrum í að borða þangað til ekkert var eftir af þeim, svo hann ætti að vera glaður núna.
Potti var æðislegasti kisi sem ég veit um og mér þótti alveg ótrúlega mikið vænt um hann. Það er ekki til neinn eins og hann. Hálfgerður hunda-kisi, stór, loðinn, feitur og latur og alveg sama hvað við hann var gert. Ég ætla ekki að fara að telja upp hans helstu kosti því þá fer ég að gráta meira.. ég veit hverjir þeir eru og þeir sem þekktu hann vita það líka og ég held að það sé best svoleiðis. Þetta er voða drama hjá mér, en ég bara varð að koma þessu frá mér.
Potti feiti hefði orðið 2 ára núna 5. desember næstkomandi. Hann átti um það bil 25 systkini, 4 jafngömul honum og svo 4 frændsystkini... verða mikil ættamót þegar þau hittast öll aftur :)

Pottinn minn!

Comments:
:´(
vá hvað þetta er ömurlegt og sorglegt!! Ég veit að ekkert er hægt að segja til að láta manni líða betur þegar svona kemur fyrir.. þetta er svo erfitt!
Ég get ímyndað mér að þú hafir ekki mikið sofið í nótt og verið grátandi frá því að þú vaknaðir.. þú dýrkaðir þennan kött enda varla annað hægt með þennan blíða loðinbolta í fanginu.
hann kvelst allavegana ekki núna.. :(
*100feitknús* til þín og fjölskyldunnar..
vá hvað þetta er ömurlegt og sorglegt!! Ég veit að ekkert er hægt að segja til að láta manni líða betur þegar svona kemur fyrir.. þetta er svo erfitt!
Ég get ímyndað mér að þú hafir ekki mikið sofið í nótt og verið grátandi frá því að þú vaknaðir.. þú dýrkaðir þennan kött enda varla annað hægt með þennan blíða loðinbolta í fanginu.
hann kvelst allavegana ekki núna.. :(
*100feitknús* til þín og fjölskyldunnar..
ótrúlega skrýtið hvernig þetta er allt saman.. allt getur breyst á nokkrum dögum.. ég trúði ekki alveg að þetta myndi gerast einhvernveginn þegar þú sagðir mér þetta í síðustu viku.. en nú er það orðið!
ég er ekki að skilja það að Potti sé dáinn.. nú hef ég engann sem vill láta mig vesenast í sér og snúðast í þegar ég kem í heimsókn :(
ég er ekki að skilja það að Potti sé dáinn.. nú hef ég engann sem vill láta mig vesenast í sér og snúðast í þegar ég kem í heimsókn :(
Ég veit.. ég er varla að fatta það sjálf. Þetta er svo skrýtið. Sérstaklega þegar maður fer að hugsa um að hann sé ekkert að koma aftur... og gerir sér grein fyrir því. Það er verst.
En, þetta var það besta í stöðunni fyrir hann.. við vorum að gera hounum gott. <:'(
Takk fyrir að samúðast.. það hjálpar meira en þú heldur, sérstaklega þegar þú veist manneskjunni líður :)
En, þetta var það besta í stöðunni fyrir hann.. við vorum að gera hounum gott. <:'(
Takk fyrir að samúðast.. það hjálpar meira en þú heldur, sérstaklega þegar þú veist manneskjunni líður :)
Hann Potti var yndislegasti köttur sem til er, hann lifði lífinu eins og honum einum fannst rétt, hann lét Garfilde líta út eins og verkamann, því potti var latur en þrátt fyrir það duglegur ... þ.e.a.s. þegar kom að því að færa móður sinni fulgakjöt, þá var Potti mættur með einn vænan í kjaftinum
... Potta verður saknað að eilífu og vonandi líður honum betur þarna uppi
Valli
... Potta verður saknað að eilífu og vonandi líður honum betur þarna uppi
Valli
æææji.....mér þykir þetta SVOOOO leiðinlegt elsku ellan mín, hann Potti var svo mikill letihlunkur og rúsína og hans verður sárt saknað! Mikið þykir mér þetta leiðinlegt og sorglegt :( Knús til ykkar elskunar mínar og ella mín þú kemur bara til dossu þinnar þegar þig langar og færð nammi og knús og hvað sem þú vilt!
Elska þig
þín Dossa
Elska þig
þín Dossa
Þetta var semsagt mamma að kommenta hér fyrir ofan :)
Já, hann skilur eftir stór gat þessi kattmann. Búinn að vera hjá okkur frá því hann fæddist! *andvarp*
Já, hann skilur eftir stór gat þessi kattmann. Búinn að vera hjá okkur frá því hann fæddist! *andvarp*
Æi... Þetta er ótrúlega sorglegt... Ég var næstum farin að gráta bara af að lesa þetta... :( Ég þekkti potta nú ekki mikið, en þetta er samt svo leiðinlegt. Þú færð alla mína samúð elín mín...
Já, mér hefur alltaf fundist það afar ósanngjarnt að gæludýrin skuli ekki lifa jafnlengi og við mannfólkið. Svona feitir fresar eru yndisleg dýr, ég átti einn svoleiðis en hann kvaddi mig fyrir tveim árum.
Ég samhryggist þér afar mikið Elín mín :(
Ég samhryggist þér afar mikið Elín mín :(
Ég veit, sumir sem ég tala við skilja ekkert í þessari móðursýki minni út af kettinum því þetta er nú einusinni bara köttur. En kisur eru miklu meiri gæludýr (sérstakelga þessar feitu og lötu) en fólk heldur...
Hey....ekkert bull - það er bara skíthausar sem að skilja ekki að maður tengist dýrunum sínum, ja skíthausar eða fólk sem hefur aldrei átt dýr..eða er með stöðugt harðlífi :S
Dýrin verða ein/einn af fjölskyldunni hjá flest öllum sem að eiga þau! Ég veit vel að þegar að ég hef Raffa ekki lengur hjá mér á ég eftir að vera í ALGERU rusli, hann er nú einu sinni sonur minn!
En við getum huggað okkur við það að Pottinn þinn er á sínu notalega skýi og er komin með kúlunar sínar aftur - JEY það finnst honum gaman - svo veiðir hann vængjaðar mýs og tvöfalt vængjaða fugla (með sína vængi og engla vængi) og hömpar öllu sem hreyfist :)
*knús*
Dossa
Dýrin verða ein/einn af fjölskyldunni hjá flest öllum sem að eiga þau! Ég veit vel að þegar að ég hef Raffa ekki lengur hjá mér á ég eftir að vera í ALGERU rusli, hann er nú einu sinni sonur minn!
En við getum huggað okkur við það að Pottinn þinn er á sínu notalega skýi og er komin með kúlunar sínar aftur - JEY það finnst honum gaman - svo veiðir hann vængjaðar mýs og tvöfalt vængjaða fugla (með sína vængi og engla vængi) og hömpar öllu sem hreyfist :)
*knús*
Dossa
Ég samhryggist innilega, en ég veit líka að henn er voðalega hamingjusamur núna þar sem hann getur fengið allar læðurnar þarna uppu (og þær eur sko ekkert smá flottar)og eins og Dossa sagði (fuglar með 4 vængi thats just soooo cooool)
:)gulla:)
Post a Comment
:)gulla:)