Sunday, April 29, 2007
Súmfí

Það er alveg að koma sumar, þetta veit ég, svona er ég nú klár! Ég veit það ekki endilega bara af því að 1.maí er á morgun og sumardagurinn fyrsti er liðinn. Ég veit það af því að í gær sá ég fyrstu randafluguna mína og fyrstu lóuna mína.
Randaflugan sat á húsvegg í sólbaði, feit og pattaraleg! Nægjanlega stór til þess að valda miklum usla inn í skólastofu og skyggja á sólina í aðgerðarleysi!
Svo þegar ég leit út um gluggann áðan sýndist mér vera komin pínkulítil snjókoma... þegar ég leit betur þá voru þetta bara mýflugur að fljúga stjórnlaust í hringi! Svona upp og niður style!
Randaflugan sat á húsvegg í sólbaði, feit og pattaraleg! Nægjanlega stór til þess að valda miklum usla inn í skólastofu og skyggja á sólina í aðgerðarleysi!
Svo þegar ég leit út um gluggann áðan sýndist mér vera komin pínkulítil snjókoma... þegar ég leit betur þá voru þetta bara mýflugur að fljúga stjórnlaust í hringi! Svona upp og niður style!
(13) comments